Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 14

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 14
Anna Herskind íék fYrst Honey í hver er hræddur við virginíu woolf? * hjá Þjóðleikhúsinu, og nú er hún Clarice og Ada í ENDASPRETTUR hjá sama leikhúsi. TEXTI : BTEINUNN B. BRIEM ÉG hef alltaf verið að leika frá því að ég man fyrst eftir mér,“ játar hún. „Ýmist var ég þessi eða hin persónan, eitt í dag og annað á morgun, aldrei ég sjálf. Oftast lék ég mér ein og bjó mér þá til leikfélaga, talaði fyrir alla og leiddist ekkert, þó að ég hefði enga raunverulega krakka til að vera með. Ég sagði frá byrjun, að ég ætlaði að verða leikkona, og auðvitað tók enginn mark á mér. Allir sögðu já og amen til að hafa mig góða, en tóku þetta eins og hverja aðra hugaróra.“ En Anna Herskind fór sínu fram og sýndi og sannaði, að henni var alvara. Hún byrjaði að læra í leiklistarskóla Ævars R. Kvaran, fór síðan í skóla Þjóðleikhússins og er nú búin að leika þrjú hlutverk á sviði þess. Þetta er elskuleg stúlka og brosleit, hæglát í fasi og talar lágt með þýðri rödd. Hún geymir sér dramatísku tilþrifin í tali og hreyfingum þangað til hún er komin upp á svið. En þegar hún minnist á leikhús og leiklist geislar hún öll. „Ég var með dellu áður en ég vissi nokkuð hvað þetta var, og eftir því sem ég kynnist því betur eykst hún og magnast. Það er allt heillandi við leikhús, meira að segja lyktin á bak við tjöldin hefur sín sérstöku áhrif ... maður kemst í vímu um leið og maður kemur inn úr dyrunum.“ „Vissirðu þegar þú útskrifaðist, að þú fengir hlutverk á næsta leikári?" „Ja, þjóðleikhússtjóri sagði, að það gæti verið, að ég fengi eitt hlutverk, en ég fékk ekkert að vita hvað það var og í hvaða leikriti. Ég lifði í von- inni, en þorði samt ekki að hugsa of mikið um það. Svo hringdi hann einn dag niður í Sjúkrasamlag þar sem ég vinn og sagði, að nú væri allt klappað og klárt. Ég fór bara alveg úr sambandi. Það hefur víst ekki verið mikið gagn í mér í vinnunni það sem eftir var dags- ins!“ „Þekktirðu leikritið?“ „Ég hafði lesið það á ensku, þvi að einn af kennurunum okkar í leiklistar- skólanum, Gunnar Eyjólfsson, hafði sagt okkur frá því og hvatt okkur til að lesa það. Ég ætlaði ekki að trúa, að ég fengi í alvöru að leika í því.“ „Hvernig leizt þér á Honey?“ „Mér fór fljótt að þykja vænt um hana. Hún átti svo bágt og var eitthvað svo umkomulaus, að ég fékk innilega samúð með henni. Annars held ég, að hvaða manneskja sem maður leikur og hvernig sem hlutverkið er fari manni að þykja það þýðingarmikið þegar mað- ur er byrjaður að vinna það. Og fyrir mig var það auðvitað hreint krafta- verk að fá yfirleitt tækifæri til að Ieika.“ „Hvað voru sýningarnar margar?“ „Áttatíu og þrjár, þar af fjörutíu og átta úti á landi. Við vorum sex vikur í leikferðinni um landið, og ég held, að ég hafi lært meira á því en ég hefði getað lært á mörgum árum í skóla. Við lékum í félagsheimilum og yfirleitt alls staðar þar sem nokkur möguleiki var til að halda sýningar, og það kom oft fyrir. að við þurftum að breyta stað- setningum ef sviðið var mjög lítið, hreyfingum og ýmsu öðru, og náttúr- lega varð að stilla leiknum í hóf í minni sölum.“ „Var það ekki erfitt? Vill ekki jafn- vægið raskast ef staðsetningum er breytt?“ „Jú, það getur orðið ruglingslegt, enda ekki gert nema nauðsyn krefji, en það bjargar manni, að maður hefur ekki tíma til að hugsa sig um og verð- ur bara að duga eða drepast, og stund- um er eins og það sé eitthvað á bak við sem starfar þegar mest á ríður. Ég var svo reynslulaus, að ég hugsaði mest um að laga mig eftir hinum — Hér er Anna sem Honey, ásamt Róbert Arnfinnssyni og Gísla Alfreðssyni. „Ég lifði í voninni, en þorði samt ekki að hugsa of mikið um það. Svo hringdi hann einn dag niður í Sjúkrasamlag þar sem ég vinn og sagði, að nú væri allt klappað og klárt. Ég fór hara alveg úr sambandi. Það hefur víst ekki verið mikið gagn í mér í vinnunni það sem eftir var dagsins!" (Mynd: Óli Páll). 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.