Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 23
neinn sem gætu gefið einhverja hugmynd um hvernig slysið hefði borið að höndum. Tvær dagleiðir frá næstu Lappabyggð, við Reisavatnið hjá landamærum Troms og Finnmerkur, býr Anne Pauljevari Hetta. Kofinn er frumstæð smíði, úr kassafjölum og hertri mold. Fjölskyldan hefur stækkað smám saman. Elzt barnanna er Laila, 12 ára, en Perikaren, sem er ársgömul er sú yngsta. Faðirinn er sjaldan heima. Hreindýrahjörðin sem fjölskyldan byggir tilveru sína á, getur ekki dvalið inni í landinu yfir sumartímann. Þar er of heitt og mýflugurnar valda einnig miklum vandræðum. Þess vegna leggur Hetta af stað með hreindýrin niður að ströndinni í byrjun maí og hann kemur ekki aftur til Reisavatnsins fyrr en í ágúst. Þetta er ástæðan fyrir því, að Anne er ein heima með börnin, þegar blaða- maðurinn kemur í heimsókn og truflar hana í önnum dagsins. Hún var að leggja hreindýrsskinn í bleyti í læknum, en sam- tímis því virtist hún úthella öllum sínum lappneska orðaforða til þess að skakka leikinn hjá tveim dætrunum, sem voi'u að stæla. Þegar það ekki dugði, sleppti hún skinninu og lét til skarar skríða. Hún náði góðu og ákveðnu taki á þeim báðum og hélt áflogahænunum tveimur beinum örmum út frá sér, þar til þær lofuðu hátiðlega, að halda sér í skefjum. Þegar hún kom auga á blaðamanninn, varð hún hljóð og fór ákaflega hjá sér. Oft líða svo ár, að ekki kemur nokkur sála á þessar slóðir, sagði hún seinna. Hún beygði sig niður og burstaði af pilsinu sínu eins og afsakandi og vildi umfram allt hlaupa inn og klæðast hátíðabúningi sínum áður en hún byði gestina velkomna. En eftir ötullegar fortölur hvarf loks feimni hennar fyrir ótrúlega hressilegum hlátri. sem síður en svo var erfitt að vekja. Spyrjið aldrei Anne Hatta hve mörg hreindýr hún eigi. Þá hverfur brosið og hún segir einbeitt: — Þú segir Önnu, hvað mikið kaup þú hefur. Þú segir líka hvað þú átt mikla peninga í bankanum. Þá kannski ég svara hvað mörg hrein- dýr. Hún á hálf erfitt með noi'skuna. Anne vill helzt tala finnsku, en dóttirin Laila er skólagengin, hún er nemandi í heima- vistarskólanum í Kautokeino og virðist búa yfir góðum hæfi- leikum sem túlkur. Laila hefur fengið nasasjón af siðmenn- ingunni og er alls ekki ánægð með að eyða öllu sumrinu langt inni í óbyggðum. Hún getur ekki skilið, hvers vegna foreldrar hennar vilja ekki fara að dæmi annarra af Sama þjóðflokkn- um og búsetja sig í Kautokeino. Og hún notar hvert tækifæri til að sannfæra móður sína með öllum mögulegum röksemd- um. En Anne Hetta er óbifanleg. Hvergi í heiminum er eins fagurt og við Reisavatnið á vorin og sumrin. Hér er heimili Hetta fjölskyldunnar og svo er útrætt um það mál. Og þó. Síðustu árin hefur fjölskyldan dvalið í Kautokeino yfir vetur- inn og flutt til kofans við vatnið í byrjun maí. En Anne er ekki hrifin af því. Það er svo margt, sem kaHar að. Og verður betur gert, þar sem maður á heima. Auk þess er miklu dýr- ara að búa í þéttbýlinu. Dagurinn við vatnið byrjar eldsnemma, löngu áður en börn- in ei-u farin að bæra á sér. Þá rær hún út og dregur urriða- netin. Og hérna er ekki langt á milli stórfiskanna. Anne þekk- ir hvern þumlung af vatninu og veit, hvar fiskurinn gengur. Eftir morgunverð er fiskurinn soðinn, saltaður og reyktur. Svo þarf að höggva við, bæta netin og súta skinn. Og þegar þetta allt er af hendi leyst. getur Anne tekið til við handa- vinnuna. Hún saumar skó, töskur og sekki, sem hún selur kaupmönnum í Kautokeino. Þegar dagur er að kveldi og fimm hraustar Lappatelpur eru sofnaðar í kofanum, ýtir Anne aftur frá landi í árabátnum. Hún verður að leggja urriðanet- in, hversu þi'eytt, sem hún kann að vera. Og Anne getur róið. Hún hefur ekkert á móti því að etja kappi við fíleflda karlmenn að sunnan sem halda að það vei'ði leikur einn. Anne fór með sigur af hólmi í kappi'óðrinum og Lappaþjóðin er sá hluti Norðurlandabúa, sem okkur er mest framandi og við vitum minnst um. Anne Pauljevari Hetta er Lappa- kona, sem átt hefur afli við höfuðskepnurn- ar, fætt barn sitt alcin á hjarnbreiðu í óbyggðum og á heimili sitt í kofa, gerðum úr kassafjölum. Samt er það staðreynd. að hún vill ekki skipta við neinn. það þótt hún hefði telpurnar sínar fimm sem aukafaiþega i bátnum. En hún gætti þess vel, að láta ekki sjást hve henni var skemmt. — Ei'tu aldrei hrædd við að eitthvert ykkar kunni að veikjast hérna uppfrá, tvær dagleiðir frá öðru fólki? Þessir aðkomumenn geta spurt af ótrúlegn fávísi. — Við höldum okkur hraustum. Það er vandalítið. Ég held að það sé hollt að drekka kaffi. Við vitum, að við verðum að sjá um okkur sjálf hérna uppfrá Við erum við því búin og þá fer allt vel. Anne Hetta hlær hátt. Náttúran hefur gert hana hamingju- sama. Og hún hefur einnig fært henni sorgir. En í sorg og gleði unir hún lífi sínu við Reisavatn og myndi ekki vilja láta það I skiptum við neinn. Anne Hctta leggur af stað með alla krakkana í bát til að heimsækja systur sína. Krakkarnir eru öll í sparifötunuxn. Myndin til vinstri, niðri: Hér býr Anne Hetta ásamt börnum sínum. Þegar vindurinn verður of napur fer hiin inn fyrir með kaffið. FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.