Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 42

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 42
um og eins og flestir af kyn- stofni hans, er hann hálfgerð- ur villimaður. — Er hann Rússi? — Hann er kósakki, svaraði hershöfðinginn og brosið af- hjúpaði rauðar varir og skarp- ar tennur. — Og það er ég líka. — Komið, sagði hann. — Við ættum ekki að standa hér blaðrandi. Við getum tal- að saman seinna. Nú þarfnist þér fatnaðar, matar og hvíldar og það skal yður í té látið. Hér er ákaflega næðissamt. — ívan hafði birzt á ný og hershöfðinginn talaði til hans, með vörunum án þess að nokk- urt hljóð gengi þar fram af. — Fylgið Ivan eftir, ef þér vilduð gera svo vel herra Rainsford, sagði hershöfðing- inn. — Ég var í þann veginn að ganga til kvöldverðar, þegar þér komuð og ég mun hinkra við eftir yður. Ég hygg að þér komist að raun um að föt mín hæfa yður. Rainsford fylgdi hinum þögla risa til svefnherbergis, þar sem bæði var hátt til lofts og vítt til veggja og þar var rúm, sem hefði verið nógu stórt fyrir sex menn að sofa í. Ivan tók fram kvöldklæðnað og þegar Rainsford var að klæða sig í hann, tók hann eftir að fötin voru frá klæðskera í London, sem undir öllum venjulegum kringumstæðum saumaði ekki á neinn, sem var lægra settur en hertogi. Borðstofan, sem Ivan vísaði honum til, var á margan hátt merkileg. Um hana lék glæsi- bragur miðaldanna. Hún minnti á barónshöll frá lénstímabilinu, með eikarþiljum og háu lofti og langborði, þar sem tvær tylftir manna gátu setið saman að snæðingi. Á veggjunum um- hverfis voru útstoppuð höfuð margs konar dýrategunda, — ljóna, tígrisdýra, fíla, elgsdýra og bjarna: Svo stórt og full- komið safn hafði Rainsford aldrei séð. Hershöfðinginn sat einn við stóra borðið. — Þér munuð þiggja kokk- teil herra Rainsford, stakk hann upp á. Kokkteillinn var einstaklega ljúffengur og Rainsford tók eftir að allur borðbúnaðurinn var hinn fullkomnasti, dúkur- inn, kristallinn, silfrið og postu- línið. Þeir átu borsch, þessa þykku rauðu súpu með súrum rjóma, sem er uppáhaldsréttur allra rússneskra aðalsmanna. Hálf afsakandi hóf Zaroff hershöfð- ingi máls: — Við gerum okkar bezta til að halda uppi einhvers konar siðmenningu hér. Þér af- sakið vonandi þau mistök, sem okkur verða á. Við erum ekki beinlínis í þjóðbraut, eins og þér vitið. Finnst yður að kampavínið hafi dofnað nokk- uð á hinni löngu sjóferð hing- að? — Ekki hið allra minnsta, lýsti Rainsford yfir. Hann hafði komist að raun um að hers- höfðinginn var hinn hugulsam- asti gestgjafi og sannur heims- maður. En eitt var það í fari hershöfðingjans sem hafði truflandi áhrif á hann. í hvert sinn, sem hann leit upp úr diskinum, fann hann augu hers- höfðingjans hvíla rannsakandi á sér. — Ef til vill eruð þér undr- andi á því, að ég skuli hafa kannast við nafn yðar, sagði Zaroff hershöfðingi. — En sjáið þér til. Ég hef lesið allar þær bækur, sem komið hafa út á ensku, frönsku og rússnesku og fjalla um villi- dýraveiðar. Ég á mér ekki nema eina ástríðu í lífinu, hr. Rainsford, og hún er villidýra- veiðar. — Þér eigið dásamlegt safn af höfðum hérna, sagði Rains- ford um leið og hann stakk upp í sig bita af sérstaklega vel tilsneiddum nautalundum. — Þessi Höfða-vísundur er sá stærsti, sem ég hef séð. — Ó, já, þessi náungi. Hann var hin versta