Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 41

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 41
EITT MYNZTUR TYÆR PEYSUR Bönd II Rönd I □ = Hvítt (svart) X = grænt (grænt) # = rautt (rautt) • = svart (hvítt) Ðömu (herra) Bæði á eiginkonuna og eiginmanninn Stærð: 42—50 Brjóstvídd: 100—110 cm. Sídd: 62—66 cm. Ermasídd: 48—54 cm. Efni: 300—400 g hvítt (svart), 250— 300 g grænt, 100 g rautt og 50 g svart (hvítt) ullargarn t. d. Dale Heiló. Hringprj. og sokkaprj. nr. 3 eða 3%. 24 1. á prj. nr. 3 eða 3Vz eru 10 cm á breiddina og 14 umf. eru 5 cm á lengd. Athugið að tölurnar í svigunum eiga við karlmannsstærðina. Bolurinn: Fitjið upp 230 (254) 1. og prjónið 2 cm brugðningu (1 sl., 1 br.). Þá er prjónað slétt og aukið út svo 238—(266) 1. séu á. Nú er mynstrið prjónað rönd I og II til skiptis. Prjón- að beint, þar til síddin er nál. 62—(66) cm. Axlalykkjurnar geymdar á bandi. Prjónið gataröð til að brjóta um á 54— (56) 1. fyrir miðju á framstykki og baki. Prjónið þannig: Bregðið bandi yfir prjóninn, prjónið 2 1. saman, bregð- ið bandi yfir prjóninn, prjónið 2 1. saman o. s. frv. Prjónið 3 cm slétt sem innafbrot. Fellt af. Prjónað eins á bakinu. Ermar: Fitjað upp 54—(58) 1. og prjónið 4 cm brugðningu. Þá er prjónað slétt, aukið út svo 62—(66) 1. séu á. Mynstrið prjónað eins og á bolnum, en aukið út á undirerminni um 2 1. með 2 cm millibili þar til 104—(112) 1. eru á. Þegar ermin er 48—(56) cm eru 4 umf. prjónaðar fram og til baka sem innafbrot. Fellt af. Frágangur: Allt pressað lauslega. Saumað kringum handvegina og klippt upp úr. Axlirnar lykkjaðar saman og innafbrotið saumað niður í hálsmálinu. Ermarnar saumaðar í frá réttu, innaf- brotið lagt yfir sauminn á röngunni. Húfa: Fitjið upp 126 1. með hvítu og prjónið 2 cm brugðning. Þá er prjónað slétt, rönd II og síðan rönd I prjónuð. Þegar húfan er hæfilega djúp eru lykkjurnar dregnar saman í koll- inn. Ef vill er einlitur dúskur búinn til og festur á kollinn. JAKKI MEÐ KRAGA □ = Hvítt X — Sinnepsgult • = Svart O = Gult Stærð: 42. Efni: 850 g hvítt, 50 g sinnepsgult, 50 g svart og 50 g gult meðalgróft ullargarn (t. d. Peer Gunt). Prjónar nr. 2J/z—3. — 25 1. = 10 cm. Bolurinn: Fitjað upp 230 1. með hvítu á prj. nr. 2V2 og prjónuð brugðning um 4 cm (1 sl., 1. br). Sett á prj nr. 3 og aukið út jafnt á prjóninn svo að 259 1. séu á -f- 3 1., sem eru fyrir miðju framstykkisins og eru alltaf prjónaðar hvítar. Prjónaðar 3 umf. hvítar, síðan mynstrið. Prjónað beint, þar til síddin er um 43 cm. Felldar af 12 1. hvorum megin fyrir handveg. Bolurinn lagður til hliðar. Ermar: Fitjað upp 56 1. með hvítu á prj. nr. 2y2 og prjónuð brugðning um 8 cm (1 sl., 1 br.). Sett á prj. nr. 3 og aukið í svo 66 1. séu á. Þá er prjón- að eins og á bolnum, en aukið út um 2 1. á undirerminni í 5. hverri umf. þar til 106 1. eru á. Þegar ermin er um 4i cm eru felldar af 12 1. fyrir miðju á undirermi. Ermin geymd, hin ermin prjónuð eins. AxlastykkiS: Nú er allt sett á einn prjón. Prjónið fyrst 2 umf. slétt og síðan er byrjað að taka úr (raglanúrtaka). Byrjað að taka úr við byrjun fram- stykkisins. Prjónið 2 1. slétt, síðan 2 I. saman slétt. Prjónað beint, þar til 4 1 eru eftir á framstykkinu, þá eru prjón- aðar 2 1. saman snúnar slétt, svo 2 1. Framh. á bls. 43. FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.