Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 7
SVART HÖFÐI SEGIR það á undanförnum árum að greiða skatta og útsvör af millj- ónum á milljónir ofan, verða ekki eignalausir þótt þeir þurfi að greiða skattsektir. Þeir hafa lifað vel og halda áfram að lifa vel á þeim peningum sem almennir launþegar verða að greiða fyrir þá. Að móðga goöin ÓTT undarlegt megi virðast, þá þykir fínt í pólitísku lífi hér á landi að lifa flekklausu fjármálalífi. Leiðandi menn í þeim efnum eru þeir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins. Báðir þessir menn hafa haft ærin tækifæri til að auðgast, en hafa Íátið vinninginn liggja. Þeir eru báðir, sem forustumenn, svo harðir í þessum efnum, að þeir treysta miðlungi vel þeim samstarfsmönnum sínum, sem auðgazt hafa á skömmum tíma, og líta varla á það sem einkamál viðkomandi aðila. En það er ekki nóg þótt fínt sé að láta laun sin duga í stjórnmála- lífinu. Hér á landi þykir fínt að auðgast sem mest á sem skemmstum tíma. Hér er fæstum gefið að gerast auðugir með íieiðarlegu móti. Þó eru á þessu nokkrar miklar undantekn- ingar. Það sem virðist hafa þjáð peningamenn mest eru sjálf- sagðar skattgreiðslur til samfélagsins, sem skapar þeim að- stöðuna til auðsöfnunarinnar, illrar eða góðrar. Og í raun- inni líta gamalgrónir skattsvikarar á skattalögregluna sem hreina móðgun við sig, þótt hún sé í hinni erfiðustu aðstöðu hvað vinnuskilyrði snertir, þegar hugsað er til verkefnisins. Hún hefur þegar tekið nokkra skattsvikara, og hefur þeim verið gert að greiða töluverðar fjárhæðir fyrir skattsvik, allt að því fimm ár aftur í tímann. Þótt engan þessara aðila muni um að greiða skattsektirnar, kusu þeir samt að láta vita af sér. Til varð eins konar óformlegur klúbbur skattsvikara, sem m. a. einkenndust af því að hafa eitthvað stutt Sjálfstæðis- flokkinn. Ráðherrar hrista höfuð sín SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM skal sagt það til hróss, að hann stofnaði til skattalögreglunnar, eftir að séð varð, að við skattsvikin varð ekki unað, enda eru þau komin á geigvæn- legt stig. Þar sem meðlimir í klúbbi skattsvikara höfðu stutt fyrrnefndan flokk, fannst þeim kominn tími til, að flokkur- inn gerði eitthvað fyrir þá annað en siga á þá skattlögreglu. Út af fyrir sig er þetta gott dæmi um hugsunargang manna, sem efla flokka einungis til að geta látið þá hlaupa undir bagga í einkamálum. Fjórir eða fimm þessara manna gerðu sér erindi á fund Magnúsar Jónssonar, fjármálaráðherra, og upphófu sinn gamla glaða söng um lánsfjárskort, erfiða tíma fyrir fyrirtæki sín, að ógleymdri skýrslu um framlag til flokksins. Magnús sat og hlustaði á þessa rullu og lét sér hvergi bregða. Síðan sneru gestir sér að aðalerindinu. Jú, til þeirra hafði komið skattalögregla, og það væri rétt, að eitthvað hefðu skolazt hjá þeim framtölin á síðustu árum. Hins vegar væri það hrein óhæfa að vera að ragast í svona málum langt aftur í tímann. Nóg væri að sekta fyrir næsta ár á undan, en að fara fjögur til fimm ár aftur í tímann næði engri átt. Það hlyti ráðherrann að sjá. Magnús hefur að vísu góða sjón, en ekki sá