Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 37

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 37
Ver'ðminni. Þvottavélin, sem þér keyptuð í fyrra gegn af- borgunum, er dýrari í innkaupi í dag. Og svo hafið þér haft ánægju af henni í heilt ár. Hættulegasti óvinur fjárhags- áætlunarinnar er metorðastrit- ið. Sérstaklega hjá ungu, fram- gjörnu fólki er hætta á, að það fjprengi utan af sér hina vitur- legustu og sanngjörnustu áætl- un. Sumt fólk gengur nefni- lega með þá grillu, að það eigi að keppa — í allri vinsemd puðvitað — við kunningja og nágranna. „Fyrst þau eru búin að fá sér þetta og þetta, er þá ekki kominn tími til fyrir okk- ur, að...“ Og hér verður að segja eins og er, að konur eru miklu skæðari en karlmenn. HÚN hefur alltai vérið, og mun líklega ávallt verða, freist- arinn. í langflestum tilvikum er það konan, sem hvetur til inn- kaupa. Mjög oft er það af góð- um og gildum ástæðum, eins og t. d. þeim að innkaup eigi að gera þegar vörurnar eru ódýrar eins og á útsölum. Á hinn bóginn verður efnahagur- inn í beztu jafnvægi, ef maður bíður með að kaupa, þar til maður hefur þörf fyrir vöruna. Það er ekki heimskulegt að leggja peninga til hliðar til stærri innkaupa síðarmeir, s. s. hús, sumarbústað bíl, bát eða hvað það nú á að vera. Þér skuluð ekki halda, að fjárhagsáætlun krefjist viða- mikils bókhalds. Þegar búið er að semja hana, er vel hægt að hafa allt saman í höfðinu, og bókhald er óþarft. Hér skulu engin ljót orð höfð um heim- ilisbókhald. En því hættir oft við að glata tilgangi sínum þar eð það kemur allt í einu á daginn, að maður er farinn að færa bækur, bókfærslunnar vegna. Auk þess er nákvæmt heimilisbókhald alltof tíma- •frekt og það er varla ofsögum sagt, að nútíma húsmóðir hef- ur meir en nóg á sinni könnu eins og er. Gangið nú ekki of langt. Akið ekki tíu kílómetra með strætisvagni til að kaupa kaffi- pakkann krónu ódýrari. Byrj- ið heldur ekki að kaupa annars- flokks matvörur vegna þess að þær eru á lægra verði. Það er að spara eyrinn en kasta krón- unni. Það eru stóru liðirnir, sem máli skipta. Það tekur langan tíma og mikla umhugsun að semja góða fjárhagsáætlun, en þegar það er gert, líður ekki immiimm iTf FILMUR OG VÉLAR S.F. i11111 á löngu áður en þér verðið vör við batnandi loftsiag á heimilinu. • RKl Framh. af bls. 9. sjúkra og slasaðra víðs vegar um landið. Einnig veita deild- irnar aðstoð við sjúka í heima- húsum, t. d. með lánum á sjúkratækjum, sjúkrarúmum og dýnum. Hjálparsjóður fé- lagsins úthlutaði rúmlega 316 þúsundum til bágstaddra á síð- asta starfstímabili félagsins. í ár vinnur Rauði Kross ís- lands að uppbyggingu blóð- söfnunarkerfis um allt land. Blóðsöfnunarbifreið R. K. í. verður tilbúin til notkunar eftir nokkrar vikur, en ætlunin er að bifreiðin starfi í samvinnu við Blóðbankann, sem láti í té sérmenntað fólk. R. K. I. mun að öðru leyti sjá um rekstur bifreiðarinnar, og R.K.