Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 21
hagnum. Oft leikur þá maður- inn hlutverk þingsins, sem eys gagnrýni á fjármálaráðherrann og ráðstafanir hans. Þá eiga þær húsmæður betri daga, sem aðeins bera ábyrgð á matar- peningunum. Fyrir ævalöngu stóð þetta skrifað í handbók fyrir nýbak- aðar eiginkonur: Ef eiginmað- urinn kemur með athugasemd- ir um of há útgjöld, og konan fyrir sinn part veit, að hún hef- ur verið bæði sparsöm og hag- sýn, þá á hún að hafa hugfast að maðurinn gerir oftast miklu freklegri kröfur til matarborðs- ins, en mögulegt er að verða við með þeim heimilispening- um, sem hann lætur konu sinni í té. Öllu erfiðara er þetta hjá nútímakonunni, sem á að gæta þess, að fjárhagsáætlunin sé haldin. Bregðist hún, getur fjölskyldan hæglega komizt á kaldan klaka efnahagslega. Velferð hjónabandsins ■ veltur að verulegu leyti á því, hvernig henni tekst til sem fjárhalds- manni. Því ef fjölskylduefna- hagur er skoðaður á breiðari grundvelli, er ekki ofmælt, að liann skipti álíka miklu máli og hamingjusamt kynferðislíf. Ósjaldan hefur það sýnt sig, að konan á hægara með að dæma um fjárhagslega getu fjölskyld- unnar en maðurinn. Miklu fleiri karlmenn en konur eru óánægðir efnahagslega. En við samningu fjárhags- áætlunar verður fólki oft á að gera skyssu. Það leggur upp marga liði og tölur, leggur saman, deilir og dregur frá, þar til það veit ekki sitt rjúk- andi ráð. Svona og svona mikið í föst útgjöld, húsaleigu skatta og tryggingar, svona mikið fyr- ir matvörur, föt, hreinlætis- vörur, ferðapeninga og skemmt anir. Ef í ljós kemur, að end- arnir ná saman — útgjöldin og tekjurnar standast á — hleypur það í loft upp og hróp- ar húrra. Áður en langt um líður verður auðsætt, að gleði- lætin verða forskot á sæluna. Áætlunin er nefnilega alltof ströng. Og þá blasir glötunin við. Því á þennan hátt verður fjárhagsáætlunin ekkert annað en hræðileg plága og hreinasta martröð á fjölskyldunni. Hjón- in eyða svefnlausum nóttum í fjárhagslegar bollaleggingar og sambúðin fær smátt og smátt keim af óánægju, gremju og missætti. í fjárhagsáætlun verður að gera ráð fyrir óvæntum atburð- um og ófyrirséðum. Ef það er ekki gert, geta fáein ómerki- leg smáatrið velt öllu hlassinu á skömmum tíma. Eins og hendi sé sveiflað, er maður kominn á harðahlaup í efna- hagslegum línudansi. Og þær jafnvægiskúnstir eru hættu- legri en nokkuð annað, sem fer fram í sirkustjaldinu. Þessi prívatlínudans slítur okkur út og er einkar vel fallinn til að auka blóðþrýsting og önnur óþægindi. Það langbezta væri, ef hjón- in gætu orðið ásátt um efna- hagsáætlun, áður en þau giftu sig. Við skulum segja, að konan vilji búa um efni fram, klæða sig eftir efnum en á hinn bóg- inn borða ver en efni leyfa. Það liggur í augum uppi, að hún verður í erfiðleikum með að höndla hamingjuna, ef mað- ur hennar vill búa eftir efnum, álítur að föt séu til þess eins að klæða af sér kulda en vill svo gjarnan eyða drjúgum skildingi í rikulegar máltíðir. Eða þá að við tökum til dæmis konuna, sem miðar eyðslu sína við að „við lifum aðeins einu sinni. Reynum að hafa það dálítið huggulegt!