Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 13
VEIÐIDYRIÐ — Einber ímyndun, sagði Rainsford. Rainsford og hitti þig aftur við morgunverðarborðið. hafði verið skotið þrisvar sinn- um af byssu. Rainsford spratt upp og hraðaði sér út að lunningunni. Hann var sem þrumu lostinn. Hann einblíndi í áttina, sem hljóðin höfðu komið úr, en það var eins og að reyna að sjá í gegnum ábreiðu. Hann stökk upp á öldustokkinn til að fá víðari sjónhring, en pípan hans rakst í stag og hrökk úr munn- inum á honum. Hann greip eftir henni. Stutt hást óp kom yfir varir hans, þegar honum varð ljóst að hann hafði teygt sig of langt og misst jafnvæg- ið. Ópið drukknaði í ylvolgum öldum Karabíska hafsins, þegar þær luktust yfir höfuð hans. Hann barðist upp á yfirborð- ið og reyndi að hrópa, en frá- kastið fi’á hraðskreiðri snekkj- unni lamdist í andlitið á hon- um og honum hélt við köfnun af söltu vatninu, sem fyllti munn hans. í örvæntingu tók hann nokkur sterk sundtök á eftir ljósum snekkjunnar sem fjarlægðist óðum, en hann gaf upp sundið eftir að hafa farið fimmtíu fet eða svo. Einstök rósemi greip hann og þetta var ekki í fyrsta skipti, sem hann hafði komist í hann krappann. Mögulegt var að einhver um borð í snekkjunni gæti heyrt hróp hans, en þær vonir urðu veikari eftir því sem hún fjarlægðist. Hann klæddi sig úr fötunum og hrópaði af öllum kröftum. Ljósin á snekkjunni urðu daufari með hverju augnablikinu sem leið, eins og á eldflaug sem fjarlægðist óð- um. Síðan gleypti nóttin þau gersamlega. Rainsford minntist skothvell- anna, sem hann hafði heyrt. Þau höfðu komið frá stjórn- borða og hann synti þrjósku- lega í áttina þangað. Hann synti með hægum útreiknuð- Framh. á bls. 27. — Einn hjátrúarfullur sjó- ari, getur smitað alla skips- höfnina með ótta sínum. — Ef til vill. En stundum finnst mér að sjómenn hafi auka skilningarvit sem geri þeim viðvart þegar hætta er í nánd. Stundum held ég að hið illa sé áþreifanlegt, hafi sína bylgjulengd, rétt eins og hljóð og ljós. Óhugnanlegur staður getur varpað frá sér ill- um bylgjum, ef ég mætti kom- ast þannig að orði. En hvað sem því líður, er ég feginn að við erum að komast út úr þessu svæði. Jæja, ég er að hugsa um að fará í koju núna Rains- ford. — Ég er ekki syfjaður, sagði Rainsford. — Ég ætla að reykja eina pípu í viðbót á afturþiljum. — Þá býð ég þér góða nótt — Gott og vel. Góða nótt Withney. Ekkert hljóð rauf kyrrð næt- urinnar, þar sem Rainsford sat, nema dumb slög vélarinnar, sem knúði snekkjuna áfram inn í nóttina ásamt ólgunni frá skrúfuvatninu. Rainsford kom sér fyrir í hægindastól, tottaði annars hugar á uppáhaldspípunni sinni. Áfengur ilmur næturinn- ar smaug í gegnum hann. „Það er svo dimmt“ hugsaði hann, „að ég gæti sofið án þess að loka augunum. Nóttin yrði mín augnalok. Óvænt hljóð truflaði hann. Hann heyrði það á stjórnborða, og eyi-u hans sem voru sérhæfð í þessu tilliti gátu ekki villt um fyrir honum. Hann heyrði hljóðið aftur og enn aftur. Einhvers staðar úti í myrkrinu SAGAN KEMUR í ÞESSU BLAÐI OG ÞVÍ NÆSTA FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.