Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 18
ÞÓTT leikfélagið Gríma hafi ekki mörg starfsár að baki, og mest allt starf sem unnið er á hennar vegum sé unnið í frí-
stundum frá tímafreku starfi verður ekki annað sagt en hún hafi skilað athyglisverðum árangri. Það var hún sem kynnti
fyrir reykvískum leikhúsgestum Max Frisch og Jean Genet, sem báða hefur borið hátt í leikhúsheiminum undanfarin ár og eru
vel kunnír nú leikhúsgestum hér. Þá hefur Gríma einnig kynnt innlenda höfunda, Halldór Þorsteinsson, Odd Björnsson og
Erling E. Halldórsson. Gríma tók upp þá nýbreytni hér sem sumir hafa kallað lesflutning.
Að þessu sinni kynnir Gríma fyrir leikhúsgestum spánverjann Arrabal. Hann er rúmlega þrítugur, skrifar leikrit sín í
París á máli þarlendra. Hann er af mörgum talinn einn ath yglisverðasti höfundurinn í hópi ungra leikskálda í dag. Það
er leikrit hans Fando og Lis sem Gríma sýnir. Þá sýnir Gríma einnig Amalíu eftir Odd Björnsson.
Leikendur í Fando og Lis eru fimm: Fando: Arnar Jónsson, Lis: Margrét Guðmundsdóttir, Mitaro: Flosi Ólafsson, Nam-
ur: Sigurður Karlsson og Toso: Karl Guðmundsson.
í Amalíu er aðeins ein persóna, þ. e. Amalía, en leikendur fimm: Arnar Jónsson, Bríet Héðinsdóttir, Kristín Magnús,
Karl Guðmundsson og Stefanía Sveinbjarnardóttir.
Leikstjóri er Gísli Alfreðsson. Leikmynd er eftir Þorgrím Einarsson.
Úr Fando og Lis: Fando: Sjáið hvað hún er falleg.