Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 28
NÝ FRAMHALDSSACA
RÖMAiVTÍSK \I TÍ>IASA(, V
FRÁ HERRAGARÐI 1 DÖLEM
*
I
— Ég vil ekki læra að aka,
sagði hún vansæl.
— Vertu ekki svona f jandi ein-
þykk! hraut af vörum Ulfs. Hver
einasta stúlka sem ég þekki
myndi verða himinlifandi yfir
því, að fá ókeypis ökukennslu!
— Ekki ég.
Ulf leit snöggt á hana. Hún
var óttaslegin á svipinn, hugs-
aði hann forviða. Augun voru
voru uppglennt. Þau voru áreið-
anlega svört núna! Hafði hún
fengið taugaáfall i einhverju
slysi? Hann minntist þess,
hvernig hún hafði þrýst sér að
honum, þegar hann kyssti hana,
og allt í einu hvarflaði það að
honum að það hefði ekki verið
skriðan í steinnámunni, sem
valdið hefði henni þessum ótta,
heldur eitthvað allt annað. Strax
í fyrsta skiptið, sem hann sá
hana, hafði andlit hennar verið
fölt og stirt eins og gríma —
nákvæmlega eins og nú. Hún
hafði einnig verið hrædd þá. Við
hvað var hún hrædd? Hann leit
aftur á hana. Það voru kiprur í
kring.um munnvikin á henni.
Hann fann ákafa löngun eftir að
nema staðar og taka hana í
faðm sér óg kyssa hana aftur.
SVIÞJOÐ
Varir hennar voru þrýstnar og
fallega lagaðar, en jafnvel þær
voru fölar lika! Líklega hafði
rigningin máð burt varalitinn.
Eða þá að hann hafði kysst hann
af henni...
Fjandinn sjálfur! Hann ætti
að segja henni að hann ætlaði
að kvænast Louise. En ef til vill
vissi hún það? Louise hafði
vafalaust sagt henni frá því.
Samt fann hann þörf hjá sér til
að hafa orð á því. Hann vildi
hlaða orðunum upp eins og varn-
arvegg milli sín og Marianne.
Rjúfa spennuna, sem hafði
myndazt á milli þeirr. Fyrir-
byggja hvern möguleika á því
að kyssa hana aftur. En hann
gat ekki komið upp orðunum.
Ekki alveg strax! Það myndi
vera eins og löðrungur. Seinna
ætlaði hann að segja henni það,
rólega og eðlilega, eins og af til-
viljun.
Það var að rofa til. Vatnið
ljómaði aftur ísblátt milli
grannra, rauðbrúnna trjástoín-
anna, þegar þau óku niður af
Malingforsbergi. Þau fóru fram-
hjá verksmiðjunum og sveigðu
inn i húsagarðinn milli álmanna.
Marianne muldraði „þakka þér
fyrir ferðina" og hljóp inn í
vinstri álmuna. Ulf tók skjala-
töskuna og læsti bilnum. Ætti
hann að fara strax inn á skrif-
stofuna og loka iaunalistana inni
í peningaskápnum. Nei, ■ hann
ætlaði að skipta um föt fyrst.
Það var ekki þurr þráður á
honum.
FJÓRÐI KAFLI.
Þegar Marianne opnaði hurð-
ina inn í svefnherbergi sitt, nam
hún staðar á þröskuldinum án
þess að geta hreyft sig. Glugg-
inn út að veginum stóð galop-
inn. Vindurinn hafði staðið inn
um gluggann og regnið fossað
beint inn í herbergið. Veggfóðr-
ið var skemmt. Gluggatjöldin og
gólfábreiðan rennblaut. Og borð-
ið dásamlega með rósamynstr-
inu úr ólikum viðartegundum
var á floti. Hún þaut fram í bað-
herbergið og sótti handklæði til
að þurrka af því. Borðplatan var
alsett Ijósum, gljáalausum skell-
um. Lakkhúðin var gereyðilögð.
Og hún, sem hafði komið því
fyrir þarna — utan við það
svæði, sem hún gekk mest um
— til þess að það stæði I vari'
Hún stóð sem steini lostin og
horfði í örvílnun á borðið, glugg-
ann og stormlokurnax-, sem ekki
hafði verið krækt í krókana á
gluggakarminum...
Hún hafði aldrei nokkurn tíma
opnað þennan glugga! Aðeins
hinn, sem sneri út að húsagarð-
inum. Hafði einhver opnað hann,
meðan hún var fjarverandi?
Eða hafði lokunum ekki verið,
fest nógu vel? Henni hafði aldrei
dottið í hug að gæta að því. Nú
lét hún aftur gluggann og ýtti
lokunum fast niður og lét síðan
fallast niður i rúmið sitt. Gólf-
ábreiðan, borðið, gluggatjöldin#
veggfóðrið ... Hvað myndi UIi
segja?
Hún lokaði augunum og lagði
hendina yfir þau. Nú sá hún
ekki lengur skelfingarsýnina,
sem ofsótti hana um tveggja ára
bil. Hún sá ekki líkama hjól-
reiðamannsins, fljúga í boga
gegnum loftið, ekki tréð koma
á ofsahraða. Hún sá grannan
vanga Ulfs og regndropana, sem
runnu eftir útiteknu hörundinu,
niður í andlit hennar. Hvers
vegna hafði hann kysst hana?
Var það eins konar afturkippur
eftir lífshættulegt augnablik?
Þakklæti fyrir að hún hafði
hindrað hann í að renna í stein-
skriðunni alla leið niður á botn?
Annað gat það varla verið. Það
var Louise, sem hann elskaði.
Það mátti sjá það á honum —
oft. Og sjálf átti hún dóm yfir
höfði sér.
Seinlega og áhugalaust tíndi
hún af sér rennvotar spjarirnar
og klæddi sig í hreinan baðm-
ullarkjól. Bjallan á þaki herra-
garðsins kallaði til kvöldverðar,
Hún brá greiðu gegnum hárið,
fleygði rykfrakkanum yfir axlir
sér og hljóp yfir flötina. Ulf og
Louisa biðu í graðstofunni.
— Það var gott að þú komst,
sagði Louise. Við erum oi’ðin
sársvöng, en ég skil, að þú hef-
ur orðið að gefa þér góðan tima
til að skipta um föt. Þú hlýtur
að hafa gegnblotnað? Hárið á
þér er rennvott, vesalingur.
Marianne leit skelkuð í spegil-
inn. Eitthvað í rödd Louise sann-
færði hana um, að hún liti aumk-
unarlega út. Og svo var það
gremjulegt, að þau skyldu hafa
orðið að bíða eftir henni! En
hún hafði hlaupið af stað um
leið og matarbjallan hringdi,
hugsaði hún undrandi. Höfðu
þau i raun og veru beðið eftir
henni...
Ulf beit fast um pípumunn-
stykkið og horfði á hana án þess
að draga andann. Ef hún vildi
aðeins ráða við sig að vera annað
3
28
FALKINM