Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 32
® Talað mifli hjóna Framh. af bls. 7. arnir þvert um huga sér, af þvi að smábarnið þarf alltaf að hafa rétt fyrir sér, ef það á að varðveita sitt veika sjálfstraust. Þegar maður með slíkri skapgerðarveilu neytir víns, þarf ekki að sökum að spyrja, hvaða blæ það set- ur á heimilið. Hitt er annað mál, að sé maðurinn sæmilega vitiborinn, og unnt sé að fá hann sjálfan til að sjá vankanta sína, getur svo farið, að óþægi krakkinn smávenjist af, og í staðmn komi fullþroska maður. k Að færa almanakið til baka. Það er hægt að færa klukk- una til baka, og setja hana á eitt í staðinn fyrir sex, en tim- inn gengur ekki aftur á bak, þrátt fyrir það. Það virðist vera til fólk, sem langar til að færa almanakið til baka um nokkur ár. Og afleiðingin verð- ur grátbrosleg tilraun til þess að lifa á öðrum aldri en mað- ur raunverulega er á. — Þetta getur stundum orðið fólki of- raun í heimilislífi. Æskuárin þykja jafnan heillandi tími, og ég hygg, að einn stéttarbróðir minn hafi rétt fyrir sér, þegar hann hélt því fram, að það kostaði flest fólk álíka mikla örðugleika að breytast úr ung- um manni í fulltíða eins og úr barni í æskumann. Gerum ráð fyrir, að ung stúlka trúlofist, þegar hún er ennþá nærri þvi að vera á gelgjuskeiði. Hún giftist og eignast börn, eitt eða fleiri. Skyldan kallar, og hún verð- ur að segja skilið við „klíkuna" sína, og gamlar vinkonur fjar- lægjast, — og gamlir vinir. Árin líða, og hin unga kona tekur á öllu, sem hún á til. Svo allt í einu, eftir nokkur ár, verður breyting, stundum fyrir áhrif samkvæmislífsins, og konan gerir uppreisn, og heimtar, að almanakið sé fært til baka. Sé eiginmaðurinn á svinuðum aldri, svo að þau geti orðið samferða í samkvæmis- lífinu, getur svo farið, að þau sleppi beizlinu fram af sér og heimilið verði útundan, eink- um ef vínið er annars vegar. Sé maðurinn annað hvort all- miklu eldri eða minna gefinn fyrir samkvæmislífið, má vel vera, að konan fari að sækja skemmtanir með vinstúlkum sínum, og svo eiga þær kunn- 32 FÁLKINN ingja, sem gaman er að um- gangast, og áður en varir hef- ur myndast eins konar keðju- verkun ástalifsins, sem sannar- lega á ekki að vera í neinni al- vöru fyrst í stað, — en „hvenær drepur maður mann, og hve- nær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson forð- um. Ég hef orðið var við, að sum- ir halda, að únga fólkið eigi meiri þátt í hjónaskilnuðum heldur en eldri kynslóðin. Það er sennilega rétt, að flest ung hjón þurfi að ganga í gegn- um eins konar hreinsunareld, meðan þau eru að átta sig á sinni nýju tilveru, en senni- lega eru þau fleiri, hin rosknu hjón, sem aldrei hafa orðið fullorðin. ★ „í upphafi skyldi endirinn skoða“. Ung kona var að sækja skilnaðarvottorð til prests, og sagði um leið og hún kvaddi: „Hver veit, nema ég eigi eftir að koma til yðar og biðja yður að gifta mig.“ Prestur svaraði: „Þá skulið þér að minnsta kosti vera búin að kynnast mannsefninu í „over-alls“. „Þakka yður fyrir. Ég skil hvað þér eigið við,“ sagði kon- an. Sennilega hefur presturinn átt við, að ef hún gifti sig aftur skyldi hún ekki aðeins taka tillit til þess, hvernig mannsefnið liti út í „fínu föt- unum“, heldur vinnufötum hinna virku daga. Margt og mikið hefur verið ritað um nauðsynlegan undir- búning hjónabandsins. Hér í höfuðstaðnum kynnist unga fólkið helzt í skólum og á skemmtisamkomum. Og sumir, sem trúlofast undir