Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 31
AGFA umboðið og Fálkinn efna til Ijósmyndasam- keppni, og hefur hún staðið síðan í sumar. Þátttaka hef- ur ekki verið mikil og af þeim ástæðum var samkeppn- in framlengd. Nú hefur frestur til að skila myndum í keppnina verið ákveðinn til 30. apríl, og verður skýrt frá úrslitum eins fljótt og unnt er eftir þann tíma. í fyrsta flokki hafa verið valdir fimm þekktir ljós- myndarar til að glíma innbyrðis við verkefnið „Frá hinni hliðinni séð.“ Þeir senda inn eina svarthvíta mynd hver um sig, stærð 18X24 eða 24X30, Iímd á karton. Veitt verða ein VERÐLAUN, KR. 5.000,00. I 2. flokki er verkefnavalið frjálst, og þar geta allir aðrir en fimmmenningarnir í 1. flokki tekið átt. Senda skal svarthvítar myndir, stærð 18X24 eð 30X40, límdar á karton. Veitt verða þrenn verðlaun. KR. 3.000,00 í PENING- UM OG KR. 2.000,00 OG KR. 1.000,00 f VÖRUÚTTEKT hjá ljósmyndavöruverzluninni TÝLI í Austurstræti. f 3. flokki á að senda inn litfilmur, sem eingöngu má taka á Iitfilmuna AGFA COLOR CT 18 (pósitív) og þar er verkefnið bundið við landslagsmyndir eða myndir úr atvinnulífi. AGFA umboðið setur skilyrði eingöngu í þessum flokki — í hinum flokkunum ráða menn hvaða ljósmyndaefni þeir nota. Vinningar eru þeir sömu og í 2. flokki. Allir mega taka þátt í þessum flokki, einnig þeir sem taka þátt í 1. og 2. flokki. SKILYRÐI AGFA umboðið setur þau skilyrði að myndirnar hafi ekki verið birtar áður og ennfremur er birtingarréttur eða sýningarréttur áskilinn á öllum myndum sem ber- ast til keppninnar. Þátttakendur eiga að merkja myndir sínar dulnefni, en nafn og heimilisfang skal fylgja með í lokuðu umslagi merktu með sama dulnefni og á mynd- inni. Litfilmurnar skal merkja á sama hátt og skal vel um þær búið, helzt að senda þær í glerrömmum. Myndirnar skulu sendar til ritstjórnar Fálkans, Grettis- götu 8, pósthólf 1411 fyrir apríllok. Starfsfólk Fálk- ans og AGFA umboðsins tekur ekki þátt í keppninni. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.