hann þetta. Hann hristi bara höfuðið framan í þá. Að vísu sagði hann að þetta mál kæmi sér ekki við sem embættismanni, og væru þeir að höfða til hans sem flokks- manns þá skyldu þeir heldur snúa sér til formanns flokksins. Þeir klúbbfélagar tóku þessari ábendingu ráðherrans, og höfðu uppi sömu þulu við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra. Honum er ýmislegt annað betur gefið en gamansemi og tók þeim félögum mjög fálega. Klúbbfélagarnir fóru því erindis- leysu og mun svo sjálfsagt verða um aðra, sem ætla að láta þá sem settu þessi lög þeim til höfuðs, veita undanþágur meðan uppljóstrun skattsvika er varla hafin. Engin miskunn ESSI fundur skattsvikaranna og ráðherranna ætti að sýna þeim, sem enn halda að það geti ekki verið alvara að ætla að uppræta skattsvik á íslandi, að tíminn er útrunninn. Svo notað sé gamalt orðtæki, þá er engin miskunn hjá Magnúsi í þessu máli. Þeir sem verða nú að greiða hátt í hundrað þúsund krónur á ári í útsvar og skatta af mánaðar- launum sínum, vita hverjir það eru, sem raunverulega leggja þessar drápsklyfjar á heimilin. Það eru ekki stjórnvöldin, sem eru sek um það, að gífurlegt misrétti og ofsköttun á sér nú stað. Skattheimtumennirnir eru „aumingjar á framfæri móður sinnar“, mennirnir, sem eru með báðar hendur í vös- um venjulegra launaþega, og eru enn að reyna að sleppa, eins og dæmið um fundinn með ráðherrunum sýnir. Tcomast inn í skólann, og úr hópi þeirra, sem liafa staOizt prófiö, eru valclir þeir er hæsta aöaleinkunn hafa hlotiö. Próf- iö fer fram siöast í maí, og er ééö svo um, aö þaö ekki rekist á viö prófin í gagnfræöaskól- unum. SJcrifleg próf eru í ís- lenzku, dönsku og reikningi. Vmsókn um leyfi til aö þreyta prófiö á aö leggja fram á skrif- stofu Verzlunarráös Islands, og Íiangaö veröur aö fara til aö útfylla eyöublaö, greiöa próf- gjaldiö 200 krónur og taka viö Yjölrituöu blaöi meö upplýsing- um um, livaö kunna þarf undir prófiö. Ég vona, aö þessar upp- lýsingar nœgi. Þaö getur vel hugsazt, aö rithandarþáttur veröi tekinn upp í blaöinu. Svo þakka ég EG gott bréf. Bréfaskipti Kæri Fálki! Getur þú sagt mér hvað ég á að gera. Mig langar svo mik- ið til að skrifast á við útlenda stelpu, 11—12 ára. Ég skil fær- eysku og dönsku og er 11 ára. Ef þú gætir hjálpað mér þá er utanáskriftin: Sigríður Hannesdóttir. Felli, Sandgerði Island. Svar: Fálkinn er óvíöa keyptur erlendis, en þó er ekki vonlaust aö þú fáir svar út á þetta bréf þitt. En annaö goetir þú gert: SkrifaÖu einhverju þekktu blaöi i Danmörku eöa Færeyj- um og beöiö um aö birta nafn þitt i bréfadálki. tJr því aö þú lest dönsku þá þekkiröu sjálf- sagt eitthvert danskt blaö. Sendu því línu og líklega færöu lijálp. Kæri Fálki! Ég hef séð gamla og not- aða aðgöngumiða selda í einu af vínveitingahúsum bæjarins. Mér er sagt, að eigandinn sjálf- ur hafi verið sá sem seldi. Vitanlega er hér um eina teg- und skattsvika að ræða. Hvar er skattalögreglan í svona til- fellum ? Svar: Fulltrúi toilstjóra á aö hafa eftirlit meö slíku, aö þvi er viö bezt vitum. PCJST HCJLF 1411 FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.