Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 11
Njótið þér einhverrar vernd- ar? Ég á við, hafið þér lífvörð? — Nei. Ég fann, að hann sagði satt. Að minnsta kosti vorum við tveir einir í skrifstofu hans ásamt ljósmyndaranum. En þótt ég reyndi að ráða hugs- anir hans, gat ég ekki séð, hvernig þessar spurningar ork- uðu á hann. Nema hvað hann svaraði með einsatkvæðisorð- um. Hvaða skoðanir hafið þér á utanríkisinálum, til dæmis ástandinu í Suður-Víetnam? — Það sem máli skiptir, er, að við höfum tekið á okkur ákveðnar skuldbindingar. Og mér finnst nauðsynlegt, að við stöndum við þær. Ekki aðeins í Suðaustur-Asíu, heldur um allan heim. Þér eigið við, að ef þið látið undan í Víetnam, þá munið þið smám saman neyðast til að láta undan ... — Ekki aðeins það. Ég held, að ef við bregðumst loforðum okkar í Víetnam, þá muni menn efast um ákveðni okkar ann- ars staðar í heiminum í öðrum málum og um orðheldni okkar. Það skiptir afar miklu máli, að við stöndum við það, sem við höfum sagt. Munduð þér vilja segja eitt- hvað sérstakt við lesendur okk- ar á íslandi? — Mig hefur lengi langað til að koma þangað. Það stóð til, að ég færi þangað, mig minnir það hafi verið 1963. En þá kom til einhverra erfiðleika í sam- bandi við kynþáttavandamálin, svo að ég komst ekki. En mig mundi langa til að fara til ís- lands. Samvinna íslendinga og Bandaríkjamanna hefur alltaf verið náin, og mér finnst þýð- ingarmikið, að við sækjum hver aðra heim, ekki sízt unga fólk- ið. Ég mundi líka hafa mikinn áhuga á menningarskiptum milli þjóða okkar. Við Banda- ríkjamenn höfum margt lært af íslendingum, af menningu þeirra og sögu. Og það er ósk mín, að með auknum samskipt- um og gagnkvæmri virðingu geti vinátta þjóða okkar enn farið vaxandi á komandi ár- um. Kjörtímabili yðar lýkur árið 1970, er það ekki? — Jú, það er rétt. Hafið þér ákveðið, hvað þér ínunuð gera þá? — Ég ætla að bjóða mig fram til öldungardeildarinnar. En 1972, í forsetakosningun- um þá? — Ég hef engar ráðagerðir varðandi þær kosningar. En ef þér viljið halda áfram stefnu bróður yðar, er þá ekki eðlilegast... —- Ég hef aðeins ákveðið að bjóða mig fram aftur í næstu kosningum til öldungadeildar- innar. Hvað síðan tekur við, það veit framtíðin ein. Ég vona, og ég veit, að marg- ir landa minna eru sama sinnis, að þér verðið næsti forseti Bandaríkjanna. — Þakka yður kærlega fyr- ir. SAMTALI okkar var lokið. Við gengum saman út úr skrifstofunni. Hann kvaddi starfsfólk sitt með handabandi. Síðan fylgdumst við að út að lyftunni, og vopnaður lögreglu- maður fylgdi okkur út á göt- una. Robert Kennedy stanzaði sem snöggvast og veifaði til fólksins, sem hafði safnazt saman við glugga næstu húsa, Svo gengum við saman í átt> ina að Fifth Avenue. Þegar þangað var komið, rétti hann mér höndina, brosti, og snerist á hæli. Hann hvarf mér inn í mannþröngina hröðum skref- um með báðar hendur á kafi í buxnavösunum. Þarna fór maður, sem óttaðist ekkert. Ég stóð kyrr og horfði á hann hverfa í manngrúann. Þeir, sem næstir honum voru, settu upp undrunarsvip, þegar þeir báru kennsl á hann. Kannski þeir hafi hugsað eins og ég, að þarna sæju þeir ef til vill næsta forseta Bandaríkjanna. (Copyright by Njörður P. Njarðvík.) Robert F. Kennedy ásamt Ethel, eiginkonu sinni, og sjö börnum. Hann er þekktur fyrir fjölskyldurækni og umhyggju fyrlr börnum sínum. Ljósm. USIS.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.