Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 25
kyssir hana og ... kyssir hana og ...
SJÓSKÍÐAÍÞRÓTTIIM
eða vatnsskíðaíþróttin er skemmtilegt „sport“, en hún er líka nokk-
uð dýrt „sport“. En Margréti og Antony munar ekki svo mikið
um að kaupa sér eitt skíði eða svo, og bátinn geta þau fengið
lánaðan, hvenær sem þau langar til að bregða sér á sjóskíði. Það
var einmitt í fyrra sem hún Margrét brá sér á sjóskíði í fyrsta sinn,
og þá voru þessar myndir teknar af henni. En sjóferðin tókst ekki
betur til en svo, að Margrét féll og sökk í hafið, en náðist þó fljót-
lega upp aftur. Það var enginn annar en Antony sjálfur sem dró
hana upp, og sést sú athöfn á minni myndinni. Stóra myndin er
aftur á móti tekin rétt áður en óhappið vildi til.
kyssir hana og ...
IMÝSTÁRLEG RÓMANTÍK
í SÆIMSKRI KVIKIUYIMD
Staður: Utan við Málmey.
Hinn ljóshærði og herðabreiði Jarl
Kulle syndir til hinnar dökkhærðu
og fögru Christinu Schollin. Jarl
dregur að sér andann, grípur Christ-
inu járngreipum — og kyssir hana.
Christina sekkur og Jarl sekkur. Á
hafsbotni liggur kvikmyndatökumað-
urinn Rune Eriksson og kvikmynd-
ar sænskt ástarlíf frá nýju sjónar-
horni. Þessi neðansjávarrómantík er
þáttur í nýrri kvikmynd sem Svíar
eru að gera eftir sögu Olle Lansberg,
„Kæri Jón“. Það hefur frétzt frá
Svíþjóð, að aldrei hafi svo margir
skemmt sér svo vel við kvikmynda-
upptöku fyrr, enda má segja að allir
þátttakendur séu „sokknir í sjó nið-
ur.“ Ennfremur fréttist, að upptaka
sú, sem meðfylgjandi ljósmyndir
sýna, hafi tekizt í fyrstu tilraun, en
það er sjaldgæft um svo vandasöm
atriði. Kvikmyndatökumaðurinn var
yfir sig hrifinn af ,,mótívunum“ og
lét hrifningu sína óspart í ljós, um
leið og hann kom úr djúpinu. Og
nú er ekkert annað fyrir íslenzka
aðdáendur sænskra ástarlífsmynda
en bíða með öndina í hálsi... að
bíða með óþreyju . . . að bíða þolin-
móðir eftir fyrrnefndri kvikmynd.
FALKINN
15