Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 21.02.1966, Blaðsíða 20
 ■ ■■■■■:■ .;■„ Þlí HEFUR OF LfTIO KAUP — Við höfum ekki efni á því — Og þetta segir þú, sem hefur alla þessa heimilispen- inga. — Viltu kannski taka við? Ég skal bara segja þér eitt: ÞÚ HEFUR OF LÍTIÐ KAUP! — Þvættingur! Líttu á Palla og Betu! Eiga þau ekki bíl, og það þótt þau hafi miklu minna úr að spila en við! Ég veit ná- kvæmlega hvað það er, sem okkur vantar. FJÁRHAGS- ÁÆTLUN! — Fjárhagsáætlanir eyði- leggja sambúðina. Og það veit ég að minnsta kosti upp á hár, að peningarnir verða ekki fleiri, þótt við höfum bókhald! Hér skulum við gera hlé. Þennan leikþátt þekkja allir. Hann hefur verið endurtekinn svo oft. Ef til vill líka heima hjá einhvsrjum, sem þér þekk- ið? Peningar hafa því miður átt sök á ótöldum heimiliserj- um, jafnvel ekki óhugsandi að stöku skilnaður hafi af hlotizt. Höfum við nokkurn tíma reynt að komast að því, hvers vegna sumar fjölskyldur virðast spjara sig miklu betur en við, þrátt fyrir að þær hafa sömu tekjur eða jafnvel öllu minni? Hefur okkur dottið í hug, að kannski hafi Palli og Berta gert fjárhagsáætlun? Fyrir nokkrum árum fór fram skoðanakönnun _ í Ame- ríku (sem er land skoðana- kannana) hjá fjölskyldum sem staðhæfðu að afkoma þeirra væri slæm, enda þótt þær hefðu allar góðar miðlungs tekjur. Allir fullyrtu, að þeir hefðu of lítið kaup og að öll vandamál yrðu leyst sam- stundis, ef þeir aðeins fengju ca. 25% launahækkun. Fáum árum síðar voru sömu fjöl- skyldurnar heimsóttar. Efna- hagurinn var jafn bágborinn, þrátt fyrir það, að allir fengu töluvert meira en 25% launa- hækkun. Það hafði enn sann- azt, að slæmur fjárhagur er ekki alltaf í hlutfalli við tekj- urnar. Margar eru þær þrætur og önnur leiðindi, sem unnt hefði verið að komast hjá, ef hjónin hefðu komið sér saman um skynsamlega fjárhagsáætlun. Það er mikið hægt að læra af því að grandskoða fjárhags- áætlun náungans, en sárasjald- an neinn hagur í því, að gera nákvæma eftirlíkingu af henni. Sú áætlun sem einni fjölskyldu finnst mjög skynsamleg getur öðrum virzt hreint og beint fá- ránleg og síður en svo hag- kvæm. Og áreiðanlegt er það allavega, að skynsamleg fjár- hagsáætlun er ekki fólgin í löngum og þurrum talnaröðum. Þegar hjónin hafa komið sér saman um það, til hvers tekj- unum skuli varið, eru þau búin að finna skynsamlega fjárhags- áætlun í mörgum nútima hjónabönd- um er konan fjármálaráðherra heimilisins. Það er hún, sem í einu og öllu ber ábyrgð á efna-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.