Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 10
EINKUM FYRIR
KVENFQLKIÐ |
HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA
TIL AÐ VERJAST HRtKKIiiVI?
VERSTI
ÚVIMfl
HCflAHIMM
Til þess að húðin verði falleg
þarf að gœta margs. Tóbak,
áfengi, of sterk sól og strangir
megrunarkúrar eru aðeins fá-
einir af óvinum hennar.
Allir ættu að gera sér nokkurt ómak
til að viðhalda fallegri húð. Tóbak,
áfengi, of sterk sól og of strangir megr-
unarkúrar eru aðeins fáeinir af óvin-
um hennar.
Á þennan hátt á að verjast hrukk-
unum.
Leyndardómurinn við fagra húð er
sá, að þekkja óvini hennar og berjast
gegn þeim.
ÁFENGI er jafn skaðlegt fyrir and-
litshúðina og það er fyrir vöxtinn. Hita-
einingar í áfenginu leggjast utan á lík-
amann sem fita, timburmennirnir lýsa
sér sem hrukkur í andlitinu. Óhófleg
og stöðug notkun áfengis veldur því,
að húðin verður slöpp, teygð og oft
svampkennd.
TÓBAK. Konur, sem reykja mikið,
geta sjálfum sér um kennt hina þreytu-
legu, grámyglulegu og líflausu húð.
Húðin þolir ekki eiturefnið nikitin.
SNÖGGIR MEGRUNARKÚRAR:
Strangt mataræði hefur oft lítið nær-
ingargildi og húðin fær að kenna á því.
Skortur á fituefnum 1 fæðunni getur
haft slæmar afleiðingar fyrir húð, sem
er of þurr fyrir. Hún verður skorpin
eins og gamalt pergament.
ÓREGLULEGUR SVEFN og skortur
á hreyfingu og hreinu lofti. Blóðrásin
minnkar, húðin fær enga næringu,
verður fljótlega ellileg, og slöpp og
hrukkótt.
MIKLAR ÞYNGDARBREYTINGAR
er sömuleiðis einn af óvinum húðarinn-
ar. Hún getur ekki fylgzt með hinum
stöðugu stökkbreytingum frá of- til van-
næringar. Hún verður slöpp, teygð og
hrukkótt. Skynsamlegt mataræði og
eftirlit að staðaldri, sem ekki leyfir
svo mikið sem tvö auka kíló umfram
það, sem manni finnst hæfilegt, er rétta
aðferðin til að viðhalda bæði húð og
líkamsvexti.
SÓLIN: Sólin hefur eyðilagt marga
fallega andlitshúð. Forðist löng og tal-
rík sólböð í sterkri sól. Verndið ávallt
húðina gegn ofþurrkun og bruna með
sólfilter. Of mikil sól gerir húðina fljótt
ellilega.
MIÐSTÖÐVARHITI: Þurr hiti of-
þurrkar húðina að nauðsynjalausu.
Munið að hafa rakagjafa á öllum hit-
unartækjum. Hafið loftræstingu í lagi.
Verndið húðina með rakakremi gegn
hinum þurra innanhússhita. Einnig þær
stundir, sem þér notið ekki farða eða
önnur fegrunarlyf.
KULDI: Ofþurrkun og kuldabólga
setja sín spor á húðina. Notið frost-
krem í köldu veðri. Gleymið þvi aldrei
í frosti. í venjulegu vetrarslagviðri er
góður andlitsfarði ágæt vörn fyrir húð-
ina. Vindur og kalsaveður valda
sprungnum háræðum í þurri húð.
MIKLAR HITABREYTINGAR valda
einnig sprungnum háræðum. Farið ekki
beint úr kuldanum inn í funheitt her-
bergi og setjist ekki við hitunartækið.
Kælið yður heldur skynsamlega úti
við og farið úr ullarflíkunum, þegar
þér komið inn. Blá húð á fótleggjun-
um er afleiðing af miklum hitabreyt-
ingum.
ELLI: Það er ein hulin ráðgáta,
hvers vegna húðfrumurnar missa smám
saman hæfileika sinn til að halda því
rakastigi sem þarf til að húðin sé mjúk
og ungleg. En það er vitað að skortur
á fitukirtlum í húðinni kringum augun
veldur því, að hún verður fyrst hrukk-
ótt og teygð þar. Ákafar svipbreyting-
ar flýta enn meir fyrir þessari þróun.
Aðgerðir gegn hrukkum ellinnar skulu
aðeins nefndar hér aftur: Skynsamlegir
lifnaðarhættir og rétt mataræði. Fjör-
efni. Hreyfing og hreint loft. Drekkið
glas af vatni á fastandi maga á hverj-
um morgni. Það heldur húðinni rakri
og hreinsar burt úrgangsefni. Drekkið
— vegna þyngdarinnar — ekki með
matnum. Notið sólgleraugu til þess að
verjast grettuhrukkum kringum augun.
Fylgið á hverjum degi itarlegri áætlun,
þar sem lögð er áherzla á hreinsun,
næringu, raka og vörn gegn veðrum.
FALKINN