Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 17

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 17
með krosslagða handleggi bak við borðið og horfði dauflega framhjá þeim. „Svo er það eitt enn,“ sagði Loren. „Hvað?“ „Þegar ég reyndi að hringja I þessa Alice Jackson — síma- númerið hlýtur hún að hafa gef- ið mér — svaraði simstöðin: númerið er ekki í notkun. Hvers vegna var hún þá eiginlega að gefa mér símanúmerið?" Bob sat í þungum þönkum. Og þegar hann hóf máls aftur, hrökk Loren við. Rödd hans, sem var yfirleitt mild, hljómaði allt í einu hörð og ákveðin. „Þetta er eitthvað skrýtið," sagði hann. „Þarna er eitthvað óhreint í pokahorninu!" „Það hef ég líka á tilfinning- unni, Bob.“ Hann leit rannsakandi á hana. „Þú ert ekki að búa þetta til, Loren?“ „Það legg ég við drengskap minn!“ „Gott og vel.“ Hann kveikti sér í sígarettu. „Myndirðu geta fundið aftur húsið, sem þessi — Alice fór með þig í?“ „Það getur verið ... Ég er nú ekki viss um húsnúmerið ... En húsið myndi ég þekkja aftur. — Hvers vegna?“ Bob steig niður af barstóln- um fleygði nokkrum dollara- seðlum á borðið og tók utan um Loren. „Vegna þess að við settum að líta svolítið nánar á húsið og hana skólasystur þína!“ Þau fengu sér bil. „Milli Madison og 30. strætis," sagði Loren við bílstjórann. Hann brunaði af stað. Loren sat teinrétt og horfði út um gluggann. Bob hallaði sér makindalega aftur á bak og skemmti sér við að fylgjast með henni. „Þarna er það!“ hrópaði Lor- en, þegar hún kom loksins auga á húsið. Billinn nam staðar fyrir framan gamla hjallinn. Þau stigu út og gengu að honum. „Áttunda hæð,“ sagði Loren, og þau fóru upp með lyftunni. Hún skrölti upp á við með dunum og dynkjum, og eftir ei- lifðartíma komst hún alla leið. Bob og Loren gengu inn eftir ganginum. „Númer hvað var íbúðin?" spurði Bob. Því hafði Loren að minnsta kosti ekki gleymt. „813“, sagði hún. Þau töldu númerin á hurðun- um, svo staðnæmdust þau fyrir framan 813. „Hérna er það!“ Loren beygði sig fram. „Og hér stendur líka nafnið hennar. Það er að segja ...“ Málmramminn var þarna. Pappirsmiði var fastur undir honum. En það var ekki nafnið Alice Jackson, sem stóð á honum. „Alfred Dunkin," las Bob hægt. Alfred Dunkin. Ekki Alioe Jackson... „Er eitthvað að?“ spurði Bob. „Þetta skil ég ekki,“ tautaði Loren. Allt i einu fór henni að liða illa aftur. Höfuðverkurinn versn- aði. „Kannski er þetta ekki rétta íbúðin,“ sagði Bob. „Eða getur verið, að þú hafir ruglazt á hæð- um?“ „Útilokað! Ég man greinilegá, að það var hér, 813! Ég tók sérstaklega eftir herbergisnúm- erinu. Þann 8. á ég afmæli, og 13 er óhappatalan mín.“ „Það er auðsætt mál,“ tautaði Bob. Hann leit á hana, hún leit á hann. Fáein andartök langaði Loren mest til að leggja höfuðið á breiðar axlir hans og segja: Bob, trúðu mér, ég er ekki orð- in vitlaus ... „Ég sting upp á einu,“ sagði Bob og brosti til hennar, eins og menn brosa til lítilla frænkna, sem eru ekki alveg með öllum mjalla. „Við skulum athuga allar hurðirnar hverja af annarri. Ef til vill finnum við hana Alice þína þá einhvers staðar!" Hann beið alls ekki eftir, að hún kæmi með. Hann gekk eftir endilöngum ganginum, nam stað- ar við hverjar einustu dyr og las á nafnspjöldin. Loren Hartley stóð enn fyrir framan dyrnar, sem hún áleit vera hinar réttu. Grafkyrr horfði hún á eftir Bob, sem fjarlægðist hana æ meir, beygði sig fram og hristi höfuðið þegjandi við hverja hurð... Loren hringdi dyrabjöllunni nr. 813. Hún heyrði óminn fyrir innan. En allt var hljótt. Enginn kom til dyra. Hún hringdi aftur. Og loks í þriðja sinn. Bob kom til baka. Hann var hugsandi á svipinn. „Ég veit, hvað þú heldur um mig núna,“ sagði Loren, þegar hann stóð aftur fyrir framan hana. „En ég er ekkert að rugla! Ég veit, að þetta er ibúðin!" Lyftan drattaðist enn af stað. Það fylgdi því draugalegt, næst- um óhugnanlegt hljóð. Bob Campbell kveikti sér í sígarettu. Hann blés reyknum út um nefið. Hann hallaði sér upp að veggnum og danglaði í hand- riðið með fætinum. „Hér hlýtur þó einhvers staðar að vera húsvörður,“ sagði hann loks. „Finnst þér ekki, að við ættum að fara og leita að hon- um?“ Hann talar við mig, eins og ég væri 12 ára, hugsaði Loren. Höfuðverkurinn varð þvi nær óbærilegur. „Allt í lagi,“ sagði hún. „Við skulum spyrja hann.“ Þau náðu í lyftuna og fóru niður á neðstu hæð. Þau skoðuðu allar hurðir, og á þeirri seinustu var skilti. Á þvi stóð: Húsvörður. „Jæja þá!“ Bob þrýsti á bjöll- una. „Innan skamms fáum við að vita það. Ef einhver er þá heima hérna!“ Fyrir innan heyrðist bjöllu- hljómur. Það var dauf lykt af við- brenndu ediki á þessari hæð. Einhvers staðar gelti hundur. Út um dyrnar barst ómur af tónlist. „Reyndu einu sinni enn, Bob.“ Hann andvarpaði, yppti öxlum, sendi Loren örvæntingarfullt augnatillit — augnatillit, sem sagði: En þetta skal nú brátt taka enda, væna mín! — svo ýtti hann einu sinni á bjölluna. Einhver hreyfing varð bak við hurðina. Einhver kom gangandi 1 áttina að dyrunum og dró fæt- urna. „Þarna sérðu!" sagði Loren og varpaði öndinni léttar. Hurðin opnaðist. Maður rak höfuðið út um gættina. „Fyrirgefið þér,“ sagði Loren, „við ætluðum bara að spyi’ja, hvort — “ Hún þagnaði. Hún starði á manninn galopnum augum. Og hún greip andann á lofti. „Hvað ætluðuð þér að spyrja um?“ Hann opnaði hurðina aðeins meira. Hann deplaði augunum til Lorenar. Síðan gaut hann aug- unum til Bobs og svo aftur til Lorenar. „Hvað er eiginlega um að vera?“ spurði hann önugur. Loren gat hvorki hrært legg né lið. Hún opnaði munninn, en kom ekki upp orði. Hvumsa góndi hún á manninn. Hann var i móleitri skyrtu opinni 1 háls- inn... Hann var feitur. Það glampaði á svitadropa á skallanum. Breitt klumbunefið var rauð- leitt. Hann lelt á Loren hálfluktum augum og deplaði þeim... Þetta var maðurinn úr Bryant Park! Framh. á bls. 19.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.