þeim kring- umstæðum, átta sig ekki á því fyrr en um seinan, að i hjú- skap og heimilislífi kemur margt annað til greina heldur en útlitið og dansinn og skemmtilegheitin. Ungi maður- inn, sem er flott og rausnar- legur á veitingahúsinu, — get- ur verið nógu aðlaðandi, en þegar til þess kemur að fram- fleyta fjölskyldu af lágum launum, geta flottheitin orðið full-varhugaverð. Og það á sér stað, þótt furðulegt sé, að það ætlar að reynast jafn erfitt fyr- ir eiginkonuna að fá manninn til að fara til vinnu á morgn- ana og það var fyrir kærustuna að koma honum heim af dans- inum. — Áður fyrr var því svo háttað, að minnsta kosti i sveitum og kauptúnum, að ung stúlka komst ekki hjá því að vita, hvort ungi maðurinn var „mannsefni“ í víðtækari merkingu, og ef til vill hreifst hún engu síður af því, að ungi maðurinn var góður sláttumað- ur, duglegur fiskimaður eða verklaginn. Vinnan var sam- ofin persónuleikanum, einn hinn mikils.vefðasti dráttur myndarinnar. Amerískur dóm- ari kom fyrir mörgum árum með þá kenningu, að það væri nauðsynlegt, að hjóna- efni hefðu allveruleg kynferðis- leg kynni, áður en þau giftust, til að vita, hvort þau ættu saman. Hver sæmilega vitibor- inn maður gat sagt sér sjálfur, til hvers slíkt myndi leiða, og mér er ekki grunlaust um, að þessi vitringur hafi haft meiri áhrif til ills og gjört meiri skaða en almenningi er ljóst. Af kynnum af þessu tagi staf- ar verulegur hluti svonefndra „vandræðagiftinga". Ég veit raunar mörg dæmi þess, að fólki hefur tekist að grund- valla heimilislíf á gagnkvæm- um drengskap og viðleitni til að sjá barni sínu farborða sam- eiginlega. En ég myndi samt ekki ráðleggja neinum að stofna til slíks hjúskapar þvert á móti vilja sínum. Faðir óskil- getins barns getur ekki veitt því allt, sem faðir á í rauninni að veita barni sínu, en hann gerir barpinu ekkert fremur í vil, með því að giftast móður þess í fljótfærni og þvert um hug sér. En hafi þau einu sinni gifzt, myndi ég segja, að þau legðu sameiginlega meira á barnið en þau geta borið ábyrgð á, ef þau skilja aftur og svifta barnið heimilinu að nýju, ef nokkurs annars er kostur. — Ég myndi því alveg hiklaust halda því fram, að enda þótt kynlífið hafi mikla þýðingu, þá sé hitt margfalt þýðingarmeira, að hjónaefnin hafi fengið tæki- færi til að kynnast jafn ein- földum eðliskostum og iðju- semi, hreinlæti, reglusemi, sam- vizkusemi í peningasökum, bindindissemi, — því að það eru áreiðanlega miklu fleiri, sem eyðileggja heimili sitt vegna skorts á þessum hlutum heldur en vanþekkingu á kyn- ferðismálum. ★ Það er nauinast þú ert skemmtilegur Prestur nokkur var einu sinni á tali við mann, sem var að missa konuna frá sér. „Segðu mér eitt,“ sagði prest- urinn. „Þegar þú varst að draga þig eftir þessari stúlku, áður en þið trúlofuðust, — varstu þá ekki vanur að þvo þér um hendurnar, áður en þú settist til borðs með henni, — eða varstu þá jafn óhreinn og í dag?“ Manninum varð háif felmt við. Hann sagði, að vinn- an, sem hann hefði, væri þann- ig, að hann óhreinkaðist stund- um. Við því væri ekkert að gera. En hann viðurkenndi. að hann hugsaði minna um að þrífa sig nú, heldur en forð- um. — Það er til fólk, bæði karlar og konur, sem hegða sér í tilhugalífinu eins og það væri að velta tunnu upp brekku, og þegar komið er upp á brúnina, vill það slappa af. Það er hreinlátt, skapgott, Framh. á bls. 34.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.