Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 41
Þátttakendur í 3. umferð voru nokkru færri en áður,
og margir höfðu gleymt eða ekki athugað að skrifa tölurn-
ar við stafi og orð og reikna út heildartöluna. Við þökkum
vinsamleg bréf sem fylgdu með sumum lausnunum. Þeir
sem voru að spyrja um blöð úr seinasta árgangi Fálkans
ættu að snúa sér til afgreiðslunnar að Grettisgötu 8, Rvík.
Verðlaunin:
1. verðlaun, kr. 500,00, hlýtur Samúel Óskarsson, Stiga-
hlíð 10, Reykjavík, 375 stig.
Lausn: askurinn — kisunnar — staurinn — tinunar —
unnast — rausnin — iktunnar — nautnir — nautnir.
2. verðlaun, kr. 200,00, hlýtur Sigrún Einarsdóttir, Skóla-
stræti 5 B, Reykjavík, 373 stig.
Lausn: askurinn — kisunnar — skarninu — tinunar —
urinna — rausnin — innstar — nartinu — nartinu.
3. verðlaun, kr. 100,00, hlýtur Inga Benediktsdóttir,
Svarfaðarbraut, Dalvík, 371 stig.
Lausn: askurinn — kisunnar — staurinn — tinunar —
urinna — rausnin — innstar — naustin — naustin.
Næsta þraut:
Næsta lykilorð er EYJABÁTUR. Nýjum þátttakendum
skal bent á að aðalreglan er sú að aðeins má nota þá stafi
sem koma fyrir í lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en
þá er að finna í lykilorðinu.
Bannað er að nota persónuheiti eða staðaheiti, ennfremur
heimatilbúin orð eða orðskrípi. Rita skal orð eftir ríkjandi
réttritunarreglum.
Samtals:
Nafn: ......................................
Heimilisfang: ..............................
Verðlaun:
Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun, kr. 500,00,
200,00 og 100,00. Ef margir ná sama stigafjölda verðui
dregið um verðlaunin Frestur til að skila lausnum er
þrjár vikur. Merkið umslagið ORÐAF ORÐI 7.
Utanáskriftin er: Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411.
• Æskuhormónar
Framh. af bls. 37.
anna og kom fram með hug-
mynd, um að gera tilraun með
efni, sem stendur í sambandi
við yngstu meðlimi tegundar-
innar, kornabarnið.
Hann skar í sundur nýja
legköku og setti hana í raf-
magnsblandara með eter upp-
lausn, til þess að leysa upp
önnur efni. Hann blandaði og
síjaði þangað til hann var bú-
inn að fá bleika upplausn, sem
við efnafræðilega greiningu
reyndist innihalda „æskuhor-
móninn“!
Og vegna þessarar uppgötv-
unar álítur dr. Williams að í
framtíðinni verði hægt að
lækna menn af ellihrumleika
é svipaðan hátt og þeir eru
nú læknaðir af vissum tegund-
um lungnabólgu.
En því miður, segir hann,
getum við ekki snúið sigur-
verki tímans aftur á bak, þótt
hormóninn reynist hafa tilætl-
aðar verkanir. Við gætum að-
eins stöðvað aldursþróunina.
Líkami yðar mun halda áfram
að vera á því aldursstigi, sem
hann er, þegar hormóninum er
sprautað í yður. Williams segir
ennfremur, að hve áhrifamikill,
sem hormóninn kunni að vera,
geti hann ekki útrýmt dauðs-
föllum, — nefnilega af völdum
slysa!
• Veiðidýrið
Framh. af bls. 27.
ur var á leiðinni niður breið
marmaraþrepin, grannur mað-
ur og teinréttur, klæddur í
smoking. Hann gekk í áttina til
Rainsford með útrétta hönd.
Með þjálfaðri röddu, sem
var krydduð örlitlum hreimi,
sem gaf henni aukna einbeitni
ávarpaði hann Rainsford:
— Það er mér sönn ánægja
og heiður að bjóða herra
Sanger Rainsford, hinn heims-
fræga veiðimann, velkominn á
heimili mitt.
Ósjálfrátt tók Rainsford í
hönd mannsins.
— Ég hef lesið bók yðar um
snjóhlébarðaveiðar í Tíbet, út-
skýrði maðurinn.
— Ég er Zaroff hershöfð-
ingi.
Fyrstu áhrifin, sem Rains-
ford varð fyrir, voru þau
hve maðurinn var einstaklega
myndarlegur á velli, næst tók
hann eftir hinum einkennilegu
dráttum í andliti hershöfðingj-
ans. Hann var hár maður vexti
og kominn yfir miðjan aldur,
því hár hans var snjóhvítt, en
þykkar augnabrýrnar og odd-
hvasst yfirskeggið voru eins
og svört nóttin, sem Rainsford
var rétt kominn inn úr. Einnig
voru augu hans svört og glamp-
and, hann var kinnbeinahár
með skarpt nef og þunnt dökk-
leitt andlit. Andlit þess manns,
sem vanur er að gefa fyrir-
skipanir. Andlit hefðarmanns-
ins. Hershöfðinginn sneri sér
að risanum og gaf honum
merki, tröllið lét byssuna síga,
heilsaði að hermanna sið og
dró sig í hlé.
— ívan hefur geysilega
krafta í kögglum, sagði hers-
höfðinginn.
— En hann er svo óheppinn
að vera bæði mállaus og heyrn-
arlaus. Hann er fremur ein-
faldur náungi; er ég hræddur
FALKINN
41