Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 13
„Nú skulum við fara í skóla, Arli,“ sagði hún og áhrifin létu ekki á sér standa. Arli hljóp til, dinglaði rófunni í ákafa og gaf frá sér lágvær bofs. Síðan stökk hann upp á loft og inn í svefnherbergi, þar sem ritvélin var geymd og hoppaði í kringum hana. Frú Borgese settist í stól og skipaði honum fyrir: „Good dog (góður hundur),“ sagði hún hægt og skýrt. Og Arli „hófst handa“ með trýninu. Hann nálgaðist ritvélina frá hlið, tvístígur og hleypur um og leggur þannig áherzlu á mikilvægi verksins. Með því að skjóta fram trýninu, náði hann „Good dog“ í fyrstu atrennu, en hann varð að gera fjórar að orðinu „Bad (slæmur)“ til að ná „Bad dog.“ Hann var fljótur að afgreiða „Bone (bein)“ og einnig ,,Go bed (fara í rúm)“ og nokkur önnur orð. Frú Borgese gaf honum brauðbita á milli orða í viðurkenn- ingarskyni og loks hrópaði hún: „Hvert langar þig til að fara Arli?“ Arli stökk upp með gleðibofsi og var fljótur að skrifa „Car (bíll)“ Þegar verulega mikill leikur er í honum er hann vís til að margskrifa sömu stafina, þannig að dog verður doooooog og car caaaaar. Frú Borgesé kallar það, að hann stami á ritvélina. í frístundum sínum á hann það til að yrkja á ritvélina á eigin spýtur. Þetta eru orð, sem frú Borgese segir honum ekki fyrir, en Arli beitir trýninu að eigin geðþótta. Síðan raðar frúin saman hrærigrautnum af orðum og stöfum, svo úr verða stuttár ljóðlínur. „Ég átti hugmyndina að ritvélinni," segir frú Borgese. „Með spilum og öðru slíku, fær maður aldrei neina hugmynd um raunverulega getu dýrsins, með ritvélinni fæ ég í hendur raunverulegar skýrslur um tilraunir dýrsins og framfarir og get unnið úr þeim.“ Hún fer yfir allt, sem hundurinn skrifar og flokkar bæði þau mistök, sem hann gerir oftast og þau orð, sem honum gengur bezt að ná. Frú Borgese sýnir Arli aldrei sem „undrahund" og segir að það síðasta, sem henni dytti í hug að gera, sé að kenna honum að leika listir. ,,Ég held ekki að Arli sé tiltakanlega gáfaður," segir hún. „Það er hægt að kenna flestum hundum, það sem ég hef kennt honum, auðvitað með þeim fyrirvara, að maður hafi til að bera þolinmæði og skilning á dýrasálfræði. En það er t. d. ekki hægt að berja dýr til þessara hluta. Þau verða að hafa gaman af þeim. Það er hægt að gera hunda að lögregluhundum með barsmíð, en þeirri aðferð er ekki hægt að beita í okkar tilfelli. Af Arli hef ég lært. að maður má ekki þreyta mann með vélrænum endurtekningum. Ef ég gerði það myndi hann verða leiður á öllu saman. Ég hef unnið að þessu af einskærum vísindalegum áhuga. Á þennan hátt lærist manni mikið um notkun tungumáls og eðli þess. Einnig er forvitnilegt að vita, hve langt er hægt að teygja gáfur dýrsins. Sé hægt að teygja þær umfram það, sem náttúran hefur látið í té, ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu að gera það sama við manneskjur." Hún segir að Arli hafi ekki hinn minnsta áhuga á því sem hann, hefur skrifað aðeins sjálfri athöfninni: „Eitt sinn lét ég hann horfa á það sem hann hafði skrifað í gegnum stækk- unargler.' Honum hefði ekki getað staðið meira á sama.