Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 11
HVERS VK(i\A? UTIASAGAN M EFTIR V WILLY BREINHOLST PARÍS er borg Eiffelturnsins, Monu Lísu og Versala, en hún er líka borg spillingarinnar. Hugsið ykkur bara þennan unga slæpingja, Philippe Dauphin. Kemur hann ekki þarna, öruggur og ófeiminn og hringir bjöll- unni hjá herra Fouquet, þó að hann viti ósköp vel að herra Fouquet er í veizlu í uppgjafahermannaklúbbnum og að hin unga fagra kona hans er alein í húsinu. Og þó að hann þekki mæta vel þá kurteisisreglu að það er ekki viðeigandi að heimsækja ungar, fagrar og einmana frúr, þegar maðurinn þeirra er ekki heima. Þessi flagari! Hlustið bara á hvernig hann blístrar af eftirvæntingu, meðan hann bíður eftir að dyrnar séu opnað- ar. Sjáið bara hvernig hann hreykir sér í alltof vel pressuðum fötunum, sem fara honum alltof vel. Og hann er með orkedíuvönd I hendinni! Konfekt og orkedíur! Jú, hann veit svo sem hvað tilheyrir. Óforskammaður náungi þetta! Hana nú! Þá eru dyrnar opnaðar varlega í hálfa gátt. Hleypir hún hon- um inn? Vogar hún sér? Ce n’est pas possible! Jú, sem ég er lifandi maður. Hún réttir fram liljuhvíta hendi, lítur varfærnislega til beggja hliða, dregur hann innfyrir og lokar hurðinni vand- lega á eftir sér. — Ástin mín, segir hún og kastar sér í fangið á honum. — Loksins! Dieu soit loué! — Hvar er maðurinn þinn? Spyr hann og það er órólegt blik í augun- um, sem annars eru dökk, eggjandi og sjálfsörugg. — f uppgjafahermannaklúbbnum! í veizlu. Hann sagði að hún myndi standa fram eftir öllu kvöldi. Mjög lengi, sagði hann. Við eigum allt kvöldið fram undan, bara þú og ég! — Og þú ert viss um að honum skjóti ekki upp allt í einu okkur að óvörum? — Auðvitað! Philippe er orðinn rólegur. Hann kveikir sér í sígarettu og lítur í kring- um sig eftir næsta sófa. Hann lagar útsaumaða púðana örlítið til og svo hlammar hann sér niður, hallar sér aftur á bak og fylgir hverri hreyfingu frú Fouquet gegnum silfurglitrandi sígarettureykinn, sem líður út um nas- ir hans með reglulegu millibili. Augu hans eru hálflukt og það er á þeim ástríðufull móða. Hún lætur drykk á lítið borð framan við sófann, dregur niður í ljósunum, fullvissar sig um að öll gluggatjöld séu vandlega dregin fyr- ir og kveikir á útvarpinu og fögur tón- list fyllir herbergið. Svo skríður hún upp í sófann og alla leið í hornið, þar sem Philippe bíður hennar. Varir þeirra mætast í löngum ástríðu- fullum kossi. — Oh! Mon chéri! — Bien-aimé! (Þetta er víst ákaflega ástríðufull franska). Og svo gerist það allt í einu. Lykli er stungið í aðaldyrnar. Madame Fouquet rýkur upp og skrækir. — Mon Dieu! muldrar hún óttaslegin. Philippe drepur í sígarettunni í ösku- bakkanum. — Qu’est qu’il y a? Spyr hann og botnar hvorki upp né niður í neinu. Hann hefur ekkert heyrt. — Maðurinn minn! Hann er að koma! Hann er kominn alla leið inn í forstofu. ♦ Philippe hrekkur í kút. Ráðalaus og utan við sig af hræðslu, stendur hann á miðju gólfi og veit ekki hvað til bragðs skal taka. — Soye prudent! Feldu þig! Ef hann sér þig myrðir hann þig með köldu blóði! Philippe litast ráðaleysislega um eftir felustað. Bak við gluggatjöldin? Non'. Monsieur Fouquet kæmi áreiðanlega auga á támjóu skóna hans. Bak við sófann? Non! Hann stendur á miðju Framh. á bls. 36. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.