Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 5
að Anthony Quinn hefði ekki dansað hann í kvikmyndinni umtöluðu, ZORBA. Þessi gríski dans hefur ekki náð almenn- um vinsseldum hérlendis, til þess er hann of erfiður, en flestir eru sammála um það, að Sertaki sé mjög þokkafullur og fallegur á að horfa. — Eru TWIST og SHAKE að líða undir lok? — Að minnsta kosti er alveg hætt að biðja um kennslu á þeim og á það jafnt við unga sem aldna. Hins vegar eru þessir dansar enn dansaðir á hinum svokölluðu táningaböllum, en þó virðast þeir einnig vera að hverfa þar og BLUE BEAT og HULLY GULLY að taka við. Að mínum dómi kæmi Blue Beat helzt til greina sem arftaki Jenka, en að sjálfsögðu er ekkert hægt að fullyrða um það. Annars virðist þróunin vera sú, að þeir dansar, sem þarf að hafa dálítið fyrir, eiga dálítið vaxandi vinsældum að fagna. — Það kvarta margir undan því, hvað það sé erfitt að dansa Jenka. — Fólk gerir sér þetta alltof erfitt. Það tekur t. d. yfir- leitt of stór hopp, en þreytan kemur þó aðallega vegna þess, að beitt er öllum fætinum í hoppinu, en með réttu á aðeins að koma niður á tábergið. — Eru einhverjir í þessum hópi, sem eru hjá þér núna, sem kynntu þennan dans upphaflega á umræddri skóla- skemmtun? — Já, það vill svo vel til, að þau eru hér öll. — Ég hefði gaman af því að ræða stuttlega við eitt parið. — Það er alveg sjálfsagt, ég skal hóa i þau. Hermann Ragnar gengur að hópnum og kemur von bráðar í fylgd með ungri stúlku og pilti. Daman heitir Ingibjörg Jónsdóttir og var búin að vera 7 ár í dansskóla Hermanns Ragnars. Hún var í hópi þeirra, sem kynntu Jenka fyrir 2 árum og pilturinn einnig. Hún stað- hæfði, að þessi dans væri mun skemmtilegri en Twist. Gallinn væri bara sá, að Jenka væri lítið dansaður í LÍDÓ, en þangað kveðst Ingibjörg oftast fara. Framh. á bls. 42. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.