“ Ef maðurinn er svo af þeirri gerðinni, sem er algerlega jarð- föst, vill eignast eigið hús, braska með skuldabréf og aðr- ar fjárfestingar og lifa spart þessa stundina til þess að geta hirt ágóðann síðarmeir, mun þess varla langt að bíða, að umræðurnar fái á sig óheilla- vænlegan blæ. Maður nokkur, sem ætlaði að fara að kvænast, fór þess á leit við tilvonandi konu sína, að þau semdu fjárhagsáætlun í sameiningu. Þegar þau höfðu rætt málið fram og aftur lengi vel, virtust öll útgjöld, þekkt og ófyrirséð, hafa verið tekin til greina. En áður en þau luku við áætlunina, setti hann upp tvo gjaldaliði til viðbótar: Annan fyrir hest, hinn fyrir rókókó-húsgögn. Þau giftust og það kom í ljós, að áætlunin fékk staðizt. En eingöngu vegna þess að þau höfðu þessa Framh. á bls. 36. Horfum við ekki stundum öfundsjúk á bíl nágrannans? En höfum við reynt að graf- ast fyrir um hvers vegna sumum fjölskyld- um vegnar betur fjárhagslega en okkur? HEFUR HANN UPPGÖTVAÐ LEYNDARDÓM ÆSKUNNAR? 4LDREI framar hrukkur, eða grá hár. Ný tilvera, þar sem við getum öll litið út fyrir að vera tuttugu og eins árs! Lygilegt? Ef til vill í okkar aug- um, en þannig er því ekki farið með ungan, feiminn og dugmikinn líffræðing, dr. Caroll Williams for- stöðumann líffræðideildarinnar við Harvard háskól- ann í Bandaríkjunum. Árið 1958 setti hann vísindaheiminn á annan end- ann, með því að tilkynna að hann hefði fundið „æskuhormón“ í mannslíkamanum og nú fyrir skömmu jók hann enn á hina vísindalegu ringulreið, með því að tilkynna að honum hefði tekist að vinna hormóninn í mjög hreinu formi og að hægt verði að gefa efnafræðilega formúlu fyrir honum innan árs. Þegar formúlan hefur verið gefin, opnast mögu- leikar til að framleiða æskuhormóninn og þá, að því er hinn ungi vísindamaður heldur fram, verður hægt að framkvæma tilraunir á mönnum með fullu öryggi. Gefi þessar tilraunir jákvæða niðurstöðu verður elli- hrumleiki manna úr sögunni! Tilhugsunin er sannarlega glæsileg, mun einhver segja, en hvaða vissu hefur hinn vísindalegi heimur fyrir því að þessi æskuhormón verði til nokkurs frekara gagns, en allar þær mismunandi aðferðir, sem hingað til hefur verið beitt til að vinna bug á ellinni. Tilvist „æskuhormónsins“ hefur verið vísindaleg staðreynd í meira en tuttugu ár. Brezkur líffræð- ingur, dr. V. B Wigglesworth, uppgötvaði hann, þegar hann var að gera tilraunir með mölfluguteg- und nokkra, sem kölluð er Rhodinius. Dr. Wiggles- worth uppgötvaði, að þegar hann skar höfuðið af lirfunni, myndaði hún púpu eins og ekkert héfði í skorizt og varð að dvergmölflugu. Hinum brezka líffræðingi skildist að hér væri hann ef til vill kominn á spor nýs og óþekkts hormóns, sem hindraði lirfuna í að verða að flugu, fyrr en hún er fullvaxta. Ef hann gæti einangrað nokkuð af hormóninum og sprautað honum í eldri lirfur, gæti hann hindrað þær í að eldast úr því. En hvar var hormóninn staðsettur í skordýrinu? Auðvitað ein- hvers staðar í höfðinu. En hvar? Það var ekki fyrr en eftir margra mánaða smá- sjárrannsóknir, að líffræðingurinn fann það sem hann var að leita að. Æskuhormóninn var reyndar í hofð- inu. Hann var hulinn í smágerðum klasa af kirtlum bak við heila skordýrsins, kirtlum, sem voru sam- bærilegir við heiladingulinn ímönnum. En það var erfitt að einangra sjálfan hormóninn, efnið sem heldur skordýrunum ungum, frá kirtlun- um. Jafnvel á þeim tima, er uppgötvunin var gefð heyrum kunn, hafði dr. Wigglesworth ekki tekist að einangra hormóninn. Strax og fréttirnar um horm- óninn bárust út fóru Vísindamenn um allan heim að gera tilraunir með kirtla úr óteljandi fjölda skor- dýra, en án árangurs. Vökvar þeir, sem þeir fram- leiddu sýndu engar hormónaverkanir. Þá var það árið 1956, að dr. Williams steig fram á sjónarsviðið. Hvað eftir annað reyndi hann að ein- angra hormóninn úr kirtlum Rhodenius mölflugunnar en hafði ekki árangur sem erfiði. Svo var það einn morgun þegar hann var að hefja vinnu í tilrauna- Framh. á bls. 37. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.