“ Framh á bls. 36. Mrs. Borgese nefnir orðin og hundurinn skrifar. Rétt skrifuð orð eru undirstrikuð. a sad f a ad and se famt fad mad ajRrXi r sea a n bad ág d®g Cl LÍF OG HEILSA SKÓLASKOÐUN Á 7 ÁRA RÖRNUM Eftir Ófeig I. Ófeigsson lœkni E G A R börnin hér í Reykjavík hefja skyldu- náni um 7 ára að aldri eru l>au skoðuð að hausfcinu af skólalækni hvers skóla. Höfundur þessarar greinar skýrir einungis frá persónu- Iegri reynslu sinni af skóla- skoðunum sl. 12 ár. Ætlast er til að annað hvort foreldranna eða bæði komi ineð barninu þegar það er skoðað í fyrsta sinn. Áður hafi þau fyllt út eyðublað með upplýsingum um barnið fram að skólagöngu. Það, sem lielst er atlmgað er: 1. AUGU: Er barnið rang- eygt, hefur það hvarmabólgu? Fram að þessti liefur sjón barnanna ekki verið athuguð þegar þau -t fyrst í skól- ann, heldii'- ' ‘ð eftir. Það er erfitt að sjónprófa 7 ára börn. Þau eru feiniin, sum þekkja varla stafina o. s. frv. 2. TENNUR eru aðeins at- bugaðar lauslega því ætlast er til að þær séu skoðaðar af tannlækni. 3. KOKEITLAR („hálskirtl- ar“): Of stórir, sýktir? 4. HÁLS: Eru finnanlegir bólgnir eitlar undir kjálka- börðum? 5. LUNGU OG HJARTA: Finnst nokkuð. sem bent gæti á lungna- eða bjartasjúk- dóma? 6- KVIÐUR: Naflakviðslit, nárakviðslit, eru eisttin geng- in niður? 7. HÚÐ: Exi (exem) eða aðrir btiðkvillar, fæðingar- blettir, sem rétt væri að fjar- lægja? 8. BEIN, LIÐIR OG LIÐA- BÖND: BRJÓSTKASSI: Eftirstöðvar beinkramar? HRYGGUR: Skakkur? GANG LIMIR: Jafnlangir?, HNÉ OG LEGGIR: Kiðfætur, hjól- bein?, ÖKLAR: Skakkir, snúnir? FÆTUR: Flatir, út- skeifir, innskeifir eða óeðli- legir á annan hátt?, TÆR: Skakkar (skókreppa)? 9. HOLDAFAR: Megurð, offita? 10. LÍ K AMSÞROSKI: Er barnið óvenju stórt eða Iítið, veiklulegt eða hraustlegt? 11. ANDT.EGUR ÞROSKI: Unt þetta atriði getur læknir ekki dænit til neinnar blítar með einnt, stuttri skoðun. Þó d"l«t honitm varla livort vel eða illa hefur verið farið ineð barnið, hvort vel eða illa er hugsað um það, t. d. hvaS' viðvíkur daglegu hreinlæti hvernig barnið er vant a( haga sér o. s. frv. 12. ÞVAG: Eggjahvíta, syk- ur? 13. Barnið er vegið og hæð mæld. 14. Öll 7 ára börn eru berklaprófuð og gegnumlýst ef þurfa þykir. 15. HEYRN er prófuð síðar á veguin Heilsuverndarstöðv- arinnar. Finni læknirinn eitthvað óeðlilegt að barninu segir liann foreldrunum frá því og hvað hann álítur að gera þurfi. Ef það er rneira en foreldrarnir geta lagfært vís- ar hann á heimilislækni, augn- lækni eða nef- háls- og eyrna- lækni eins og við á hverju sinni. Þó ákveður Itann venju- lega sjálfur hvort barnið þarf að fara í fóta- eða hryggæf- ingar og ráðleggur ljósböð ef ltontim finnst ástæða tii. Ég sendi aldrei börn á fyrsta skólaári í ltrygg- og fótaæf- ingar vegna þess að ég álít að það sé þeirn ofviða á ineðan þau eru að kynnast skólanum, enda of Iítii til að ferðast langa Ieið í æfingar, sent fara fram í íþróttahúsinu við Lindargötu. Auk þess missa þau af leikfintinni í skólanum, sent þeitn þykir ölhim ósköp ganian að a. m. k. tvö fyrstu árin á meðan hún er lítið annað en skeminti legt itopp og sntá ieikir. Ekki er hægt að komast ltjá að segja sína eigin skoð- un um Iivað afiaga fer liverju sinni og vil ég þvi leitast við að benda á það helsta, sem ntáli skiptir: SKJÁLG (það, að barnið er rangeygt) er slæmtir galli því að barnið einbeitir ekki nenta rétta auganti. Hitt aug- að missir því oft sjónina af notkunarleysi og því meir sem lengra líður. Það ætti því að rétta aiigu barna eins snemrna og unnt er. Framh. i næsta blaði. (Eftirprentun bönnuð) Næsta grein: Skólaskoðttn á 7 ára börnuni, annar hluti. FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.