Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 50

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 50
# StúEkan í gulu kápunni Framh. af bls. 47. Hægt og rólega tók hún káp- una af snaganum. Hugsandi virti hún blettinn fyrir sér. Ef til vill var þetta eitthvað af tómatsafanum, sem Alice Jackson hafði blandað vodkað Loren ákvað að fara fyrst af öllu snöggvast með kápuna í hreinsun. Rétt hjá var hrað- hreinsun, sem var einmitt opin á laugardagsmorgnum. Með kápuna á handleggnum lagði hún af stað. „Sjáið þér,“ sagði hún við hr. Frank, eiganda efnalaugarinnar, „ég hef fengið stærðar blett í kápuna mina.“ Hr. Frank hnyklaði auga- brýnnar og lét gleraugun renna niður eftir nefinu. Eftirtektar- samur virti hann blettinn fyrir „Vitið þér ekki, hvað þetta er, ungfrú Hartley ?“ Hann leit á Loren. „Það er nefnilega alltaf betra, ef maður veit það fyrir- fram. Og helzt þarf ég að láta skriflega athugasemd fylgja káp- unni.“ „Kannski tómatsafi," sagði Loren. „Hvenær get ég fengið kápuna aftur?“ Hr. Frank fleygði gulu sumar- kápunni á afgreiðsluborðið og fyllti út eyðublaðið. „1 dag, laugardag, er ekkert afgreitt. Á þriðjudaginn getið þér þá fengið hana aftur, ung- frú Hartley.“ „Ekki fyrr en á þriðjudag?" Hann rétti henni móttöku- kvittunina. „1 fyrsta lagi,“ sagði hann, „ef allt gengur vel.“ Þegar Loren yfirgaf búðina, stóð hr. Frank ennþá og beygði sig yfir kápuna. Tortrygginn athugaði hann dökkleita blettinn ... Loren Hartley náði í bílinn sinn úr skúrnum. Umferðin í norðurátt var ekki sérlega mikil að morgni dags. Þeir sem fóru úr bænum um helgar í júní, lögðu annað hvort af stað á föstudagskvöldi eða eldsnemma á laugardagsmorgni. Hún Valdi Merritt-Parkway- leiðina, sem var beinasta sam- gönguæðin til North Stamford. Klukkan var ekki orðin ellefu, þegar hún beygði inn í trjágöng- in, sem lágu upp að húsinu, þar sem hún hafði búið þar til fyrir hálfu öðru ári. Hún ók kringum grasflötina fyrir framan hús frænda síns. Hún staðnæmdist með rykk rétt fyrir aftan risastóra Sedan- bifreið með Washington-númeri: Bill Peters! Loren flautaði þrisv- ar, svo að undir tók. Nokkrum sekúndum síðar kom Peter út á svalirnar. „Halló, Loren!" hrópaði hann til hennar. Loren sat kyrr. Hún horfði í áttina til hans. Peter var sannarlega glæsileg- ur ásýndum ... Það glampaði á svart hárið i sólskininu. Andlitið var sólbrúnt. Hann var I ljósum sumarföt- um með rauðan silkitrefil við hvíta skyrtuna, sem var opin í hálsinn. „Sæll, Peter," sagði hún, þegar hann kom niður svalatröppurn- ar og stóð við hliðina á henni. „Þú litur Ijómandi vel út!“ Hann opnaði hurðina á biln- um hennar og dró hana út. „Mér líður líka Ijómandi vel,“ sagði hann og kyssti hana. „Og nú líður mér enn betur. Komdu yfir í minn!" Þau gengu að Sedan-bílnum og settust inn I hann. Peter setti vélina í gang. „Hefurðu unnið einhver stór- mál?“ spurði Loren og virti nýja bílinn fyrir sér. með? sér. HEILDSÖLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRD H.F. SÍMI 2 4120 „Þú ert ekki svo græn," sagði hann brosandi. Á leiðinni í Klúbbinn sagði Peter Sayers henni frá starfi sinu sem málfærslumaður í Washington. Svo þagnaði hann skyndilega og spurði: „Mótmæl- ir þú harðlega, ef ég verð um kyrrt í New York heila viku?" I stað þess að svara beygði Loren sig fram og kyssti hann á kinnina. „Mótmæli ekki tekin til greina," sagði Peter og brosti í kampinn. „Umbjóðandi kyssir málafærslumann fyrir allra aug- um!“ Þau lögðu bílnum á lóð Klúbbs- ins, léku siðan tennis um stund, en fóru svo í sund. Á eftir sátu þau við borð úti á svölum Klúbbsins. „Þetta er einmitt dagur fyrir gin og sódavatn," var uppá- stunga Peters. Hann kallaði á þjóninn. „Og segðu mér nú eitt- hvað um þig, Loren! Hvað er að frétta?" Áður en Loren gat svarað, skaut roskinn herramaður upp kollinum við hlið hennar. „Sæl, Loren," sagði hann, „hvernig hefur Alex frændi þinn það?“ Loren leit upp. Það var Norman Cantrell... „Hvað er að, Loren?" Cantrell brosti. Rauðar kinn- arnar sýndust enn bústnari við það, og augun urðu örsmá. „Þú starir á mig, eins og ég væri sjálfur jólasveinninn!" „Ég hélt, að þú og frændi vær- uð saman á siglingu þessa dag- ana?“ sagði hún hægt. Norman Cantrell horfði for- viða á hana. „Hvernig datt þér það í hug?“ FÁLKINN á hverjum mánudegi • Jón Gíslason Framh. af bls. 28. umtal út af veikindum Schwartzkopf og síðar hinum skyndilega dauða hennar. Mál- ið var kært í Kaupmannahöfn, og leiddi það til þess, að kon- ungur gaf út skipun 17. maí 1725 um upptök málsins og skipaði sérstaka dómsnefnd til að fjaila um málið hér á landi, og var skylt að skjóta dómi umboðsdómsins til hæstaréttar. Segir frá því í næsta þættí. (Niðurlag í næsta blaði). 50 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.