Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 39
I Framstykkið: Prjónað á sama hátt og bakið en án þess að kljúfa það í miðju. Ermar: Fitjið upp 42 1. með hvítu á prjón nr. 3%, prjónið 6 cm brugðningu 1 sl., 1 br. Þá er mynstrið prjónað á prj. nr. 4 og aukið út beggja vegna í 6. hverri umf. 6 sinnum og í 4. hverri umf. 6 sinnum. Þegar ermin er 26 cm (64 umf.) frá brugðningu er fellt af fyrir handveg og raglansaum eins og á bakinu. Prjónið 3 cm brugðn- ingu með hvítu á prj. nr 3Vz á 16 1. sem eftir eru, takið úr beggja vegna 1 1. í 2. hverri umf. 4 sinnum. Fellið af sl. og br. Frágangur: Pressað lauslega á röngunni. Saumarnir saum- aðir saman og rennilásinn í klaufina á bakinu. Húfan: Fitjið upp 87 1. á prj. nr. 3V2 með hvítu og prjónið 8 umf. brugðningu. Sett á prj. nr. 4 og mynstrið prjónað í 37 umf. Þá er prjónað með hvitu og í næstu umf. (á röngunni) eru prjónaðar: (4 sl., 2 br. sm.) að síðustu 3 1., 3 sl. (= 73 1.). Prjónið 1. eins og þær snúa í næstu umf. Takið úr í 4. hverri umf. (á röngu) 4 sinnum á þann hátt að prjóna hverja brugðnu 1. saman með 1. á undan. Dragið band í gegnum 17 1. sem eftir eru og gangið vel frá endunum. Húfan saum- uð saman. Dúskur búinn til úr hvítum eða fleiri litum og fest í kollinn. Útprjónuð drengjapeysa á 4—5 ára. Efni: Nál. 250 g rauðbrúnt, 200 g brúnt og 100 g ljósbrúnt sportgarn. Prjónar nr. 3% og 4%. Prjónað er sléttprj. Mynstr- ið endurtekið á breiddina frá ör til örvar. Á hæðina er byrj- að eins og mynstrið sýnir og síðan endurtekið milli tvöföldu örvanna. X = rauðbrúnt • = brúnt □ = ljósbrúnt. 18 1. og 20 umf. = 10^(10 cm. Bakið: Fitjið upp 61 1. á prj. nr. 3V2, prjónið 3 cm brugðn- ingu 1 sl., 1 br. í síðustu umf. er aukið út um 1 sl. 1. snúna í bandið eftir 10. hverja lykkju 5 sinnum (66 1. á). Mynstrið prjónað á prj. nr. 4% þar til síddin er 21 cm frá brugðningu. Fellið af 3 1. í hvorri hlið 1 sinni, 2 1. 1 sinni og 1 1. 1 sinni fyrir handveg. Þegar handvegurinn er 15 cm eru felldar af 5 1. í hvorri hlið 1 sinni og 6 1. 1 sinni fyrir öxl. Prjónið 1 umf. brugðna á réttunni með rauðbrúnu iyrir innafbroti á 32 1. sem eftir eru. Prjónað áfram sléttnrjón, fitj- ið upp 2 1. í hvorri hlið i 2. hverri umf. 2svar. Þegar innaf- brotið er 2 cm er fellt af. Framstykkið: Prjóneð ems og bakið. Ermar: Fitjið upp 31 1. á prj. nr. 3% og prjónið 3 cm brugðningu, aukið út í síðustu umf. eftir 5. hverja 1. 5 sinn- um. (= 36 1. á) Mynstrið prjónað á prj. nr. 4%, aukið út um 1 1. hvoru megin í 6. hverri umf. 4 sinnum og í 4. hverri umf. 5 sinnum (54 1. á). Þegar ermin er 24 cm frá brugðningu eru felldar af 4 1. í hverri hlið 1 sinni, 3 1. 1 sinni, 2 1. 3svar, 3 1. 1 sinni og 4 1. 1 sinni fyrir hóf. Fellið af 14 1. sem eftir eru. Frágangur: Pressað lauslega á röngunni. Saumarnir saumað- ir saman og ermarnar við bol- inn. Brotið inn í hálsinn um brugðnu umf., tyllt niður á röngunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.