Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Side 32

Fálkinn - 27.09.1965, Side 32
Þessi ungi herramaður býr alveg hinum megin á hnettinum, eða i Ástralíu. Pétur heitir hann og er 10 ára gamall. Hann ku vera tals- verður ærslabelgur. Útbrotin sem hann hefur í andlitinu angra hann ekkert að eigin sögn en þau stafa af flugum, sem á að vera mikið af þarna hinum megin. En hvað um það, Pétur er mjög ánægður með tilveruna, og geri margir aðrir betur! Þetta er Genevieve Danolle, sem eitt sinn var kölluð vændis- kona dauðans. Hún var elcki aðeins fallegasti njósnari Gestapó lögreglunnar í stríðinu, heldur einnig sá hættulegasti. Hún gekk undir nafninu agent 73, og það var verk hennar, að hundruð franskra manna og kvenna voru send í fangabúðir og það í dauðann, og þó trúðu engir öðru en því, að hún væri óvenju- fögur vændiskona. Og þó var það svo, að Frakkar slepptu henni þrívegis úr haldi eftir að stríðinu var lokið vegna skorts á sönnunum, þangað til að lokum að þeir höfðu nægar sannanir, og þá var hún auð- vitað líflátin. VARIJÐ/IRRAÐSTAFAIMIR Það eru til ýmsar leiðir til þess að verja sig fyrir ribböldum. Og framleiðend- ur sem kunna sína grein, vita að fyrir utan ríkt fólk er fátt eins eftirsótt af óbóta- mönnum og fallegt fólk. Og því er nýfarið að framleiða varnartæki fyrir kvenfólk, sem meðfylgjandi mynd sýn- ir. — Ekki ætlum við að mæla með þessu tæki frekar en öðrum svipuðum. Kann- ski hjálpar það, kannski ekki. Það verður hver og einn að reyna að segja sér sjálfur. HÚN MANDY Rice-Davies, varð fræg á sínum tíma fyrir kunnings- skap sinn við fröken Krist- ine Keeler, sem fræg varð' fyrir kunningsskap sinn við herra Profumo sem var frægur fyrir það að vera ráðherra í brezku stjórninni. Fröken Keeler lenti í stein- inum eins og kunnugt er, en fröken Rice-Davies slapp með frægðina eina samán, gerðist söngkona á nætur- klúbbum víðs vegar í Evrópu en er nú gift og vill taka til við að f jölga mannkyninu, að eigin sögn. ■t 32 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.