Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Page 7

Fálkinn - 27.09.1965, Page 7
eru og hvaS kostar að taka lán. Ég hugsaði ekki um annað en garðinn minn sumarið það. Ég reytti arfa, vökvaði hann og varði í hvívetna. Um haustið kom uppsker- an í ljós. Mjallhvítar næpur, stór og þétt hvítkálshöfuð, rauð- gullnar gulrætur og ótrénað- ar rófur. Ég notaði garðslönguna hans föður míns til að þvo ávexti . jarðarinnar og ég þerraði hvert stykki með handklæðunum hennar móð- ur minnar. Þá gat salan hafizt. Kn hvaða sönn kona sel- ur börnin sín? Ekki hún ég. Ég hafði sett rófurnar nið- ur, ég hafði fylgzt vakin sem sofin með vexti þeirra, ég hafði þvegið þær og þerr- að. Átti einhver gráðugur Þróttari að fá að éta mínar rófur? Ekki aldeilis. Ég var hætt við að selja. Ég raðaði rófunum í skrif- borðsskúffurnar mínar, gul- ræturnar skreyttu snyrti- borðið jafnt að utan sem að innan, kálhöfuðin komu í stað ryksins undir rúminu mínu og næpurnar mynduðu lystilegt mynstur á gólfinu. Það leið ekki á löngu unz grunsemdir móður minnar vöknuðu. Ég sagðist nefnilega geta þrifið 'herbergið mitt sjálf. Meðan ég var í skólanum laumaðist hún inn til mín. Hún notaði þjófalykilinn hans föður míns til að opna dyrnar. Rófurnar, næpurnar, gul- ræturnar og hvítkálshöfuðin voru tekin með brögðum úr herbergi mínu og soðin og etin. Þó það væri léttir fyrir mig að vita að ávextirnir lentu í maganum á KR-ING- UM, en ekki óæðri verum, varð ég að hefna mín. Ég neitaði að greiða skuld mína við föður minn, og það ég veit bezt ávaxtast hún enn með 2 V2 % vöxtum, hafi hún ekki verið afskrif- uð fyrir löngu. Það var svo sem ýmislegt sem var betra í Vesturbæn- um meðan ég var ung en það, sem ég hef talið upp hér að framan. Uppeldisaðferðirnar voru til dæmis gjörólíkar því, sem þær eru í dag. Ég var sex ára gömul þegar móðir mín klæddi mig í rauða peysu og blátt, fellt pils og hengdi skólatösku á bakið á mér. Mér var bent í áttina að skólanum, sagt að hypja mig og koma ekki aftur næstu sjö árin. Kennararnir voru ekki alltaf að bjóða foreldrum mínum í heimsókn til sín í þeirri von að þau hefðu ánægju af að tala um mig. Foreldrum mínum kom ekki heldur til hugar að tala að fyrra bragði við kennar- ana. í gamla daga sá skólinn um sitt og foreldrarnir um sitt. Það var hlutverk föður míns að vinna fyrir matn- um, hlutverk móður minnar að elda hann. Það var hlutverk kennar- anna að kenna mér lestur, skrift og reikning. Kennararnir tilkynntu ekki móður minni að í dag skyldi ég fá súpu og graut á morgun og móðir mín sagði kennurunum ekki að réttara væri að kenna mér að þekkja b á undan a. í einkunnabókinni minni var skráð frammistaða mín í íslandssögu, náttúrufræði og biblíusögum, en hvergi var minnst á hegðun og að- lögunarhæfileika. Foreldrar mínir vissu ekk- ert um taugaveiklun, upp- eldisaðferðir sálfræðinga og aðlögunarhæfileika. Þeir voru eins og allir aðrir foreldrar í þá daga. Enginn hafði áhuga á aðlög- unarhæfileikum barnanní sinna. Börnin áttu að laga sig eftir foreldrunum sínum og basta. Vitanlega vorum við upp- þrungin af hatri og eyðilegg- ingarhvöt. Er nokkuð eðli- legra þegar maður er bæði EC» HU6>SA*>I EN 6>ARÍ>IMM MlNN SUMARiO FALKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.