Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 22
aftur og leit beint á blaðamanninn. — Það fær enginn að kaupa þennan skinnsekk. Enginn! Ein framtönn hennar visaði inn á við, fjörlegt andlitið var alsett hrukkum. Tvær kolsvartar fléttur hengu niður á bak- ið. Hún brosti ekki lengur og orðin voru óhagganleg. Þá sást, að Anne Pauljevari Hette var falleg kona. Hún gekk að sekknum úr hreindýraskinni, sem hékk á kofaveggnum og strauk fingrunum varlega yfir hann. Síðan sagði hún sögu sína. Hún byrjaði janúarnótt eina árið 1949, einhvers staðar í óbyggðum Finnmerkur. í þrjátíu stiga frosti rak Anne á undan sér hreindýrahjörð, sem taldi mörg hundruð skepnur, yfir heiðina. Stormgnýrinn yfirgnæfði gelt hundanna fjögurra, sem hún hafði með sér og dýrin hugsuðu um það eitt, að finna skjól. Þau þrýstu sér hvert upp að öðru og fóru sinna eigin ferða. Veðrið rak hreindýrin áfram á fleygiferð og Anne neytti alira krafta til að hafa við þeim. Allt í einu megnaði hún ekki meira. Hún nam staðar og studdist þunglega fram á skíðastafinn. Þá varð henni Ijóst, hvað um var að vera. Hún hafði ekki haft tíma til að veita óþægindunum athygli eða verkjunum, sem stöðugt versnuðu. Hin mikla og óvænta Hún vill ekki áreynsla hafði flýtt fyrir fæðingunni. Stafurinn bognaði undan þunga hennar og brotnaði í tvennt. Þá hneig hún niður í mjúkan snjóinn. í fjarska heyrði hún í hundunum, sem geltu og reyndu að hafa hemil á hreindýrahjörðinni. Svo kafnaði hundgáin í óveðurshrinunum. Hún var ein. Nokkurri stundu seinna lá drengur þétt við likama hennar undir hlýjum hreindýrsfeldi. Anne lá stundarkorn kyrr í snjónum og hvíldi sig. Svo reis hún á fætur og hélt áfram barningnum. Fáeinum klukkustundum seinna komu þau bæði heilu og höldnu til byggðarinnar, Lappastúlkan og ungbarnið. Anne er alin upp í óbyggðum. Fjallið var hennar skóli. Hún hefur att afli við storma og ís frá því hún var barn að aldri. Það var engin ástæða til, að Mikkel, en svo var dreng- urinn látinn heita, fengi öðruvísi uppeldi. Þvert á móti, þar sem hann átti að verða karlmaður. Og Mikkel sýndi fljót- lega, að hann var efni í sterkan, hraustan og dugmikinn Sama. Þegar hann var tíu ára gamall var hann þegar orð- inn alvanur að gæta hreindýrahjarðarinnar einsamall. Hann var orðinn góður skíðamaður og foreldrar hans voru hreykin af honum. Nákvæmlega tíu árum eftir hina dramatísku fæðingu í storminum, gætti Mikkel hreindýrahópsins á sömu slóðum. Hann var einn, en fjórir hundar Hettafjölskyldunnar veittu honum góða aðstoð. Við ljóstýru frá parafinlampa sátu Anne og maður hennar í litla moldarkofanum og biðu. Þau voru því vön, að hann væri lengi að heiman, en í þetta skipti var drengurinn óvana- lega seinn fyrir og þau gátu ekki að sér gert, að laumast út að glugganum með stuttu millibili, til þess að gæta að hvort ekki bólaði á honum. Veðrið var afleitt. En þrátt fyrir það leið góð stund áður en þeim kom til hugar, að eitthvað gæti hafa orðið að honum. Mikkel hafði lent í stormi áður og alltaf tekizt að leiða hreindýrahjörðina framhjá hættuleg- um giljum og gjám. Og úlfa höfðu þau ekki orðið vör við árum saman. — En þá varð mér allt í einu undarlega innanbrjósts, segir Anne. Hugurinn leitaði aftur. Ég mundi eftir fæðingunni. Og þá varð mér Ijóst, að drengurinn var í hættu staddur. Við leituðum alla nóttina, en fundum ekki hjörðina fyrr en dag- inn eftir. Hundana fundum við líka, en Mikkel var týndur. Þau fundu hann aldrei. Ekki heldur skíði, stafi, eða föt, TTÚN starði augnablik niður í moidargólfið. Dökk augu A hennar fylltust tárum. Stuttu seinna lyfti hún höfðinu FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.