Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 20

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 20
GRIM JON GISLASON: ORLOG AF OG HATRI 3. ÞÁTTUR SCHWARTZKOPFS- MÁLA 7. Annað sumar Apolloníu Schwartzkopfs á Bessastöðum varð henni öllu harðara til vist- ar, því að atlæti allt versnaði stórum eftir að Karen Hólm kom til landsins og settist þar að. Schwartzkopf varð það bráðiega ljóst, að ástir voru milli þeirra Karenar og amt- manns, og jafnframt gat hún ráðið, að þau höfðu átt ástar- far saman, meðan þau voru í Kaupmannahöfn. Jafnframt grunaði hana, að það væri af ástum amtmanns við Karenu Hólm, að hann rauf heit sitt við hana. Eftir að haustskip höfðu látið frá landi, hætti amtmaður að hafa Schwartz- kopf við matborð sitt. Eftir það varð hún langtum meir ein- mana en nokkurn tíma áður. í biturð einmanaleikans fylltist hún gremju og beizkju í garð Hólmsmæðgna, er brátt varð að bitru hatri. Samkomulagið við Katrínu Hólm stórversnaði sumarið 1723, og lenti þeim eitt sinn saman í iilindum, eins og eftir- farandi saga sýnir. Svo varð einhverju sinni að þeim lenti saman í orðasennu og skiptust á nokkrum örfáum orðum, er ekki er getið. En að lokum hrækti Katrín á eftir Schwartz- kopf og kallaði: „Svei þér, skepnan þín." En Schwartz- kopf svaraði fullum hálsi og hrækti á móti: „Svei þér, gamla mellumóðir." Ætlaði Katrín þá að ráðast á Schwartzkopf og berja hana með trélurk, en hún flýði í hýbýli sín og komst þannig undan. Schwartzkopf sagði frá þessari viðureign síðar eins og mörgu öðru, er hér verður greint. En þrátt fyrir allt átti. Schwartzkopf enn eina von eftir til þess að ná ætlun sinni og ná ráðahag við Fuhrmann amtmann. Að vísu var það furðu veikt hálmstrá. En til' hvers grípur fólk ekki, þegar allt virðist vera komið í óefni? Hún ritaði konungi með haust- skipunum og baðst liðsinnis hans til þess, að hæstaréttar- dómnum yrði fullnægt, og Fuhrmanni amtmanni yrði skipað að giftast sér. í raun réttri var þetta eðlileg ráðstöf- un af hennar hendi og í fullu samræmi við hugsunarhátt samtíðarinnar, því að fólk trúði á fulltingi hins einvalda kon- ungs, réttlæti hans og óskeikul- leik. 8. Árið 1717 var nýr maður skipaður í landfógetaembætti á íslandi. Var hann danskur og hét Cornelíus Wulf. Hann sigldi þegar út til íslands og settist að á Bessastöðum. Hann gegndi að nokkru amtmanns- störfum á alþingi sumarið 1718, því að Fuhrmann amtmaður náði ekki í tæka tíð til lands- ins. Wulf landfógeti sá um all- miklar framkvæmdir á Bessa- stöðum, meðan Schwartzkopf dvaldi þar. Honum var falið af dönsku f jármálastjórninni að endurbyggja Bessastaðakirkju og reisa allstórt hús þar fyrir þjónustufólk staðarins og til geymslu á smjöri og fleiri vör- um. Fékk hann danskan timb- urmann til yerksins, og hét hann Sveinn Larsen. Eftir að Fuhrmann amtmað- ur settist að í tvíbýli á Bessa- stöðum, varð þess brátt vart, að þeir landfógeti og amtmað- ur urðu engir vinir. Ég hef ekki fullkomlega getað ráðið af heimildum, hvað olli sundur- þykkju þeirra, en sennilegt er, að það hafi fyrst í stað orðið út af fyrrgreindum fram- kvæmdum, og jafnframt af af- skiptum Wulfs af Schwartzkopf og högum hennar, er enn verð- ur skýrt frá. Sama var að segja um Svein Larsen timburmann. Hann varð ekki vinur Fuhr- manhs. Larsen kærði amtmann fyrir f jármálastjórninni í Kaup- mannahöfn fyrir of litlar greiðslur sér til handa fyrir unnin störf í þágu amtmanns. Svo virðist sem Cornelius Wulf hafi ekki verið mikill atkvæða- maður eða skörungur, hvorki í embættisverkum eða öðru. En þrátt fyrir það reyndi hann ýmislegt nýtt, sérstaklega hvað áhrærði fjárreiður í næsta ná- grenni. Cornelíus Wulf kemur tals- vert við mál Schwartzkopfs og skal nú rakið, hvernig hann lýsir heimilishögum á Bessa- stöðum, hvað viðvíkur atlæti í hennar garð. í nóvember 1727 kom Schwartzkopf á fund Wulfs landfógeta og tjáði honum vandræði sín í sambúðinni við Hólmsmæðgur og Fuhrmanh amtmann. Hún bar þeim held- ur illa sögu. Skömmu áður hafði þjónustustúlkan, er ann- aðist hana, fært henni graut til matar. Þegar Schwartzkopf bragðaði á grautnum, fannst henni eins og hann lyktaði af ammoníaki. Sagðist hún þá hafa sagt við stúlkuna: „Hvað hefur verið látið í grautinn, kom þú og bragða á honum." En stúlkan neitaði að gera þáð og hvarf á braut. En í því kom Maren Jespersdóttir inn til hennar, og bað Schwartz- kopf hana að bragða á grautn- um, og gerði Maren það fús- lega. En er hún hafði gert það, kvað hún vera að honum ó- bragð. Schwartzkopf hafði þá orð á því, að hún myndi sýna amtmanni grautinn daginn eft- ir og setti hann upp á ofninn inni hjá sér. En morguninn eftir var hann horfinn, því Maren hafði komið árla inn til hennar og haft grautinn á braut með sér. Schwartzkopf hélt því fram við landfógeta, að í grautinn hefði verið blandað eitri, og réði það aðallega af því, að 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.