Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 39
Röndóttar samlokur bunar til úr samlokubrauSi, scm skorið hcfur verið
langsum. Brauðsneiðarnar eru lagðar saman 3 og 3 með agúrkusmjöri
og síðan skornar í þríhyrninga, sem skreyttir eru með gúrkusneið og
sneið af fylltri olivu.
SamlokurúIIur eru búnar þannig til. Athugið
að brauðið sé nógu mjúkt, svo auðvelt sé að vefja
það saman.
Á fatinu til vinstri eru röndóttar samlokur úr
rúgbrauði með ostasmjöri á milli. Gúrkur eða
hreðkur skreyta fatið. Á fatinu til hægri eru ein-
faldar samlokur úr rúgbrauði, sem raðað er upp
sem stafla af brenni. Brauðsneiðarnar eru lagðar
saman 2 og 2 með gráðostsmjöri. Skreytt með
valhnetum og berjum.
2 egg
150 g sykur
25 g dökkur púður-
sykur
60 g brætt smjörlíki
Vi tsk. möndlu-
dropar
150 g hveiti
114 tsk. lyftiduft
4 msk. rjómi
Brauðmylsna.
Ofan á:
75 g smjör
75 g sykur
100 g möndlur
1 msk. rjómi
2 msk. hveiti.
Egg og sykur þeytt vel, bræddu smjörlík-
inu og möndludropunum hrært saman við
Hveiti og lyftidufti sáldrað saman við, hrært
í deigið ásamt rjómanum
Deiginu hellt i smurt, brauðmylsnustráð
tertumót. Bakað í 20 mínútur við 175° Á
meðan er kremið útbúið, möndlurnar saxað-
ar gróft. flysjaðar ef vill. Allt sett í þykk-
botnaðan pott. soðið augnablik.
Kremið sett ofan á kökuna, sem má ekki
vera fullbökuð og hún síðan sett inn í ofn
inn á ný í um 15 mínútur við 200°.
FALK.INN
39