Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 16

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 16
minnimáttarkenndin í mér hvarf smám saman. Það var lærdómsríkt að geta fylgzt með þessum vönu leikurum vinna og byggja upp hlutverk sín, og ég reyndi að taka vel eftir öllu.“ HVERNIG fannst þér að byrja að leika með stjörnunum?" „Ég var ægilega hrædd fyrst, og ég man, að á fyrstu samlestraræfingunni dönsuðu stafirnir svo fyrir augunum á mér, að ég gat ekki greint orðin. En þau hin létu mig sannarlega ekki finna að ég tefði fyrir á nokkurn hátt, held- ur voru þau svo indæl og hjálpsöm, að þegar þau töluðu lægra og drógu úr leiknum gerði ég ósjálfrátt eins.“ „Varstu ekki voðalega kvíðin fyrir f rumsýninguna ? “ „Eiginlega var ég miklu hræddari fyrirfram — löngu áður var ég búin að hugsa mér hvað þetta yrði nú allt ægilegt, hvernig ég myndi nú fara að ef ég gleymdi textanum og stæði eins og þvara eða eyðilegði fyrir hinum með einhverjum klaufaskap . . . ég var allra hræddust við að bregðast hinum og skemma sýninguna í heild. En þegar að hinum stóra degi kom var ég alveg uppgefin og næstum tilfinningalaus; ég hugsaði um morguninn, að nú myndi frumsýningin verða í kvöld, ég yrði að gera eins vel og ég gæti og ekki meira með það. Eftir að sýningin var um garð gengin helltust allar tilfinn- ingarnar yfir mig eins og flóð, og þá var ég alveg búin að vera. Ég býst við, að þetta sé ein af þeim stundum sem maður gleymir aldrei og getur í raun- inni ekki .lýst með orðum.“ HVAÐ fannst þér um að leika svona margar sýningar?" ,,Ó, alveg dásamlegt. Ég hef oft ver- ið spurð hvort það sé ekki leiðigjarnt, en ég held, að Það komi aldrei til, vegna þess að áhrifin frá áhorfendun- um eru svo sterk, að þau geta bók- staflega stjórnað sýningunni, og hver Anna líersklnd Framhald Anna sem hún sjálf. Hún er dóttir frú Ástu og Axels Herskind apótekara og býr nú hjá móður sinni og fósturföður, Víglundi Möller fulltrúa. sýning er ólík öllum öðrum að ein- hverju leyti.“ „Hvernig líkar þér að leika í Enda- sprettur?" „Ég hef mjög gaman af því, og hlut- verkin mín þar eru allt öðruvísi en Honey, svo að þetta er ný reynsla.” „Fórstu oft í leikhús þegar þú varst lítil?“ „Ekki mjög, en þeim mun oftar á bíó. Ég man enn þegar ég fór með mömmu og ömmu að sjá íslenzka kvik- mynd sem hét Niðursetningurinn með Brynjólfi Jóhannessyni i aðalhlutverk- inu. Ég hef verið fimm eða sex ára, og þegar hann dó í endanum varð mér svo mikið um, að ég fór að hágráta. Amma reyndi að hugga mig, og hún talaði áreiðanlega eins hátt og é'g grét, en aumingja mamma sussaði árangurs- laust á okkur og dauðskammaðist sín fyrir þessi læti. ’Ég skal fara með þig aftur á morgun, og þá sérðu, að hann er ekki dáinn', sagði hún við mig. ’Já, en þá deyr hann bara aftur’, vældi ég og mátti ekki til þess hugsa. Ég fór að hlakka til að verða fullorðin, því að þá ætlaði ég að eignast niðursetn- ing og vera alltaf voða voða góð við hann.“ „Hvaða leiksýningu sástu fyrst?“ „Það var Snædrottningin í Þjóðleik- húsinu. Ég varð alveg hugfangin, og þegar ég kom heim lék ég þetta allt saman upp aftur og aftur. Það getur haft varanleg áhrif á börn að heillast svona af einhverju, og það væri sannar- lega mikilsvert að geta gefið öðrum þótt ekki væri nema brot af því • sem mað- ur sjálfur héfur fengið, að,.njóta.“ . . HVERNIG hugsarðu til framtíðar- innar?“ „Ég þarf varla að fara mörgum orð- um um það- Auðvitað dreymir mig um að afla mér reynslu og fá hlut- verk — hversu lítil sem þau kynnu að vera — aðalatriðið er að geta haldið áfram að leika.“ ★ ★ — Konan yðar verður fljót- lega heilbrigð. Jón er einkar laginn kvenlæknir. 16 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.