Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 12
ÆSISPENNANDI SAGA UR SAFNI ALFREDS HITCHOCKS — Einhvers staðar þarna á stjórnborða er stór eyja, sagði Withney. — Hún er allleyndardóms- full... — Hvaða eyja er það? Spurði Rainsford. — Á gömlum sjókortum er hún kölluð „Skipagildran“, svaraði Whitney. — Óhugnanlegt nafn, finnst þér ekki? Sjómenn hafa undar- legan ótta af henni. Hvers vegna veit ég ekki. Einhver hjátrú, myndi ég segja. — Ég get ekki séð hana, sagði Rainsford og reyndi að píra augunum gegnum raka hitabeltisnóttina, sem var næst- um áþreifanleg þar sem hún umlukti snekkjuna. — Þú hefur góða sjón sagði Withney hlæjandi. — Og ég hef vitað þig koma auga á elgsdýr falið í haust- litum runna á fjögur hundruð metra færi, en þrátt fyrir það gætir þú ekki séð fjórar mílur frá þér um tunglskinslausa karabíska nótt. — Ekki svo mikið sem fjora faðma, viðurkenndi Rainsford. — Úff. Þetta er eins og blautt flauel. — Það verður nógu bjart í Ríó skal ég lofa þér, sagði Withney. — Við ættum að komast þangað eftir örfáa sólarhringa. Ég vona bara að jagúarbyssurn- ar séu komnar frá Purday. Við ættum að geta veitt vel upp með Amazon ánni. Veiðar eru stórkostleg íþrótt. — Stórkostlegasta íþrótt í heimi, viðurkenndi Rainsford. — Fyrir veiðimanninn, bætti Withney við. — Ekki fyrir jagúarinn. — Farðu ekki með fíflsku- hjal, Withney, sagði Rainsford. — Þú ert veiðimaður, en ekki heimspekingur. Hvern varðar um tilfinningar jagúar- ins. — Kannski jagúarinn sjálf- an, sagði Withney hugsandi. — Huh. Þeir eru skilnings- lausir. — Þó svo sé, held ég að þeir skilji einn hlut að minnsta kosti — óttann. Óttann við sár- sauka og dauða. — Fásinna, sagði Rainsford hlæjandi. — Hitinn er að gera þig veiklundaðan Withney. Líttu raunsætt á málið. Heimurinn er byggður upp á veiðimönnum og veiðidýrum og til allrar hamingju erum við, þú og ég veiðimennirnir. Heldurðu að við séum komnir framhjá þess- ari eyju. — Um það get ég ekki sagt vegna myrkursins, en ég vona það. — Hvers vegna? Spurði Rainsford. — Staðurinn hefur illt orð á sér. — Mannætur? Stakk Rains- ford upp á. — Varla. Jafnvel mannætur gætu ekki dregið fram lífið á á svo eyðilegum stað. Einhvern veginn hefur hann orðið að þjóðsögu meðal sjófarenda. Tókstu ekki eftir hve taugar hásetanna voru viðkvæmar í dag? — Nú þegar þú minnist á það, voru þeir ekki eins og þeir eiga að sér að vera. Meira að segja Nielsen skipstjóri... — Já, meira að segja þessi harðsvíraði Svíi, sem myndi ganga á vit þess vonda sjálfs og biðja hann um eld. í fisk- bláum augum hans var eitt- hvert blik, sem ég hef aldrei séð fyrr og ég fékk ekki annað út úr honum en þetta: „Þessi staður hefur á sér illt orð meðal sjómanna herra minn.“ Síðan sagði hann við mig mjög alvarlegur í bragði: Finnið þér ekkert á yður herra?“ Rétt eins og loftið í kringum okkur væri þrungið eitri! Þú ert vís til að hlægja að mér, þegar ég segi þér að það fór skyndilega hrollur um mig. — Það blakti ekki hár á höfði. Sjórinn var sléttur eins og spegill, þá er við nálguð- umst eyna. Það sem ég fann var andlegur hrollur — eins konar skyndilegur ótti. ^icAanet @omdt 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.