Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 16

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 16
FRAMHALDSSAGAN EFTIR FRANCES OG RICHARD LOCKRIDGE ÞAÐ SEM ADliR ER KOMID Loren Hartley þiggur heimboð Alicear Jackson, sem segist vera gömul skólasystir hennar. Heima hjá Alice fá þær sér drykk. Mörgum tímum seinna vaknar Loren á bekk í skemmtigarði einum. Henni er ómögulegt að muna eftir nokkru! Þegar hún opnar veskið finnur hún miða og á honum er símanúmer og stafirnir A. J.... Rétt fyrir kl. 7 um kvöidið var dyrabjöllunni hjá Loren hringt. Loren dauðbrá. Hún hafði sofnað aftur. Peter...? Með örfáum æfðum handtök- um lagaði Loren á sér hárið á leiðinni að hurðinni. Svo opnaði hún. Það var ekki Peter ... „Sæl, Loren!“ Robert Campbeil stóð frammi fyrir henni. Hann var hér um bil 1.90 á hæð, herðabreiður og sólbrúnn. Mest áberandi var þó stuttklippt, rauðgult hárið. „Ó," sagði Loren. „Þú ...?“ „Það væri synd að segja, að þú værir mjög fegin að sjá mig!“ sagði Robert Campbell og hló, „en aftur á móti ertu skelfing syfjuieg." Hann gekk inn og lokaði á eftir sér. „Segðu mér — varstu búin að gleyma, að ég hafði boðið þér út í kvöid?" Hann virti fyrir sér hálfopinn sloppinn og ilskóna og var sýni- lega skemmt. „Fyrirgefðu," svaraði Loren vandræðaleg. Hún hafði steingleymt stefnu- mótinu við Róbert, frænda sinn! Núna fyrst, þegar hann stóð fyrir framan hana og brösti vin- gjarnlega til hennar, minntist hún þess: Robert Campbell — geðfelldur, en sjaldséður ættingi, þremenningur eða fjórmenning- ur — föstudagskvöld kl. 7! „Fáðu þér sæti,“ sagði Loren, „ég skipti um föt í snatri. Og vertu ekki reiður við mig...“ Meðan hún hljóp fram í bað- herbergið, heyrði hún góðlegan hiátur hans. Loren fór í hvítan, ermalausan kjói, síðan lagaði hún sig til í mestu rólegheitum fyrir framan spegilinn. „Ég veit um lítinn, franskan matstað í 50. stræti," heyrði hún Robert segja hinum megin við hurðina. „Eigum við að fara þangað?" „Hvað veizt þú eiginlega um marga litla, franska matstaði?" spurði Loren. Hún heyrði ekki svar hans, aðeins sama eisku- lega hláturinn aftur. Robert Campbell... Hún hafði ekki kynnzt þess- um frænda sínum fyrr en ný- lega, fyrir fáeinum vikum. Þau höfðu hitzt tvisvar eða þrisvar. En Robert hafði ekki tekizt að fá hana til að gleyma Peter Sayers... Tuttugu mínútum seinna sátu þau á litla, franska matstaðn- um. 1 veitingasalnum voru ekki mörg borð, og þau voru öll upp- tekin, en við barinn voru nokk- ur sæti laus. „2 Martini, dry, með sítrónu- berki!" það var Robert, sem pantaði. „Ekki handa mér, Bob,“ sagði Loren, „má ég heldur fá kók?" Bob leit áhyggjufullur á hana. Barþjónninn virti hana fyrir sér hvumsa: „Sögðuð þér kók, fröken?" Loren játaði vandræðalega: „Mér líður ekki reglulega vel i dag...“ „Aumingja þú,“ sagði Bob, brosandi og bætti við með lágu andvarpi: „Og aumingja ég iíka...