Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 47

Fálkinn - 26.04.1965, Blaðsíða 47
II > O T i\ IV JkUGLÝsm VANÐAÐIU SVEFNSOFAR VEttÐ AÐEIJVS Ktt. 9100.- GÓOItt GttEIÐSLUSKIEMÁLAtt - PÓSTSEAOUM - IINOTAN HCSGAGNAVERZLUBí ÞÓRSGÖTIJ 1 SÍMI 20820 stúlkurnar tvær á Forum Eomanum er gott dæmi um skipulagða samvinnu þessara manna. En hún er einnig dæmi um það, hve erlendar stúlkur láta leiðast af fyrstu vingjarn- legu karlmönnunum, er á vegi þeirra verða. Og þeir þurfa ekki endilega að vera riddara- legir og glæsilegir — aðeins ef þeir eru karlmenn. Það er langt í frá, að allir papagalli séu jafn miklir „kavalerar“ og piltarnir á Forum Romanum, heldur er það títt að þeir beri sig beint að efninu, án nokkurs formála, — gangi rakleitt til stúlknanna og leiti ásta þeirra. Og það sem furðulegra er, — þær virðast ekkert mótfallnar því að kaupa ástir þeirra, óséðar. ítölsku sjónvarpsstöðinni tókst að ná ágætri mynd af amerískri stúlku, ca. 18 ára gamalli og einum papagallo. Papagallo’inn gekk rakleiðis til stúlkunnar: — Þú vera amerísk? Stúlkan, ívið niðurleit: — Yes. — Ég vera Rómarbúi, ekta Rómarbúi... — Really ... — Ég finnst þú falleg stúlka... ég elska þig... þú elska mig? — Well, I don’t know you yet... — Það ekki gera til... ástin ekki þekkja takmörk... al- þjóðleg ... ekki nauðsynlegt þekkja hvert annað ef ástin vera sterk... þú dásamleg stúlka ég alltaf dreymi um ... ég elska þig mikið ... þú elska mig? — Look darling, we cannot talk here... why don’t we take a little walk together .. . what’s your name ...? Síðan ganga þau burt, hönd í hönd. Þetta er kallað „beina kerfið“ og heppnast í ófáum tilfellum. Auðvitað krefst það æfingar og nokkurrar kunn- áttu. Sá papagallo, er beitir þvi, verður að þekkja vel allar manngerðir og kunna að með- höndla hin margvíslegustu við- brögð stúlknanna. í rauninni er það heil vísindagrein út af fyrir sig! Lögreglan og fleiri vilja út- rýma papagalli fi'á götunum, almennum samkomustöðum og baðströndum. Þeir eru stimpl- aðir sem óaldarmenn og skað- legir fyrir ferðamannalandið Ítalíu. En ef taka skal hlutina af ýtrasta hlutleysi, þá getum við ekki verið fullkomlega sam- mála ítölsku lögreglunni. Ný- lega fengu þeir óvæntan styrk hjá hinum geysi viðtæku og áhrifamiklu samtökum „Sam- tök amerískra kvenna í Róm“, sem telur mörg þúsund með- limi. Þegar lögregluherferðin á hendur papagalli var tilkynnt opinberlega, svöruðu margar þessara kvenna spurningum dagblaða um málið. Svör 8 af hverjum 10 voru í líkingu við þetta svar: — Nei, í guðanna bænum, hreyfið ekki papagali’ana okk- ar! Þeir umgangast okkur sem aðlaðandi konur og byggja upp sjálfstraust okkar ... umgang- ast okkur eins og konur! Það er sárasjaldan að framkoma þeirra er ruddaleg eða klúr. Og ef við erum ákveðnar, svör- um þeim ekki né veitum þeim neina eftirtekt, þá gera þeir ekkert meira. — Úr svörum kvennanna mátti lesa, að flest- ar þeirra höfðu a. m. k. einu sinni átt ævintýri með papa- gallo, þann tíma, er þær höfðu búið í Róm, — og kunnu að meta þá. Þegar konur búsettar erlendis — og þar að auki bandarískar „félagskonur" taka upp hanzkann fyrir hina ítölsku papagalli, þá er okkur óhætt