Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 19

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 19
w Stúlkan í gulu kápunni Framh. af bls. 17. „Ég biðst afsökunar á, að við skulum ónáða yður svona seint,“ sagði Bob Campbell. „Við erum að leita að kunningjakonu okkar, sem á að búa i þessu húsi. En við getum ekki fundið hana. Ef til vill höfum við ruglazt á íbúð- arnúmerum.“ Loren starði ennþá á mann- inn líkt og í leiðslu. Þetta getur bara ekki verið, hugsaði hún. Kannski hef ég rangt fyrir mér, kannski er hann aðeins likur manninum í skemmtigarðinum.. Húsvörðurinn lét sem hann sæi Loren ekki. Hann sneri sér að Bob Campbell: „Hvað heitir þessi kunningjakona yðar?“ „Alice Jackson." Bob ýtti að- eins við Loren Hartley með hægri handleggnum. „Alice Jack- son, er það ekki?“ Loren kinkaði kolli. Húsvörðurinn lokaði augun- um. Hann var augsjáanlega að hugsa sig um. Hann strauk lóf- anum yfir skallann. „Nei,“ sagði hann svo, „ég þekki enga Alice Jackson." „Hún leigir hjá einhverjum, sem býr hérna í húsinu,“ skaut Loren inn í. Og hún hugsaði: Skyldi þetta vera maðurinn úr Bryant Park eða ekki...? ,,Ég hef skrifað lista yfir alla slíka leigjendur, eins og vera ber,“ mælti húsvörðurinn. „Ég skal gá. Viljið þér bíða andar- tak.“ Hann gekk aftur inn í íbúðina sína og skildi hurðina eftir í hálfa gátt. Svo kom hann til baka og sagði: „Því miður, engin ungfrú Jackson!" Loren fann, að Bob horfði hugsandi á hana. En hún gafst ekki upp. Hún gafst aldrei upp strax. „Á 8. hæð, íbúð nr. 813,“ sagði hún. „Það eru ekki nema fáein- ar klukkustundir, síðan ég heim- sótti hana þar. En nafnið á hurð- Inni...“ Feiti maðurinn andvarpaði, svo að Loren þagnaði. Hann sagði: „Gott og vel. Ég skal gá einu sinni enn! Ibúð 813.“ „Ég veit um hvað þú ert að hugsa, Bob,“ sagði Loren, eftir að húsvörðurinn var farinn. „Þetta er allt tilgangslaust, finnst þér, og bezt væri að hætta við allt saman.“ „Það er ekki ómögulegt. En ef ég þekki þig rétt...“ Loren var alls ekki sannfærð um, að Bob þekkti hana rétt. Það var aðeins um einn að ræða, sem gat fullyrt slíkt: Peter. „Reyndu nú að skilja," sagði hún dálítið æst, „þetta mál er svo dularfullt, að ég .. Húsvörðurinn birtist enn í dyrunum. „Leigjandinn í 813 heitir hr. Dunkin. Hann og konan hans leigðu þessa íbúð fyrir 2 eða 3 vikum." Bob yppti öxlum. „Jæja, sagði hann, „þá er víst ekkert við þessu að gera. Þakka yður kær- lega fyrir!“ „Það var ekkert,“ svaraði hús- vörðurinn og lokaði dyrunum hægt. Það seinasta, sem Loren sá af honum, voru augu hans. Loren sá ekki betur en þau litu til hennar talsVert lymsku- lega og með áberandi illgirni. —v— Bob hefur ekki trúað einu ein- asta orði af sögunni, sem ég sagði honum, sagði Loren við sjálfa sig, þegar hún var komin heim til sín aftur. Hún blandaði sér drykk og settist á eftirlætisstaðinn sinn hjá glugganum. Hún starði á ljósamergð borgarinnar. Bob trúði ekki, að ég hefði hitt Alice Jaokson, hugsaði hún, og því síður, að ég hefði setið 4 klukkutíma í skemmtigarðin- um og vitað hvorki í þennan heim né annan... Þess vegna þorði ég heldur ekki að segja honum, að maðurinn í Bryant Park og húsvörðurinn ... Allt í einu datt henni í hug, að hún yrði að hringja til föður bróður síns, Alex Hartley, og láta hann vita, að hún kæmi ekki á morgun. Hún greip símtólið og valdi númer frænda síns í Stamford. Eftir tvær hringingar anzaði kjallarameistarinn, Charles. „Halló, Charles, þetta er Loren. Er frændi heima núna?“ „Nei, því miður, ungfrú Loren. Hann er ekki ennþá kominn." Loren leit á klukkuna. Hún var farin að gánga ellefu. Það var óhugsandi, að hann væri ennþá í klúbbnum. „Vitið þér hvar hann er?“ spurði hún og kveikti sér í síga- rettu. Charles ræskti sig, svo sagði hann: „Hann verður í lysti- snekkju hr. Cantrells í nótt. Hann og hr. Cantrell ætla í skemmtisiglingu um helgina. Þjónn hr. Cantrells hringdi til min út af þessu íyrir nokkrum tímum." Skrýtið, hugsaði Loren. Hún þekkti Norman Cantrell, frændi hennar hafði líka sagt henni margt um hann. Og hún mundi greinilega, að það var tvennt í heiminum, sem Cantrell þessi hafði ímugust á: kvenfólk — og þjónar... Hafði hann eitthvað breytzt í þessu tilliti? „Hr. Hartley og hr. Cantrell verða burtu alla helgina," sagði Charles. „Æ já, ungfrú Loren, Framh. á bls. 30. KOMIÐ TIL ÍSLANDS ty/lcnriteSl sííyrtivörurnar eru tvímælalaust þess virði að þér reynið þær næst er þér gerið innkaup á snyrtivörum. Vér viljum halda því fram, að þér hefðuð bókstaflega ekki efni á öðru, en að kynnast þessum sérstöku og viðurkenndu snyrtivörum. Fást í leiðandi snyrtivöruverzlunum um alít land. Heildsölubir gðir: SXVItTlVÖRUR II.F. Laugaveg 20 — símar 11020 og 11021. Okkur er sönn ánægja að gcta nú loksins boðið íslenzkum konum þessar viðurkenndu og heimsþekktu snyrtivörur. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.