Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 27

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 27
• Veiðidýrfð Framh. af bls. 13. um sundtökum, til að spara kraftana. í að því er virtist ei- lifðar tíma, barðist hann við sjóinn. í örvæntingu sinni hóf hann að telja sundtökin. Hon- um tækist kannski að taka hundrað í viðbót, en síðan ... Rainsford heyrði hljóð. Það kom utan úr myrkrinu. Hljóð, sem dýr gefur frá sér í há- marki hræðslu og hryllings. Hann þekkti ekki dýrið, sem gaf frá sér þetta hljóð og hann reyndi heldur ekkert til þess. Með endurnýjuðum krafti synti hann í áttina. Hann heyrði það aftur, en þá var það þaggað niður með öðru hljóði, skerandi og snöggu. — Skammbyssuskot, muldr- aði Rainsford og synti áfram. Eftir að hafa beitt ítrasta viljakrafti að sundinu í tíu mínútur til viðbótar, heyrði hann hið langþráða hljóð, sem myndast þegar úthafsaldan brotnar við klettótta strönd. Hann var eiginlega kominn upp í klettana, áður en hann kom auga á þá. Hefði nóttin ekki verið svo kyrr, hefði hann lamist við þá. Með öllu því afli, sem hann átti aflögu hóf hann sig upp úr ólgandi sjónum. Hamraveggurinn teygði sig upp í sortann. Hann skréið upp á við með kjafti og klóm og með skornar og blæðandi hendur náði hann upp á berg- brúnina, þangað sem þykkur frumskógur teygði sig fram á fremstu brúnina. Þær hættur, sem gætu leynst fyrir honum í ^kógarþykkninu, ollu honum engum heilabrotum þá stund- ina. Allt sem hann gerði sér ljqst, var að hann var sloppinn úr greipum hafsins og óumræði- leg þreyta gagntók hann. Hann fleygði sér niður í skógarjaðr- inum og féll í dýpsta svefn ævi sinnar. Þegar hann opnaði augun, vissi hann af stöðu sólarinnar, að langt var liðið á dag. Svefn- inn hafði gefið honum nýja krafta og hann fann til sker- andi hungurs. Hann leit í kringum sig, næsturri glaðleg- ur í bragði. Þar sem skotið er af skamm- byssu, þar eru menn og þar seip menn eru fyrir þar er matur, hugsaði hann. En hvaða manntegund myndi hafast við á svo afskekktum stað? Óslit- inn' veggur frumskógarins um- lukti ströndina. Hann sá ekki móta fyrir neinni slóð gegnum þetta þykkni af trjám og vafnings- viði. Auðveldara myndi að fylgja ströndinni og Rainsford reikaði áfram meðfram sjón- um. Ekki langt frá þeim stað, sem hann hafði komið á land, stanzaði hann. Eftir ummerkjum að dæma, hafði eitthvert stórt sært dýr brotist um í runnunum. Vafn- ingsviðurinn var troðinn og mosinn bældur. Ein vefjaflækj- an var með rauðum blettum. Rainsford kom auga á lítinn og glitrandi hlut, sem lá skammt frá og hann tók hann upp. Það var tómt skothylki. — Tuttugu og tvö kaliber, sagði hann við sjálfan sig. — Það er einkennilegt, því að þetta hlýtur að hafa verið stór skepna og veiðimaðurinn hefur ekki verið neinn hug- leysingi að nota svo létta byssu. Augljóst er að villidýrið hefur varist. Ætli fyrstu þrjú skot- in sem ég heyrði hafi ekki verið þegar veiðimaðurinn náði dýrinu og særði það. Síðasta skotið hlýtur að hafa verið þegar hann gerði endanlega út af við það. Hann rannsakaði jörðina ná- kvæmlega og fann það, sem hann hafði vonað — för eftir veiðistígvél. Slóðin lá með- fram klöppunum í sömu átt og hann hafði gengið. Fullur ákafa flýtti hann sér í áttina og hras- aði