Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 28

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 28
& Jón Gíslason Framh. af bls. 26. þú getir fengið 50 dali, sem þér hafa verið lofaðir." Bað Sigurður guð að varðveita sig fyrir slíku og fór burt. En amt- maður ávítaði hana fyrir þetta og spurði hana, hvaða uppsteit hún væri að gera. Litlu síðar lét Fuhrmann kalla á allt heimafólk sitt, einn og einn í senn, og Larsen með inn í híbýli hennar og stóð Piper ritari hans fyrir dyrun- um, og þreif í hvern og einn um leið Jg hann fór inn og talaði eitthvað við hann áður en inn gengu, „og þar eð ég var meðal þeirra síðustu,“ seg- ir Larsen, „frétti ég síðar hjá hinum, að Piper ritari hefði sagt við þá: „Segið nei, eða það fer illa fyrir ykkur.“ Þegar Larsen skýrði frá því, er hann hafði heyrt Sigurð segja frá í eldhúsi landfógeta, nefnilega það, að madama Hólm hefði boðið honum 50 dali til þess að fyrirfara Schwartzkopf, og þegar hann var út genginn, sendi amtmaður þjón sinn eftir honum, að hann skyldi koma í íbúð hans, sem og varð, og ávítaði amtmaður Larsen fyr- ir að tala of mikið Schwartz- kopf í vil og gera sér of títt um hennar hagi, og bað hon- um það, svo framarlega að hann vildi heita heiðarlegur maður. En Larsen svaraði: „Ég hef ekki sagt meira en ég hef heyrt og séð, og við það stend ég.“ En amtmaður svaraði: „í guðsbænum hafið ekkert sam- an við hana að sælda.“ í byrjun maí kom Larsen til Schwartzkopfs í herbergi henn- ar, og sá hann þá, að hún hafði selt upp, því spýja var á gólfinu hjá henni. Ræddust þau þá talsvert við, og sagði hún honum svipað af högum sínum, og hún hafði sagt land- fógeta áður, að því viðbættu, að stúlka í þjónustu amtmanns hafði sagt sér og fleirum, að madama Hólm hefði spurt sig, hvernig væri um ungfrú Schwartzkopf, og er þjónustu- stúlkan svaraði, að hún hefði selt upp, þá hefði madama Hólm svarað: „Djöfullinn hlaupi í hana. Með þessu lagi getur hún lifað í 10 ár.“ Seinna heimsótti Larsen Schwartzkopf, og hélt hún áfram að herma honum raun- ir sínar. Hann sagðist einnig hafa orðið þess var, að mad- ama Hólm hefði gefið Marenu svitameðal eftir grautarátið, en þó hefði hún legið í þrjá daga. Hann hitti hana á alþingi um sumarið eftir, er hún var þar x þjónustu amtmanns, sat hún kvöld eitt á eldstæðinu og barmaði sér yfir vondri heilsu. Spurði Larsen hana þá, hvað að henni amaði, en hún svar- aði: „Þegar ég borðaði af grautnum með Schwartzkopf át ég ofan í mig djöfulinn.“ Einnig segir Larsen frá því, að smádregið hafi af stúlkunni, svo að hún um síðir hafi orð- ið að fara úr vistinni á Bessa- stöðum og til prestsekkju einn- ar, þótt hún hafi ákveðið ætl- að sér af landi burt eða jafn- vel drekkja sér, „og heyrði ég þá,“ bætir hann við „madömu Hólm segja við hana: Það varðar við lög, því þú hefur svarið. Sankti Pétur sór rang- an eið, og þó tók fjandinn hann ekki.“ Nefndi hann með nöfn- um 18 manns, er hlustuðu á þetta tal. Einnig segir hann söguna af hænunni og bætir því við, að amtmaður hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ná hænunni, en ekki fengið það. Páll Kinch, verzlunarþjónn á Eyrarbakka, kom til Bessa- staða nokkru eftir að Schwartz- kopf lagðist banaleguna, og heimsótti hana, enda var hann með boð frá venzlafólki henn- ar og vinum í Kaupmanna- höfn. Hún sagði honum eins frá högum sínum og landfógeta og Larsen snikkara. Við yfir- heyrzluna í Kaupmannahöfn bauð Kinch fram eið að stað- festa ummæli hennar, en getur þó ekki annað framborið frá eigin brjósti, en það sem hann sá af eigin raun, hve máttfar- in hún var, og nefndi þar til, að hún gat ekki kippt í klukku- strenginn nema með munnin- um, er hún kallaði eftir hjálp eða aðstoð. Eins og sjáanlegt er af þess- um framburðum, er þegar er getið, hefur brátt orðið mikið Framh. á bls. 50. 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.