Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 29
hvort falleg eða ljót! Konu œtti ekki að leyfast að hafa augu, sem skiptu litum eins og skógar- gróðurinn. Allt fékk á sig gerfi- blæ við hliðina á henni. — Ég var ekki lengi að skipta um föt, sagði Marianne vonleys- islega. En ég varð að þurrka upp í herberginu mínu. Glugginn sem snýr að ánni var opinn. Að líkindum hefur hann fokið upp og regnið blátt áfram fossað inn. — Þú verður að muna eftir að festa stormlokurnar áður en þú ferð út, sagði Louise. Það brýndi ég einnig fyrir Britu Eliasson, en hún gleymdi því líka, eða hirti ekki um það. — Þá hlýtur það að vera hún sem hefur gleymt að festa þær, vegna þess, að ég hef aldrei opn- að þennan glugga síðan ég kom hingað. Ég opna ávallt hinn. — En góða bezta, glugginn getur ekki hafa opnast af sjálfu sér, sagði Louise. Þú hefur senni- lega opnað hann i hugsunarleysi. Þú hefur átt svo annrikt, síðan Jansson varð veikur, að það verður að teljast fyrirgefanlegt, þótt þú gleymir ýmsum smáat- riðum. En ég, sem er vön að Sjá um heimili, hefði átt að hafa hugsun á, að fara niðureftir og aðgæta, hvort allt væri sem skyldi. Marianne hló við. — Svo ofreyndur getur maður nú varla orðið á nokkrum dög- um, . að maður verði viðutan, sagði hún. En það, sem verst er af öllu er, að gólfábreiðan í svefnherberginu mínu er gegn- blaut og litla, dásamlega borðið er allt blettótt. —- Borðið með hörpufætinum? Hvilík vandræði! Það er frá því á átjándu öld og er mjög verð- mætt. Þú hefðir ekki átt að láta það standa við opinn glugga, þvi alltaf er hægt að búast við áð það fari að rigna. , — Ég setti það þar, einmitt vegna þess, að ég hef aldrei opn- að þennan glugga og hafði held- ur ekki ætlað mér að gera það, sagði Marianne. Ég fæ ekki sjdlið... i — Það var skafheiðríkt í morgun, sagði Ulf. Það var engu likara, en að hann væri að af- saka hana, og þó trúði hann henni greinilega ekki alveg. Þá myndi hann sennilega ekki held- ur hafa trúað henni fyrir tveim árum, hugsaði hún. Enginn heíði getað ímyndað sér, að þetta ský- íall væri í aðsigi, hélt Ulf áfram. Ef þið hafið lokið við að skegg- ræða um þetta, þá gætum við kannski fengið okkur eitthvað að borða. Ég er banhungraður. — En borðið! Þetta er í raun- inni ákaflega leiðinlegt. Ég veit ekki hvað við ættum helzt að gera, sagði Louise. — Uss, láttu Jannis Per fara með það til húsgagnasmiðs í Falun, sem getur gert við það, sagði Ulf óþolinmóður. Gólf- ábreiðan verður jafnvel orðin þurr á morgun, svo þá held ég varla að mikill skaði sé skeður. Marianne leit á hann þakklát. Augu hennar eru græn, hugsaði Ulf. Louise opnaði munninn til þess að mótmæia því, að Ulf gerði svo lítið úr atburðinum, en hún sá sig um hönd. Hún þorði ekki að ganga lengra í þetta skipti. Hún brosti, eins og fargi hefði einnig verið létt af henni. — Vesalings þú, ertu ekki alveg að sálast úr kulda, sagði hún. Ég skal ná í peysu. Þú of- kælist ef þú ferð ekki í eitthvað hlýtt utanyfir þig. Þrátt fyrir mótmæli Marianne hljóp hún upp til íbúðar sinnar á efri hæðinni. Það leið drykk- löng stund áður en hún kom aftur. Vissi hún ekki, hvar hún geymdi peysuna? Eða átti hún svo margar, að hún ætti örðugt með að velja? Að lokum kom hún hlaupandi aftur niður stig- ann með angórupeysu á hand- leggnum. — Þessi er hlýjust, sagði hún og brá henni upp. Ég keypti hana á Ítalíu fyrir nokkrum ár- um. Er hún ekki falleg? — Jú, mjög falleg, svaraði Marianne og smeygði sér í peys- una. Ég er viss um, að hún fer þér ágætlega. Hún hafði nærri bætt við, að ef til vill færi liturinn á henni ekki alveg eins vel við rautt hár, en henni virtist það bera vott um vanþakklæti, þar sem Louise hafði gert sér svo mikið ómak. Ulf hafði nærri skellt upp úr. Hann óskaði þess allt í einu, að Louise vildi hætta að troða greiðasemi sinni upp á annað fólk. Þessi barnalega peysa klæddi Marianne engan veginn. Svo var hún heldur ekki af þeirri kventegund, sem nötraði á bein- unum og dúðaði sig I föt. Þetta var eins og að klæða skógar- hind i peysu. — Þú ættir að reyna að telja Marianne á að læra að aka bíl, sagði hann glettnislega við Lou- ise. Hún færðist eindregið undan því, þegar ég stakk upp á því við hana. Louise lyfti brúnum. — Hvað heyri