Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 8
helmingi minni en allir sem
eitthvað mega sín?
Auðvitað vorum við höíð
útundan. Við komumst ekki
upp með að sitja í stássstof-
unni innan um gestina og
láta ljós okkar skina öll
kvöld.
Það var ekki til neins
fyrir okkur að öskra á sjón-
varpið þegar pabbi vildi hafa
frið og ró.
Okkur leyfðist ekki einu
sinni að svara fyrir okkur,
því að þá vorum við hortug.
Ég man eftir kerlingunni,
sem kallaði mig litlu, hvítu
músina. Ég þakkaði henni
fyrir og sagði, að það gleddi
mig að vera ekki stór, grá
rotta eins og hún.
Móðir mín flengdi mig
fyrir hortugheitin.
Okkur kom ekki heldur
til hugar að ganga í búðir
og stela.
Við tókum ekki búrhníf-
inn hennar móður okkar og
myrtum hálfa fjölskylduna.
Foreldrar okkar vissu
nefnilega ekkert annað um
uppeldisaðferðir en það sem
heilbrigð skynsemi sagði
þeim.
Þau vissu að vandamál
átta ára drengs leysast með
því einu að hann verði níu
ára.
Ástarsorgir fimmtán ára
tánings eru venjulega fyrir
bí á sextánda árinu og svo
framvegis.
Vitanlega eru táningarnir
í dag óhamingjusamir. Þeir
mega líka vera það fyrir
mér.
Mér finnst alltof mikil
áherzla hafa verið lögð á
rétt barnanna.
Til hvers ættu börn að
hafa einhvern rétt?
Þegar ég var að alast upp
reyndu börnin að geðjast
foreldrum sinum. í dag eru
það foreldrarnir sem gera
sitt bezta til að falla börn-
unum í geð.
Það er sífellt að færast í
vöxt að foreldrar vilji vera
vinir barnanna sinna.
Til hvers?
Það er hlutverk foreldr-
anna að vera foreldrar og
það ætti að vera þeim nóg.
Hvaða telpa þarf að eiga
fertuga konu að vin?
Ég skal að minnsta kosti
ailtaf minnast þess að ég
skulda sonum mínum ellefu
ekki neitt. •
Ég hef gefið þeim fæðu
og klæði, húsaskjól og skóla-
menntun. Ég hef komið þeim
í KR. Hvað vilja þeir meira?
Það er ekki eins og ég
ætlist til endurgjalds frá
þeim. Það eina sem ég
heimta er að þeir sigri fyr-
ir KR í hvert skipti sem
þeir keppa.
2. KAFLI.
VINNUKONUR.
í dag hafa húsmæður
þvottavélar, strauvélar, ryk-
sugur, uppþvottavélar og
hrærivélar.
Vinnukona kom í stað
heimilistækjanna í gamla
daga.
Sumar konur njóta þess
að hafa vinnukonur til að
losna við öll leiðinlegu verk-
in og sitja sjálfar í stofunni
og bródéra.
Móðir mín var ekki af
því taginu.
Af öilu leiðinlegu fannst
henni leiðinlegast að fara á
fætur fyrir allar aldir á
morgnana og kveikja upp í
miðstöðinni, svo að allir hin-
ir gætu vaknað í hlýju og
notalegheitum.
Þegar hún hafði vinnu-
konur, skrönglaðist hún á
fætur rétt fyrir sjö.
Hún ætlaði ekki að vekja
vinnukonuna, heldur setja
yfir vatn í kaffi handa henni
og kveikja upp 1 miðstöð-
inni, svo að allt yrði elsku-
legt þegar stúlkan stigi út
úr rúminu.
Það var ekki vegna þess.
að skortur væri á vinnuafli,
heldur var ástæðan sú, að
hún móðir mín er bara
svona.
Hún lætur aldrei aðra
gera það, sem henni þykir
leiðinlegt að gera sjálfri.
„Ég skal,“ segir hún. „Ég
er vön þessu. Ég er fljótari
að gera þetta en þú. Ég vil
ekki að þú eyðileggir á þér
hendurnar við þetta.“
KR-INGARNIR, bræður
mínir, voru ekki einu sinni
látnir moka tröppurnar.
Hver vissi nema þeir rynnu
til í hálkunni og brytu sína
dýrmætu leggi?
Við höfðum feitar vinnu-
konur og . grindhpraðar
vinnukonur, sterkar vinnu-
konur og liðónýtar vinu-
konur. Leiðinlegar vinnukon-
ur.
Af öllum þessum vinnu-
konum er mér samt Stína
minnisstæðust.
Það var hún, sem kenndi
mér að múta.
Stína átti kærasta. Það
var kvæntur maður, sem ók
strætisvagninum, sem Stína
tók í bæinn.
Ég kallaði hann Njálsgötu
— Gunnarsbraut Sólvalla-
götuson eftir vagninum, sem
hann ók.
8
FALKINN