öðru hvoru um fauska, eða lausagrjót, en hann þokaðist í áttina. Nóttin var að leggjast yfir eyjuna. Húmið var í þann veginn að hylja haf og frumskóg, þegar Rainsford kom auga á ljósin. Þau komu í sjónmál, þegar hann beygði fyrir vik í kletta- nöfinni og fyrsta ályktun hans var sú, að hann hefði komið auga á þorp, vegna þess hve ljósin voru mörg. En sem hann staulaðist áfram, sá hann sér til mikillar furðu að öll ljósin voru í einni tröllaukinni bygg- ingu, háreistri með turna, sem bentu til himins. Augu hans litu skyggðar útlínur miðalda- legs kastala, sem var staðsett- ur á hárri klöpp og á þrjá vegu gein þverhníptur hamra- veggurinn í sjó niður, þar sem gráðugar öldur hafsins sleiktu hamraveggina. „Hillingar“ hugsaði Rains- ford. En hér var ekki um nein- ar sjónhverfingar að ræða, þess varð hann var, þegar hann opnaði hátt járngrindahlið. Steinþrepin voru svo sem nógu raunveruleg og þykk hurðin með kátlegum útbúnaði fyrir dyrahamar. Samt var eins og eitthvert óraunverulegt and- rúmsloft léki um þetta allt saman. Hann lyfti dyrahamrinum og hann var stífur og ískraði, eins og hann hefði ekki verið not- aður um langan aldur. Hann lét hann falla og hrökk við af byljandi högginu, sem hann gaf frá sér. Hann hélt að hann heyrði fótatak inni fyrir en hurðin var lokuð sem fyrr. Aftur lyfti Rainsford hamrin- um og lét hann falla og þá opnuðust dyrnar. Opnuðust svo snögglega, að það var eins og þær lékju á stálfjöður og Rainsford stóð þarna með glýju í augum af skjannabirtunni, sem flæddi út til hans. Hið fyrsta sem hann gerði sér grein fyrir þar inni, var sá stærsti maður, sem hann hafði nokk- urn tíma séð. Risastór vera og eftir því þrekin með svart skegg niður að mitti. í hend- inni hélt hann á hlauplangri skammbyssu, sem hann beindi að hjartastað Rainsfords. Út úr skeggþykkninu gaumgæfðu tvo smá augu hann. — Látið yður ekki verða bylt við, sagði Rainsford með brosi, sem hann vonaði að væri sannfærandi. — Ég er enginn stigamaður. Ég féll útbyrðis af snekkju og nafn mitt er Sanger Rainsford og ég er frá New York. Engin breyting varð á illskulegu tilliti augna risans. Skammbyssan var svo stöðug í hendi hans, að hann var eins og myndastytta. Hann sýndi þess engin merki, að hann skildi hvað Rainsford var að segja, eða að hann hefði yfir- leitt heyrt til hans. Hann var í einkennisbúningi bryddum gráu astrakhanskinni. — Ég heiti Sanger Rains- ford frá New York, endurtók hann. — Ég féll útbyrðis af snekkju og ég er svangur. Einu viðbrögð mannsins voru að spenna upp gikkinn á byss- unni, síðan sá Rainsford lausu hendina færast upp að húfunni í hernaðarkveðju og hann sá hann slá saman hælunum og standa teinréttan. Annar mað- Framh. á bls. 41. Drengir! Drengir! Ökuhjálmurinn, mjög athyglisverður gripur, er kominn í verzlanir. Tápmiklir drengir, sem eru mikið á ferðinni, en gleyma samt ekki, að öryggið er fyrir öllu, vilja áreiðanlega eignast slíkan grip. Hiálmurinn er gerður úr sterku og endingargóðu plasti. Takið vel eftir bessum sjö atriðum: 1. blikkdós — 2. áföst gleraugu — 3. endurskinsljós — 4. stefnu- ljós — 5. aðvörunarbjalla — 6. höggþéttur hjálmur — 7. laust ljós. IMGVAR HELGASOM, HEILDVERZLUM Sími 19655. FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.