“ „Kannski lagast þetta rétt strax," sagði Loren. Hún lét sem hún heyrði ekki athugasemd hans. Það var engin ástæða til að örva Bob ... Á eftir sagði Bob frá nýju vinnunni sinni í New York. Hann hafði nú endanlega verið flutt- ur til New York til að taka við starfi í deild United Solvents þar. „En gaman fyrir þig,“ sagði Loren áhugaiaus. Hún var aftur farin að hugsa um viðburði dagsins, um þess- ar klukkustundir, sem liðu, milli þess sem hún fékk drykkinn hjá Alice Jackson og þar til að hún vaknaði í Bryant Park. „Hvað sem öðru líður, verð ég fljótlega að fara að svipast um eftir íbúð,“ sagði Bob. „Hótel- ið, þar sem ég bý, er ósköp in- dælt, en ...“ Það var smágistihús milli 40. strætis og 8. götu. Loren kann- aðist við það. „En hvað?" „Ég er alltaf svo hræðilega einmana í hótelum," sagði Bob og leit á hana yfir barminn á glasinu sínu. Þetta hafði engin áhrif á Lor- en. Hún horfði fram fyrir sig og beit í neðri vörina. „Er eitthvað að?“ spurði Bob að lokum. Loren lagði hendina á hand- legginn á honum. „Æ, fyrir- gefðu, hvað ég er leiðinleg i dag... En...“ „En hvað?" Hún hikaði aðeins, svo sagði hún: „Það kom dálítið einkenni- legt fyrir mig i dag... Ég kann varla við að segja frá því...“ Bob pantaði sér annan Martini. „Og því viltu ekki segja mér það?" Eftir nokkra umhugsun ákvað Loren að segja honum upp alla 16 söguna: Hann var frændi henn- ar, og hann var áreiðanlegur, ungur maður. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af, er, að ég man bara alls ekki, hvað gerðist í dag!“ Bob leit undrandi á hana. „Þegar ég var á leiðinni í há- degismat...“ byrjaði Loren hik- andi. Hún sagði honum frá öllu, sem hún mundi eftir. Og hún sagði honum líka um tímabilið, meira en 4 klukkustundir, sem hún hafði gleymt. Meðan á frásögninni stóð, fannst henni hún öll æ óraun- verulegri. Þetta hljómaði eins og lélegur reyfari! „En þetta var svona í raun og veru!“ endurtók Loren og sneri kókglasinu miili handa sér. Bob Campbell hafði hlustað á hana þegjandi. Hann hafði oftar en einu sinni kinkað kolli til að sýna, að hann tæki eftir. Þegar hún hafði skýrt frá öllu, horfði hann hugsandi fram fyrir sig. „Þú mundir sem sagt alls ekk- ert eftir þessari Alice Jackson?" spurði hann. „Nei'" „Þú manst yfirleitt ekki eftir neinu? Heldur ekki eftir hinni stúlkunni, þessari...“ „Berthu Mason. Heldur ekki. Eina, sem ég man, er, að ég vaknaði á bekknum í skemmti- garðinum, að mér leið illa og ég skammaðist mín hræðilega." Bob Campbell horfði ofan f glasið sitt. „Þetta er allt saman afar undarlegt, Loren..." „Já, Bob.“ Þau þögðu. Barþjónninn stóð SÖGU- HETJURISIAR LOREN HARTLEY er ung og geðfelld. amerísk stúlka. Hún vill síSur vera öðrum hdð. Og hún hefur afar slœmt minni . . ALEX HARTLEY er föður- bróðir Lorenar; auk þess er hann vellauðugur kaupsýslu- maður og hefur skrifstofu í hjarta New York-borgar . . . ROBERT CAMPBELL, kallað- ur Bob, er fjarskyldur œttingi Hartleyfólksins. Hjálpsemi hans er takmarkalaus . . . PETER SAYERS er ungur, fœr málafœrslumaður í Was- hington. Hann er klár í kollin- um, en samt er ekki laust við, að Loren geti komið honum úr jafnvœgi . . . FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.