að reikna með því að þessir Don Juanar nútímans séu ekki aðeins til skaða fyrir ferðamannamál ítalíu. Og hver sem ástæðan kann að vera, þá halda konur heims- ins enn áfram að venja kom- ur sínar til Rómar, og það er að öllum líkindum óhætt að fullyrða, að hin ófrávíkjanlegu samskipti þeirra við hina ítölsku papagalli eru ekki leið- inlegustu minningarnar úr ferð- inni. Við höfum því fulla sam- úð með vini vorum, Romolo papagallo, er hann heldur áfram örvæntingarfullri röddu: — Þetta er þokkaleg aðferð við að hjálpa ítölskum ferða- skrifstofum . . . að ofsækja okk- ur ... við sem án nokkurrar opinberrar aðstoðar eða dýrra auglýsinga sjáum fyrir því, að erlendar konur kunni vel við sig — og það gera þær — þegar þær heimsækja fallega landið okkar! B. S. • Stúíkan í yulu kápunni Framh. af bls. 30. Meðan hún var að þurrka sér, hringdi síminn. Það mynduðust litiir pollar á gólfinu eftir fætur hennar, þeg- ar hún hljóp og anzaði. „Ég vona, að ég hafi ekki ver- ið að vekja þig,“ það var rödd Bobs Campbell. „Mig langaði rétt að vita, hvernig þér liði.“ „Þakka þér fyrir, ég var að koma á fætur. Þú afsakar, hvað ég var leiðinleg í gærkvöldi." „Það gerir ekkert til,“ sagði Bob og hló. „Þetta getur alltaf komið fyrir. Manstu annars nokkuð frekar frá í gær?“ „Nei.“ Hún hugleiddi hvort hún ætti að segja frænda sín- um frá samtalinu við Berthu Mason, en lét það eiga sig. Smám saman var henni sjálfri farið að finnast allt, sem gerzt hafði, heldur óraunverulegt. „Nú, aðalatriðið er, að þú ert búin að ná þér, Loren. Ég hringi einhvern tíma seinna til þín.“ Eftir að hafa talað við Bob, klæddi hún sig. Hún málaði sig með mikilli umhyggju. Þegar hún leit í spegilinn, hugsaði hún: 1 dag er ég svo sannarlega svipuð Doris Day — en einungis í mjög lélegri kvik- mynd. Hún gekk út í stofuna, strauk hendinni eftir krumpaðri erm- inni á gulu kápunni sinni, sem hékk í fatahenginu, gekk áfram — og nam svo skyndilega stað- ar... Eitthvað var öðru vísi en það átti að vera. Hún sneri við, gekk til baka, staðnæmdist fyrir framan káp- una sina og skoðaði hana betur. Og þá sá hún það: Á hægri kápuerminni var blettur. Það sýndist vera einhvers kon- ar dökkleitur vökvi... —v— Meðan Loren var enn að velta því fyrir sér, hvernig hún hefði fengið þennan blett í kápuna, hringdi síminn á nýjan leik. Hún svaraði. Hún kom undir eins til sjálfrar sín, þegar hún heyrði röddina. „Ja, það var mikið, Loren. Ég var farinn að halda, að þú værir týnd og tröllunum gefin!" „Peter!" Hún varpaði öndinni léttar. Nú var öllu borgið. Þegar Peter var einhvers staðar nálæg- ur, var allt í himnalagi. „Hvaðan hringirðu?" spurði hún. „Ég er hérna í Stamford. heima hjá írænda þínum. Ég hélt, að þú kæmir hingað, en Charles fullvissaði mig stöðugt um hið gagnstæða!" Loren gat ekki að sér gert að brosa. „Þá skaltu fullvissa Charl- es um, að ég komi eins og skot? Er Alex frændi kominn aftur?“ „Nei. Vertu nú ekki með þess- ar spurningar, komdu bara hing- að!“ Hann lagði á. Peter... Loren hljóp að fatahenginu og greip kápuna — og þá fyrst datt henni bletturinn aftur í hug ... Framh. á bls. 50. FÁLKINN 47

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.