Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 15
VðlfförélIF Dan leikur Hildi í hinu nýja leikriti Jökuls Jakobssonar, SJÓLEIÐIN TIL BAGDAD, sem sýnt er hjá Leikfélagi Reykjavíkur. TEXTI : STEINUNN S. BRIEM Hún er aðlaSandi stúlka með lifandi og greindarleg augu. Röddin er fremur dimm og mjög blœbrigðarík. Valgerður Dan er núna að leika sitt fyrsta stóra hlutverk, Hildi í leikriti Jökuls Jakobssonar, SJÓLEIÐIN TIL BAGDAD, og gagnrýnendunum kom saman um, að þessi frum- raun hennar hefði tekizt óvenju glœsilega. En því fer fjarri, að unga leikkonan miklist af vel- gengni sinni. Hún er hœversk og blátt áfram, og hún leggur mesta áherzlu á hvað hún eigi mikið ólœrt. „Ég hef enga reynslu og afskaplega lítið vit á þessu, svo að ég ætti ekki að tala um leiklist eins og ég væri gamalreyndur atvinnuleikari. En . . . ó, þetta er allt svo dásamlegt.“ „Já, varstu ekki ánægð að fá svona gott hlutverk nýútskrifuð úr leiklistar- skólanum?" „Ánægð er nú ekki orðið; ég var alveg í sælurúsi. Ég var búin með loka- prófið, og auðvitað veit maður ekki hvort maður fær nokkuð að gera á eftir, en morguninn 12. júní hringdi Sveinn Einarsson í mig og sagði mér að koma á æfingu næsta mánudag — ég fengi hlutverk í nýja leikritinu hans Jökuls. Ég get ekki lýst því hvað ég varð upp- veðruð, ég spurði hvort ég gæti feng- ið að sjá handritið undir eins, en hann sagði nei, nei, ég yrði að gera svo vel að bíða þangað til á æfingunni. Þú get- ur ímyndað þér hvað ég var eftirvænt- ingarfull. Fyrst og fremst var dásam- legt að fá hlutverk, og svo var ég mjög spennt að sjá hvernig það væri.“ HVERNIG leið þér þegar þú byrj- aðir að æfa með þessum vönu leikurum?" ,,Ég var eins og mús á fyrstu æfing- unum, þorði varla að hreyfa mig og var alltaf hrædd við að segja eitthvað svo kjánalegt, að allir færu að hlæja. Mér fannst ég svo lítil og vesæl og kunna ekki neitt og geta ekki neitt, en allir voru svo góðir við mig og hjálpsamir, uppörvuðu mig og sögðu: ’Þetta kemur', og smám saman gleymdi ég allri ófram- færni.“ „Var þér sagt nákvæmlega hvernig þú áttir að leika hlutverkið eða fannstu það mest út sjálf?“ „Ja, náttúrléga var mér leiðbeint mikið og kennt, en samt var ég látin hafa frjálsar hendur og vinna sjálf- stætt að vissu marki. Maður verður að trúa sjálfur á það sem maður er að gera, því að annars er hætt við, að það verði yfirborðskennt og utanaðlært. Við vorum tvo mánuði að æfa Sjóleiðina, seinustu tvær vikurnar á sviðinu með tilbúnum tjöldum — það var mikill munur og gerði mann öruggari að þurfa ekki að ímynda sér allan sviðsútbúnað- inn, þótt ég væri reyndar vön því úr skólanum.“ „Varstu ekki taugaóstyrk fyrir frum- sýninguna?“ „Jú, alveg óskaplega, mér fannst bók- staflega allt vera í húfi, enda var þetta fyrsta stóra hlutverkið mitt. Ég svaf lítið þrjár-fjórar nætur á undan, en seinustu nóttina var ég orðin svo þreytt, að versta taugaspennan var horfin úr mér, og þá svaf ég eins og steinn.“ „Og eftir sýninguna? Varstu þá ekki alveg uppi í skýjunum?" „Það var geysilegur léttir, að þetta skyldi loksins vera búið, en um leið fannst mér ég einhvern veginn tóm. Öll taugaspenna farin, sýningunni var lokið, og ég var þægilega þreytt." FINNST þér þá ekki erfitt að þurfa að leika þetta upp aftur og aft- ur?“ „Nei, þvert á móti. Ég var hálf smeyk við það áður, að það yi'ði erfitt og ég yrði kannski leið á því, en þá reiknaði ég ekki með áhorfendunum. Núna eru búnar tuttugu og fimm sýn- ingar, og engar tvær hafa verið eins. Valgerður í hlutverki Hilclar. „Ég get ckki lýst því hvað cg varð uppveðruð, ég spurði livort ég gæti fengið að sjá liand- ritið undir eins, en hann sagði nei, nei, ég yrði að gera svo vel að bíða þangað til á fyrstu æfingunni.“ (Mynd: O, Ó.) 15 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.