Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 19

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 19
Eitt símtal dugði ekki, — en ég sat fast við minn keip, og loks hafði ég í höndunum farmiða fyrir mig og konu mína til Reykjavíkur með skipi frá Kaupmannahöfn. Hugsaðu þér, — sagði ég við konuna mína, — nú getum við sagt skilið við allt þetta fólk, sem talar um Kanaríeyjar upp á hvern dag og snúið okkur að fólki, sem er stórskáld upp til hópa og þjóðvísnasöngvarar og ekki ögn spillt af efnishyggjunni £ heiminum. „LENGI LIFI NORÐURLÖND, SEM ERU TENGD HVORT ÖÐRU EINS OG MEÐLIMIR EINNAR FJÖL- SKYLDU." * TIL ÆVINTÝRAEYJUNNAR. Því nær sem Krónprins Ólav kom Reykjavík þeim mun hærri varð söngur íslendinganna í reyksalnum. Við skildum ekki orðin, — en komumst samt að þeirri stórkostlegu niður- stöðu, að öll þessi alkunnu lög, — eins og þetta, sem sungið 'er við textann: „Trink, trink briiderlein trink“ virðast öll hafa sameiginlegar rætur í fornum íslenzkum skáldskap. Við komum árla sunnudagsmorguns til Reykjavíkur, og þar sem við vorum dauðþreytt eftir langa ferð, héldum við þegar í stað til þess herbergis, sem við höfðum fengið leigt í gegnum auglýsingu frá Finnlandi. Ég tók eftir því, áður en ég sofnaði, að ég hvíldi með höfuðið á silkikodda, sem skreytt- ur var teikningu af pálmaviðartré og „Kveðjur frá Kanarí- eyjum“ með silfruðu letri. Leigumóðir okkar, sem var töfrandi í alla staði og tók á móti okkur eins og börnum sínum, — klappaði saman lóf- unum og sagði: „En hvað það er leiðinlegt, að þið skuluð einmitt lenda í rigningu.“ Við vorum hin hressustu og sögðumst hafa lesið fjöldann allan af ferðapésum, þar sem fjölyrt væri um sólskinið, „sem gyllti tinda fjallanna umhverfis Reykjavík — heimsborg í hnotskurn“, — og við værum viss um, að þetta væri hrein- asta undantekning með veðrið. Svo fórum við út í stóru regnkápunum okkar. -t-í En þegar við vorum komin út á götuna, urðum við að snúa við og sækja sólgleraugun okkar, — og svo þegar við kom- um út aftur sáum við, að ekki var vanþörf á regnkápunum. Að endingu fórum við út á strætisvagnastöð með regnkáp- urnar á öxlunum og sólgleraugun á nefinu. ★ Á ÍSLANDI. Þegar strætisvagninn kom, vissum við strax inn um hvaða dyr við áttum að ganga, þótt við hefðum aldrei ferðast með íslenzkum strætisvagni. Við fyigdum þessari reglu: Mundu hvernig gert er í Danmörku og gerðu þveröfugt við það. Ef það er hægrihandarakstur í Danmörku, hljóta íslendingar að aka vinstra megin á veginum. Þegar Danir skrifa ikke, — skrifa íslendingar ekki o. s. frv. o. s. frv. Þegar við komum í bæinn, fórum við að líta í kringum okkur og grafast fyrir um það, hvernig fólk færi að því að vera svona glerfínt í þessu óstöðuga veðri. Svarið var auð- velt að finna: Fólkið ákvað að gleyma bæði veðri og árstíma. Á 20 metra vegalengd sáum við eina konu í pels, tvo menn með sólgleraugu, þrjár konur með regnhlífar, eina með sól- hlíf, tvær konur og tvo karlmenn í ullarfrökkum og jafn marga í popplínkápum, berfættan strákhnokka og stúlku í skinnstígvélum. En þótt íslenzkar konur láti veðrið ekki komast upp með að skipta sér af klæðnaði þeirra, — hafa þær komizt að því, hvernig þær geta hagnýtt sér veður og vinda. Hin finnska kynsystir hinnar íslenzku konu fer á kvöldin inn í baðher- bergi, þvær sér um hárið, setur í sig rúllur og rembist við að þurrka hárið með rafmagnsþurrku, en íslenzka konan virð- ist bara ,,láta í sig“ að morgni dags, svo fer hún út að verzla. Regnið þvær hárið, — vindur og sól þurx-ka það. Tvær flugur í einu höggi, — svo að segja. Félagsmálalöggjöfin er fullkomin á íslandi. Einkum og sér í lagi, hvað viðkemur því að nota börn til vinnu. — Það má lesa um sífellda þróun þessa í dagblöðum eins og Vísi. Okkur var sagt á leiðinni til íslands, að fólk hér talaði hvorki urn peninga né verðlag. Og konan mín sagði: — Þjóð Framh. á bls 41. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.