ég? hrópaði hún tilgerðarlega. Vitanlega áttu að læra að aka bíl. Það er stór- kostlega gaman, skal ég segja þér. Marianne langaði til að æpa hátt. — Ég þori það ekki, sagði hún og herpti varirnar. Louise virti hana fyrir sér með athygli. — Ertu hrædd við að þú kunn- ír að drepa þig? Marianne hristi höfuðið. — En hvers vegna viltu það þá ekki? Þú gætir reynt. — Nei, það er ekki til neins að reyna að tala um fyrir mér. — Hvers vegna er þér svo þvert um geð að aka bíl? spurði Louise blíðlega. — Ég... mér finnst það ó- kvenlegt, svaraði Marianne. Ulf leit undrandi á hana. Hann var búinn að gleyma athuga- semd sinni og hafði ekki hug- mynd um, að hún hefði sært Marianne. Þess vegna fannst honum nú, sem hann hefði feng- ið í hendur tvo myndarhelminga, sem ættu að falla saman. En það gerðu þeir ekki. Marianne var kvöl af að sitja þarna hjá Louise og Ulf. Þessi tvö áttu saman og þess vegna var það rangt af henni að finna svo sterkt til nálægðar Ulfs, að hitabylgja fór um hana í hvert skipti, sem hún neyddist til að tnæta augnaráði hans. Og það var einhver annarlegur svipur í augum hans... einhver dul. Bæði hann og Marianne beindu orðum sinum til Louise og töl- uðu saman í gegnum hana. En þau gátu ekki einbeitt sér að samræðuefninu, því að í stað þess að hafa hugann við orðin, sem þau hentu á lofti nærri því eins og i sjálfsvörn, hlustuðu þau áfjáð á þá yfir- og undir- tóna, sem hljórquðu í kringum þau. Strax og Marianne sá sér fært, bauð hún góða nótt og fór, og stuttri stundu seinna stóð Ulf einnig á fætur. — Ég ætla að skreppa snöggv- ast niður að sögunarmyllu'nni, sagði hann. Við erum búnir að taka nokkra nýja menn á nætur- vaktina, og ég ætla að vita hvernig þeim gengur. Louise lagði handleggina utan- um hann og lyfti andlitinu til þess að hann gæti kysst hana. — Ég fer þá að leggja mig á meðan. Ætlarðu að koma inn til mín, þegar þú kemur aftur? Ulf hnykkti við. Þetta var í fyrsta skipti, sem hún ... bauð honum sjálfa sig. Hann fann til hálfgerðrar blygðunar. — Ef ég verð ekki of seinn fyrir, svaraði hann. — Ástin mín, það er orðið svo langt síðan, sagði Louise lágt og strauk ísmeygilega fingrun- um um skyrtukragann hans. Ég ... það er ekkert til fyrir- stöðu ... Ég á við... það er búið. Ulf dró hana að sér og horfði í augu hennar, hálft í hvoru hugsi og spyrjandi. Það lék að minnsta kosti enginn efi á því, hvernig þau voru á litinn. Þau voru ljósblá, blíð og angurvær og nærri biðjandi. Hún brosti við honum. — Elskarðu mig? hvíslaði hún. — Já, auðvitað, svaraði Ulf annars hugar og strauk með visi- fingri yfir vanga hennar. Síðan hélt hann áfram, eins og við sjálfan sig: — Við lögðum of mikið í hættu áður — en við höfðum heppnina með okkur. Louise deplaði augunum nokkr um sinnum. — Hvernig áttu við? — Þú hefðir getað orðið barns- hafandi, svaraði hann. Við ... ég ... ég á við að við hefðum ekki viljað .. Ulf þagnaði skyndilega. Hann kyssti hana á ennið, svo lauslega, að varir hans snertu varla hörund hennar. Síðan los- aði hann sig úr faðmi hennar, þrýsti snöggt aðra hendi hennar og fór út. Fótatak hans heyrðist eins og trumbusláttur niður tröppurnar. Það fór kippur um andlit Louise eins og hún ætlaði að fara að gráta. Ulf hafði breytzt. Var hann að verða leiður á henni? Ef hún hefði bara getað orðið barnshafandi! hugsaði hún. Þá hefði hann orðið að kvænast henni tafarlaust. Orð hans fyrir andartaki síðan höfðu sært hana og komið henni í slíkt uppnám, að henni fannst hún vera að kafna.......... við höfum heppnina með okkur.. Með öðrum orðum: Hann væri að minnsta kosti ekki bundinn henni af þeim sökum! Hún gretti sig. Hann hafði ekki kom- ið inn til hennar eitt einasta kvöld síðan Marianne kom til Malingsfors. Louise settist niður á stól og hugsaði sitt ráð. Ulf og Mari- anne höfðu farið upp til stein- námunnar um daginn. Þau höfðu lent í óveðrinu saman. Hafði nokkuð farið þeirra á milli? Þau höfðu verið svo einkennileg, HÚN HAFÐI VERIÐ DÆMD SAKLAUS FYRIR AÐ HAFA ORÐIÐ MANNSBANI — MUNDI HÚN NOKK- URN TÍMA FINNA HINN ÖÞEKKTA MANN SEM RAUNVERULEGA VAR VALDUR AÐ SLYSINU? EÐA ÁTTU SKUGGAR HINS LIÐNA AÐ VALDA ÞVÍ AÐ HÚN FENGI ALDREI MANNINN SEM HÚN ELSKAÐI? FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.