Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 26
n^n
SKARTGRIPIR
trúlofunarhringar
HVERFISGÖTIJ 16
SÍMI 2-1355
TRÚLOFUNAR
H
R
I
N
G
A
R
ULRICH FALKNER GULISM
LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ
Framleitt einungis úr úrvals
gleri. — 5 ára ábyrgð.
t’antið tímanlega.
KÖRKB2KJAIM H.F.
Skúlagötu 57 — Símar 23200.
Atm
— Komdu útí. Veiztu ekki
að það er hættulegt að sitja
undir tré þegar eldingar eru.
— Auðvitað veit ég livaða
dagur er í dag. Það er laugar-
dagur.
— Maðurinn hefur slæma
tilhneigingu til að ræða stjóm-
mál við ókunnuga menn.
— Jón, kvartaðirðu við ösku-
kallinn hvað hann hefur hátt
á morgnana?
Kæri Astró!
Ég er mjög forvitin um framtíð mína, og eins um það
hvernig þér finnst að skapgerð mín sé. Ég er oft ógurlega
skapbráð, lagast það nokkuð? Heldur þú að ég eigi eftir að
giftast og hvernig verður þá hjónabandið? Það er eins og ég
fæli alla stráka frá mér, þó lít ég ekkert illa út. Ég hef áhuga
á að komast til útlanda. Heldurðu að það geti orðið á næst-
unni? Ég er í skóla núna, en hvaða vinna ætli væri bezt fyrir
mig? Á ég eftir að eignast börn?
Með fyrirfram þökk.
Adda.
Svar til Öddu:
Þú ert ennþá svo ung að þú
getur varla haft mikla reynslu
af karlmönnum. Ég held að
þegar þú fullorðnast og þrosk-
ast sé alls engin hætta á að
þú fælir frá þér karlmenn eða
aðra. Ég tel að þegar þú hef-
ur lært að stilla skapsmuni
þína og fágað framkomu þína
þá verðir þú mjög aðlaðandi
stúlka. Þú ert fædd í Ljóns-
merkinu og mjög sterk í því
merki og hefur þú því til að
bera helztu eiginleika þess
merkis. Þú ert metnaðargjörn
og vilt ávallt vera fremst í
flokki í hverju sem er og þér
finnst eins og sjálfsagt að all-
ir veiti þér athygli og þú tek-
ur það nærri þér ef þér finnst
þú ekki fá alla þá athygli sem
þú vilt. Þar af leiðandi gæti
þér hætt til, eins og ýmsu fólki
sama eðlis, að vera of áberandi
í framkomu klæðast áberandi
áður en þú hefur þroskað
smekk þinn. Vera hávær og
sækjast eftir félagsskap við
fólk sem er hirðulaust um
framkomu sína. Þetta er mikill
misskilningur. Fólk fætt í
þessu merki hefur allt til að
bera til að njóta aðdáunar og
virðingar ef það fer rétt að.
Þetta eins og kemur af sjálfu
sér ef það reynir að laða fram
hina beztu eiginleika sína óg
þeir eru vissulega fyrir hendi.
Þú ættir að kappkosta að fága
framkomu þína læra kynna
þér góðar bókmenntir og list-
ir og yfirleitt að leitast við að
vikka sjóndeildarhring þinn
sem allra mest. Skapa þér sjálf-
stæðan smekk í klæðnaði og
kynna þér allt sem að þeirri
hlið lítur. Ef þú leggur áherzlu
á þessi atriði líða ekki mörg
ár þar til þú hlærð að þeirri
hugsun að þú hafir verið að
kvarta yfir því að þú fældir
frá þér stráka. En þú þarft
einnig og ekki sízt að læra að
umgangast hitt kynið svo að
þeir komi fram við þig eins og
þeim ber. Þú munt verða frem-
ur ung þegar þú gengur í
hjónaband og að öllum líkind-
um giftast manni sem verður
þó nokkuð eldri en þú. Þú
munt ekki" eignast mörg börn
varla meira en tvö. Því þótt
ljósmerkingar séu mikið gefn-
ir fyrir börn og skilji þau vel
þá eiga þeir venjulega fá börn.
Þú munt eiga eftir að ferðast
mjög mikið og ekki er ólíklegt
að þú eigir eftir að vera búsett
erlendis meiri part ævinnár.
26 FÁLKINN