Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 45

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 45
ið neitt sem mér þótti hæfa viðfangsefninu betur.“ „Sem sagt framsöguerindi og síðan frjálsar umræður um efn- ið sem valið er?“ „Já, einmitt, og ég myndi segja, að þessi 3—4 erindi út af fyrir sig gætu réttlætt einn- ar klukkustundar þátt, jafnvel þó að umræðurnar á eftir kynnu að renna út í sandinn. Hver þátttakandi fær fjórar mínútur til umráða, og eins og allir vita, er mikill vandi að skrifa fjögurra mínútna ræðu um efni sem maður hefur þekk- ingu á og eitthvað um að segja. Það leiðir af sjálfu sér, að mað- ur sem hefur orðið að tak- marka sig við svo stuttan tíma, hefur margt á takteinum í um- ræðunum á eftir.“ ÞAÐ hlýtur að kosta þig mikla vinnu að kynna þér öll þessi margvíslegu efni til að geta leitt umræðurnar og spurt viðeigandi spurninga hverju sinni?“ „Ég skal játa, að það tekur oft talsverðan tíma, einkum þegar ég er fáfróður um efnið, en það er líka andleg leikfimi, og ég tel fyrirhöfnina ekki eftir mér. Stundum ganga um- ræðurnar svo greiðlega, að ég þarf ekki að nota spurningarn- ar sem ég hef skrifað hjá mér til vonar og vara, og það er alltaf ánægjulegt.“ „Ertu ekki svolítið tauga- óstyrkur fyrir hvern þátt?“ „Ojú, aldrei er maður nú alveg laus við geig á undan, það er óttinn um, að ekki fari eins vel og skyldi, en ég reyni að velja umræðuefni sem ég tel gott, og fólk sem ég álít, að tali um það af þekkingu og skynsemi, og venjulega fer allt á bezta veg.“ FÆRÐU oft tillögur um efni úr ýmsum áttum?“ „Nei, því miður mjög sjaldan, en ég tek þeim afar þakksam- lega og er alltáf feginn þegar fólk gefur mér hugmyndir. Ég fæ reyndar oft fráleitar ábend- ingar, en þær koma ekki að neinu gagni.“ „Þarf það helzt að vera eitt- hvert hitamál?“ „Nei, nei, en þó þannig að hægt sé að vera pro og contra. Að visu vill svo vel til, að það er sárafátt í okk- ar heimi sem ekki orkar tví- mælis og tilveran er svo margslungin, að ekkert er alveg örugglega rétt og kann- ski ekkert heldur örugglega rangt, og því er lengi hægt að deila, þótt lífsgátan verði ekki leyst á einum klukkutíma. Ég lít svo á þáttinn minn, að hann sé ,ej blot til lyst', og hafi hann að einhverju leyti stuðlað að því að menn rökræði málefnin fremur en rífist um þau, er ég meira en ánægður.“ HVERNIG gengur þér að fá fólk í þáttinn?“ „Það kostar oft mikinn elt- ingarleik að ná því saman, og sérstaklega hefur mér reynzt örðugt að lokka blessað kven- fólkið — það getur verið nógu erfitt að fá karlmenn í þáttinn, en hálfu erfiðari eru þó kon- urnar. Ég vildi gjarnan geta tekið upp þætti úti á landi, en það kostar tíma sem ég hef alltaf af skornum skammti, og fé sem útvarpið er kannski ekki tilbúið að láta af hendi rakna.'1 ERTU nokkuð orðinn leiður á þessu og farinn að hugsa til að hætta?“ „Ja, venjulega verða svona þættir ekki langlífir — ljúfur verður leiður ef lengi situr, eins og sagt er — ég hef engar sér- stakar ráðagerðir á prjónunum um að hætta eða halda áfram, sé bara til. Svo mikið er þó víst, að heldur vil ég hætta ótilkvaddur en bíða þess, að hlustendurnir verði svo leiðir á mér, að þeir loki fyrir tækin sín um leið og þeir heyra nafn mitt nefnt.“ ★ ★ sportbíl, leigðum eða lánuðum. Motto hans er: ég sé henni fyrir ógleymanlegum ævintýr- um — hún er á skemmtiferða- lagi og getur borgað fyrir okk- ur bæði. En þrátt fyrir alla sína ástúð fær vesalings papagallo’inn ekki frið við störf sín. í fyrra gerði ítölsk sjónvarpsstöð dag- skrá um papagalli og vinnu- brögð þeirra. Myndirnar voru teknar með aðdráttarlinsum og talið með aðdráttarhljóðnem- um og tókst þannig að ná flest- um af hinum raunverulegu papagalli. Meðal annars kom i ljós að papagalli’arnir í Róm starfa næsta kerfisbundið. Og Romolo gat útskýrt það: „Jú, það er greinilegt, að við getum ekki verið óundirbúnir, þegar ferðakonurnar koma; við verðum að koma okkur upp vissum stíl. Erfiðasta vanda- málið er auðvitað tungumála- múrinn. Flestir okkar tala að- eins ítölsku fyrst í stað. Við verðum því að afla okkur grundvallarkunnáttu í ensku, þýzku, frönsku og einhverju norðurlandamálanna — helzt sænsku. Og innan hópsins höf- um við verkaskiptingu með okkur. Nokkrir vilja kannski ekki neitt nema sænskar stúlk- ur, aðrir enskar eða amerískar, svo við skiptum því á milli okkar. Síðan aflar hver sér þekkingar á „sinni“ tungu og þjóð. Þeir, sem hafa verið er- lendis og kynnzt einhverri þjóð, eru þeir heppnustu og standa í sérflokki.“ Hver hópur af papagalli sér- hæfir sig fyrir vertíðina, svo þeir standi sem bezt að vigi. Og verkaskiptingin nær ekki aðeins til tungumálanna, — nokkrir sérhæfa sig í að vera á hótelum og fást við þær eldri og gjafmildari. Þeir fylgja þeim á næturklúbbana og koma fram sem herrar þeirra, fara á dýra veitingastaði, — og eftir smáferð á einhvern rómantísk- an stað, eins og Capri og Posi- tano. Aðrir papagalli eru á hinum almennu túristastöðum, svo sem Colosseum, Forum Romanum eða Piazza di Spagna. Sportmennin eru svo á baðströndum og opinberum tjaldstæðum. Sagan um sænsku ► FRÁ • Suðrænar ástir Framh. af bls. 39. þeirra lætur sér nægja að slá konunum gullhamra á þann hátt að blikka þær eða koma einstaklega elskulega fram við þær. Hinn hlutinn, — minni hlutinn — er í öllum borgum, á öllum baðströndum og víðar, og er mun kræfari. Þessi hópur er ekki nándar nærri svo fjöl- mennur sem virðist, en þeim mun áhugasamari, en það eru þessir papagalli, sem lögreglan vill ómögulega sjá í friði. En eins og sagt var, eru papagalli á öllum aldri og úr ýmsum stéttum. Dæmigerður papagallo er eins og Romolo, 19—23 ára gamall, yfirleitt í menntaskóla eða háskóla, eða hreint og beint atvinnuleysingi. Hann þarf að hafa góðan tíma, svo hann geti „séð fyrir“ gest- komandi kvenfólki hvenær sem er. Og eitt enn sem einkennir hinn dæmigerða papagallo er ólæknandi auraleysi — jafnvel þótt hann sé í Alfa Romeo FALKINN 45

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.