-deildirn- ar um söfnun blóðgjafa og skrá- setningu þeirra. Blóðsöfnunar- málið er því eitt stærsta verk- efni félagsins. Rauði Kross íslands er hluti af Alþjóða Rauða Kross sam- tökunum, sem hafa aðalstöðvar sínar í Genf. Félagið reynir því eftir getu að taka þátt í alþjóða hjálparstarfinu, þegar Rauða Kross samtökin fara fram á aðstoð R. K. f. T. d. má nefna safnanir fyrir bág- stadda í Alsír, Júgóslavíu, og nú síðast Pakistansöfnunina. Meginverkefni félagsins eru samt hér heima, og hefur félag- ið unnið markvert starf í þágu líknarmála hérlendis s.l. 40 ár. Nú þegar Rauði Kross ís- lands hefur gerzt aðili að Norð- urlandahjálp í Nígeríu ásamt Finnum, Norðmönnum og Sví- um, hefur R. K. í. gerzt braut- ryðjandi í merku starfi í nafn' íslands. Það virðist því vera opin leið fyrir Alþingi, að not- færa sér reynslu og skipuiags- kerfi Alþjóða Rauða Krcssins, þegar veitt verður fé ti' aðstoð- ar við þróunarlöndin á þessu ári. Fé því sem rá*"' að yrði til Nígeríu hjálpars' 'sins yrði vafalaust að tvöföldum notum, þegar haft er í huga að Nígería er einasta viðskiptaland íslands í Afríku. Á aldarafmælishátíð Rauða Krossins, árið 1963, flutti þáverandi heilbrigðismálaráð- herra, Dr. Bjarni Benedikts- son, ávarp, sem hann lauk með þessum orðum: „Víst er fæst- um okkar ofætlan að gerast Margar gerðir af sýningart j öldum Sýningarlampar Flestar gerðir af litfilmum 35 mm—8 mm svart-hvítar allar stærðir 8 mm filmuskoðarar, límarar — lím ÁRS ÁBYRGÐ Margar gerðir af ljósmyndavélum 8 mm tökuvélum 8 mm — 16 mm — 35 mm 70 mm sýningarvélum fyrir heimili, skóla, félagsheimili og kvikmyndahús. Transistor ferðatæki og viðgerðaþ j ónusta jLeiðbeinum meðhöndlun á sýninga- og tökuvélum 8—16 mm filmuleiga Viðgerðir- og varahlutaþjónusta Fullkomnasta litskuggamynda- sýningavélin með innbyggðu bendiljósi. EINKA UMBOÐ TTTT FILMUR DG VÉLAR S.F. Skólavörðustig 41. Sími 20235. félagar í Rauða Kross íslands og styrkja þannig þann mann- úðarfélagsskap, sem mestu góðu hefur til vegar komið á okkar öld“. • Æskuhormónar Framh. af bls. 21. stofu sinni, að hann minntist fyrri tilrauna sinna með mag- ann á Cecropia silkiorminum og að í honum hafði verið mik- ið af því, sem gat verið „æsku- hormóninn". Dr. Williams tók þegar til starfa. Hann skar á magann á Cecropia silkiormi og setti hann í eter, til þess að losna við önnur aðskotaefni. Síðan lyfti hann tilraunaglasi sínu upp að ljósinu. Gat þessi gullni vökvi, sem flaut í glasinu ver- ið hormóninn? Líffræðingur- inn ungi efnagreindi vökvann og þarna hafði hann ... „æsku- hormón, töfralykilinn að ald- ursþróun skordýrsins! Síðan hefur dr. Williams sannað svo ekki verður um villst, að kenningar dr. Wigg- lesworth voru réttar — að hægt var að hafa hemil á aldri skordýranna með hormóninum. Hann uppgötvaði að þegar hann sprautaði hormónum m ungum býflugnalirfum í eldri lirfur, hættu gömlu lirfurnar að eldast. Þær harðneituðu að mynda púpur og verða að bý- flugum og þær urðu tröllaukn- ar að stærð! Og við framhaldsrannsókn- ir í efnafræðistofu sinni, komst dr. Williams að því að æsku- hormóninn stöðvaði þróunina, með því að gera taugakerfi og önnur líkamskerfi skordýranna algerlega stöðug á hvaða ald- ursskeiði sem er. Þetta er svo sem gott og blessað hvað skordýrunum við- víkur, en spurningin er: Búa mannlegar verur yfir þessum æskubrunni í líkama sínum? Svarið fæst í næsta skrefi, sem dr. Williams tók á þessari braut. Uppgötvun dr. Howard Schneiderman við Cornell há- skólann á æskuhormón í kúm, hvatti dr. Williams til að halda áfram á sömu braut. En nú beindi hann athyglinni að mannskepnunni í stað skordýr- Framh. á bls. 41. 37 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.