ófreskja. — Réðist hann á yður? — Negldi mig upp við tré, svaraði hershöfðinginn. — Brákaði á mér hauskúp- una, en ég vann á honum. — Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu, að Höfða-vís- undurinn, væri hið hættuleg- asta af öilum stærri veiðidýr- um. Hershöfðinginn var þögull um stund og svaraði ekki. Um rauðar varir hans lék einkenni- legt bros. Síðan sagði hann með hægð: — Nei. Þér hafið rangt fyr- ir yður, herra minn. Höfða- vísundurinn er ekki hættuleg- astur hinna stærri veiðidýra. Hann saup á víninu og hélt áfram með sömu hægðinni: — Hér á þessari eyju, veiði ég hættulegri dýr. Rainsford lét undrun sína í ljósi: — Eru stór villidýr á þess- ari eyju? Hershöfðinginn kinkaði kolli: — Þau stærstu og hættuleg- ustu. — Hvernig getur það verið? — Þau eru auðvitað ekki innfædd hér. Ég verð að birgja mig upp. — Hvað hafið þér flutt inn hershöfðingi? Tígrisdýr? spurði Rainsford. Hershöfðinginn brosti: — Það er langt síðan ég varð leiður á tígrisdýrunum, engin raunveruleg hætta. Líf mitt er helgað hættunni, herra Rainsford. Hershöfðinginn tók úr fórum sínum gullbúið sígarettuveski og bauð gesti sínum langa svarta sígarettu, með silfruðu munnstykki. Hún gaf frá sér höfgan og ilmandi reyk. — Við tveir eigum stórkost- legar veiðar fyrir höndum, sagði hershöfðinginn. — Mér verður sönn ánægja að félagsskap yðar. — En bráðin .. .? Byrjaði Rainsford. — Ég mun leiða yður í allan sannleika, sagði hershöfðing- inn. PANTIÐ STIMPLANA HJÁ FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNIHE SPiTALASTlG 10 v.OOINSTORG SIMI 11640 — Og yður mun verða ég riddaraliðsherfylki kósakka, skemmt. Ég held að mér sé en aðaláhugamál mitt var óhætt að segja með fyllsta lítil- ævinlega veiðarnar. Ég hef læti, að ég hef dottið ofan á eltst við hverja bráð í öllum sjaldgæfan hlut. Má ég bjóða löndum. Mér væri ómögulegt yður annað glas af púrtvíni að segja yður hve mörg dýr ég herra Rainsford? hef drepið. — Þökk fyrir hershöfðingi. Hershöfðinginn fyllti bæði glösin og sagði: — Suma menn gerir Guð að skáldum, aðra að konungum og enn aðra að betlurum. Mig gerði hann að veiðimanni. Hönd mín var sniðin fyrir gikkinn, eða svo sagði faðir minn. Hann var vellríkur og átti 250,000 ekrur lands á Krím og hann var ástríðufull- ur veiðimaður. Þegar ég var ekki nema fimm ára, gaf hann mér litla byssu, sem hafði ver- ið smíðuð handa mér sérstak- lega í Moskvu, til að skjóta með spörva. Þegar ég skaut einhvern af verðlaunakalkún- unum hans, refsaði hann mér ekki. Hann hældi mér fyrir skotfimina. Ég drap fyrsta bjarndýrið í Kákasus, þegar ég var tíu ára gamall og líf mitt hefur verið ein allsherjar veiði- ferð. Ég gekk í herinn, — til þess var ætlast af sonum aðals- manna — og um tima stýrði Hershöfðinginn blés frá sér reykjarstrók: Niðurlag í næsta blaði. • Sviðsljósið Framh. af bls. 5. Þá sneri ég mér að herran- um, Jóni Ólafssyni. Hann var búinn að vera jafnlengi í skól- anum og daman. Um Jenka sagði Jón, að hann væri með þeim skemmtilegustu dönsum, sem hann hefði lært, en það gæti verið dálítið erfitt að dansa hann eftir lagi, sem er of hratt spilað. Ég þakkaði þeim Ingibjörgu og Jóni fyrir spjallið og Her- manni Ragnars fyrir greinar- góðar upplýsingar um dansinn, sem allir vilja stíga: Jenka. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.