Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 4
4*0' Benedikt Viggósson skrifar fyrir unga íólkiS. dansa Jenka Spjaiaö við Bermami Ragnar danskennara Margir dansar hafa náð vinsældum hér á landi, en fáir hafa notið jafn almennra vinsælda og dansinn Jenka, enda er þetta einkar stílfagur og skemmtilegur dans og útheimtir ólíkt kraftalegri hreyfingar en t. d. TWIST. Þegar mér var tjáð, að Hermann Ragnar, danskennari hefði fyrstur manna kynnt umræddan dans hér á landi, hafði ég snör handtök og heimsótti hann ásamt ljósmyndara í Skátaheimilið, þar sem hann var önnum kafinn við að kenna nemendum sínum. Ég beindi fyrstu spurningunni að danskennaranum. — Hvaðan er Jenkadansinn upprunninn og hvar og hvenær var hann fyrst kynntur? — Dansinn er finnskur, þó ekki eiginlegur þjóðdans, en hann nýtur mikilla vinsælda í Finnlandi og hefur verið dansaður þar í um áraraðir, líkt og Ræll og Skottís hér heima. Fyrir um það bil 10 árum var Jenka mjög vinsæll í Banda- ríkjunum og gekk þar undir nafninu BUNNY HOP, en þá var hann aðeins stíginn á einn veg, þ. e. a. s. í einfaldri röð, en Jenka má dansa á marga vegu. Til dæmis þannig, að dansendur myndi hring eða þá, að pörin leiðast eins og í mars. Nú svo má einnig stíga dansinn á þann máta, sem hann varð vinsælastur í Bandaríkjunum, þ. e. a. s. í einfaldri röð eða halarófu, eins og krakkarnir segja. Árið 1964 var ráðstefna danskennara haldin í Kaupmanna- höfn. Á þessari ráðstefnu sýndu allir meðlimirnir einn dans, hver frá sínu landi. Þegar kom að Finnum sýndu þeir þennan margumtalaða dans og það var ekki að sökum að spyrja, Jenka vakti þegar almenna hrifningu. — Hvenær var hann kynntur hér fyrst? — Það var haustið 1964 og ég held, að mér sé óhætt að segja, að við höfum verið fyrst til að kynna hann hérlendis, en það var á nemendasýningu á skemmtun innan skólans. Ekki náði hann þó teljandi vinsældum um þær mundir, enda hafði lítið borizt af Jenkalögum til landsins. — Er nýr dans lengi að öðlast vinsældir? — Já, það getur tekið allt að hálft ár. Við getum tekið Cha Cha Cha sem dæmi. Fólki þótti gaman að horfa á hann, en almennum vinsældum náði hann ekki fyrr en eftir 6—7 mánuði frá því, að hann var fyrst kynntur. Nú, svo eru líka dansar, sem ná strax nokkrum vinsældum, en eru þess fljót- ari að hverfa, eins og t. d. ísraelski þjóðdansinn HAVA NAGEELA. í þessum málum eiga hljómsveitirnar töluverða sök því þær eru alltof ragar við að kynna nýja dansa. — Hvað um Zorbadansinn? — Zorba eða SERTAKI, eins og hann heitir er ævagamall grískur þjóðdans, sem hefði aldrei komizt í sviðsljósið, ef Jenka danslýsing eftir Hermann Ragnars Grunnspor: A. 1. Létt hopp 4 sinnum á hægra fæti — fljótt 2. Létt hopp 4 sinnum á vinstra fæti — fljótt 3. Létt hopp jafnfætis á táberginu fram — hægt 4. Létt hopp' jafnfætis á táberginu til baka — hægt 5. Létthopp 3 sinnum jafnfætis á táberginu og færast fram — fljótt. B. 1. Meðan létta hoppið 4 sinnum á hægra fæti er gert, setur maður vinstri fótar hæl fram á fyrsta hoppi og tá að hægri tá á öðru hoppi og hæl fram á þriðja hoppi og fætur saman á fjórða hoppi. 2. Endurtaka sama og nr. 1 nema með hægra fæti 3. — 4. — 5. sama og í lýsingu A. Afbrigði: 1. — 2. Leiðast eins og í mars og endurtaka hoppið eins og gert er í B. 3. Létt hopp til hliðar að hvoru öðru — hægt 4. Létt hopp til hliðar frá hvoru öðru — hægt 5. Skipta um stað á jafnfætishoppunum, þannig að daman hoppar inn að miðju fyrir framan herrann en herrann út að vegg fyrir aftan dömuna. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.