Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 10
„EG Á MARGA VIMI OG MARGA ÓVIMI” var búinn að taka mina akvörð- un, og öll mín áform byggðust á því. En ef þér hefðuð nú fallið þrátt fyrir allt? Hann brosti við, hikaði and- artak og sagði síðan: — Ég hafði látið mér detta i hug að gerast kennari við einhvern háskóla. Hafið þér fengizt við kennslu? — Nei, aldrei. En ég held mér hefði þótt það skemmti- legt. Mér feílur vel við börn og ungt fólk, mér líður vel í návist þeirra. Já, ég held ég hefði orðið kennari. Nokkurn tima minnsta kosti. Líklega þó ekki mjög lengi. Annars hef ég aldrei hugsað mjög langt fram í tímann. Og ég hafði aldrei tíma til að hugsa mikið um þetta, því að ég ætl- aði mér að verða þingmaður en ekki kennari. Sá orðrómur er á kreiki, að þér séuð að skipuleggja valda- töku Kennedy- áhangenda í öld- ungadeildinni,.. — Það er svo margt sagt. Og það er enginn fótur fyrir þessu. Sjálfsagt stafar þessi orð- rómur einfaldlega af því, að við í Kennedy-fjölskyldunni höfum alltaf haft mikinn áhuga á pólitík. Bróðir minn var for- seti, og nú erum við tveir bræðurnir í öldungadeildinni. Og ef þér spyrjið mig, hvort ég hefði áhuga á, að synir mínir fengjust við stjórnmál, mundi ég svara því hiklaust játandi. Ég gæti vel hugsað mér þá alla sem stjórnmála- menn. Ég mun ekki gera neitt til að ýta á þá í þessa átt, en ég yrði ánægður, ef svo færi. Þér álítið samt, að Kennedy- stefnan nái fram að ganga? Eða er kannski ekkert til, sem heitir Kennedy-stefna? — Þau stefnumál, sem bróð- ir minn barðist fyrir, meðan hann var forseti, eru oft við hann kennd. En þau eru engin einkabaráttumál okkar. Þau spegla vilja mikils hluta banda- rísku þjóðarinnar. Og ég held mér sé óhætt að segja, að við höfum alltaf leitazt við að vinna þjóð okkar allt það gagn, er við mættum. Allur sá fjöldi fólks, sem hefur fylgt okkur að málum, virðist álíta, að við höfum túlkað vilja þess. Mér er sagt, að þér séuð mikill fjölskyldumaður. — Já, það er satt. En er ekki erfitt fyrir yður að sinna fjölskyldu yðar í öllu yðar annríki? — Jú, það er oft erfitt. Eina ráðið er að skipuleggja tíma sinn löngu fyrir fram, og venju- lega tekst það. Kunnið þér vel við starf yðar sem öldungardeildarþing- maður? — Já, mjög vel. Betur en að vera dómsmála- ráðherra? — Það er í hæsta máta ólíkt. Dómsmálaráðherra er oft í erfiðri aðstöðu og lendir óneit- anlega í hörðum deilum. Ég kann mjög vel við núverandi starf mitt. Hafið þér á tilfinningunni, að þér séuð vinsæll maður? — Ég á marga vini og marga óvini. Þeir, sem höfðu skilning á viðleitni bróður míns og stjórn hans, standa með mér. Og ég bjóst ekki við, að þeir væru eins margir og raun ber vitni. Alþýðan stendur líka með mér. Svo eru aðrir á öðru máli... Hafið þér nokkurn tíma ótt- azt fólk? — Hvernig þá? Að það myndi vinna yður mein? — Nei. Hvar, sem Robert Kennedy fer, þyrpist fólk að til að hlusta á hann. Hér sést hann ávarpa mannfjölda í Póllandi af þaki bif- reiðar. Ljósm. USIS.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.