Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 9
ungra Nígeríumanna til starfa á hinum ýmsu sviðum þjóð- félagsins, og skipulagt framtíð- arstörf þeirra; sem sagt hjálp- að þeim til að hjálpa sér sjálf- um. Það kom í ljós, að NH gat veitt ómetanlega aðstoð í skipu- lagningu heilbrigðismála, og einnig veitt góða aðstoð við uppbyggingu kennslumála í hinum ýmsu héruðum Nígeríu. Þegar fenginn var grundvöll- ur fyrir starfinu í Nígeríu, var tekið til óspilltra málanna. Fyrst var tekið til við endur- skipulagningu Rauða Kross félags Nígeríu. Ungur Nígeríu- maður, Saidu Mohammed, var ráðinn framkvæmdastjóri fé- lagsins, en Mohainmed var ný- kominn aftur til Nígeríu frá Sviss, þar sem hann var í skóla á vegum UNESCO og Alþjóða Rauða Krossins. Mohammed og starfslið hans, mest allt sjálf- boðaliðar, tóku síðan höndum saman við Isaksen og Kallen- ius við uppbyggingu félagsins í hverju einasta héraði Nígeríu. Á síðastliðnu ári var lögð áherzla á kennslu í heilbrigðis- málum. Sett var í gang her- ferð gegn óþrifnaði í sambandi við kennsluna. Herferðin var í fimm þáttum, unnin í sam- starfi við blöð, útvarp og sjón- varp. Hver þáttur stóð í einn mánuð. Sá fyrsti hét „Segðu flugum stríð á hendur“, „Hreinn matur — góð heilsa“ og fleira. Rauða Kross deildin í Lagos jSetti upp heimili fyrir munaðar- laus börn, sem rekið hefur ver- ;ið með góðri hjálp frá Norska ,Rauða Krossinum. Þá voru sett- ,ar upp mjólkurgjafastöðvar ,fyrir bágstadda í mörgum hér- >.uðum. Þessar stöðvar dreifðu jþurrmjólk, sem send var frá Finnlandi, en stöðvarnar voru reknar á svipaðan hátt og þær, sem Rauði Kross íslands stóð fyrir í Alsír fyrir nokkrum ár- um. Þau verkefni, sem hér hafa verið talin upp, eru þau sem ,nú þegar er búið að skipu- leggja og vinna hafin við. Aftur móti eru verkefni þau, sem ennþá eru á biðlista, næstum því óþrjótandi. ! Rauði Kross íslands hefur fjölda verkefna til að vinna að hér heima. Reykjavíkurdeild R. K. I. hefur t. d. gefið börn- um, sem ekki hafa fengið tæki- færi til sumardvalar í sveit, kost á að dvelja í sumarbúðum Rauða Krossins í Biskupstung- um og í Grímsnesi. Þá má ekki gleyma sjúkrabifreiðum Rauða Krossins, sem annast flutning Framh. á bls. 37. FULLUR BILL AF MAT! Börn frá æskulýðshreyfingu Nígeríu taka á móti matvælum frá _Rauða Krossinum (efri mynd). Það er þurrmjólk í kassanum sem telpan er að fá drengnum. En íslenzki Rauði Krossinn hefur farið víðar í Afríku. Hann sendi matvæli til Aisír fyrir nokkrum árum, skömmu eftir að 'þeir Alsir- búar öðluðust sjálfstæði. Á neðri myndinni athugar innfæddur starfsmaður RK hreinlætisástandið í þorpi einu í Nígeríu. Hann er að rannsaka hvort telpurnar litlu hafi þvegið sér nógu vel um hendurnar! Myndin á hinni síðunni: Dr. Jón Sigurðsson borgarlæknir, forseti R. K. I. ásamt öðrum fulltrúum á alþjóðaþingi í Genf. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.