Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 33
raaa irinn. Hún gat ekki litið um öxl. Þurfti þess heldur ekki, því hún vissi hvernig Malingsfors leit út, myndi aldrei gleyma því, þótt hún svo yrði hundrað ára. Ekki heldur andliti Ulfs.. Hvernig átti hann að halda annað en að hún væri þjófur, þegar Louise hafði lesið í blöðunum, að hún var... morðingi! Hún fór heim til Jans- sons og tróð nokkrum flíkum niður í ferðatösku. Hún megnaði ekki að láta allt niður. Þau yrðu að senda það á eftir henni. Hún flýtti sér niður á veginn og náði í áætlunarbílinn til Falun. - Dróst frá Hólmtorginu upp á járnbrautarstöðina. Þaðan átti engin lest að fara fyrr en klukk- an tiu um kvöldið. Hún skildi töskuna eftir í afgreiðslunni og reikaði siðan út á brautarpallinn. Hún gæti allt eins vel gengið sér til afþreyingar, að minnsta kosti hafði hún enga eirð í sér til að sitja kyrr. Hana hitaði í húðina af taugaóstyrk. Hún valdi götu af handahófi og hélt áfram eins og vél. Allt í einu kannaðist hún við sig. Til hægri handar við hana var Grand Hótel og beint á móti því verzl- unin, þar sem hún hafði hitt Vilhelmsson. Vilhelmsson... Hún staðnæmd- ist og tók bréf Hákonar upp úr töskunni. Hann hafði fundið staðinn með leigubílunum tveim- ur. Og Vilhelmsson hafði verið þar... hvers vegna hafði hún ekki látið Ulf lesa bréfið. Louise hafði sannarlega tekizt að gera hana alveg örvita. Ætti hún að fara á lögreglustöðina og sýna bréfið lögregluforingjanum, sem Hákon hafði talað við, þegar hann kom þangað? Hún stakk bréfinu aftur niður í töskuna og skundaði götuna á enda. Lögreglustöðin var til húsa í fallegri, gamalli byggingu við torgið. Kjarkurinn ætlaði að bregðast Marianne, þegar hún gekk inn, en hún rétti úr sér og hélt dauðahaldi í hugsunina um bréf Hákonar. Henni var vís- að inn í herbergi, þar sem ein- kennisklæddur maður sat við borð. Hann var sterklega byggð- ur, hafði ljósblá augu og ljóst hár, sem farið var að grána. — Get ég fengið að tala við Karlson lögreglufulltrúa? spurði hún. — Sft er maðurinn, svaraði hann syngjandi Falunmáli. Marianne kynnti sig og spurði, hvort lögreglufulltrúinn minnt- ist samtals, sem hann hefði átt við Hákon Magnússon arkitekt. Um leið rétti hún honum bréfið. Lögreglufulltrúinn hugsaði sig um stundarkorn. — Jú, biðum við... var það ekki ungi mað- urinn með alskeggið? Víst man ég eftir honum. Eruð þér unga stúlkan, sem var dæmd fyrir að valda bílslysinu? Hann tók fram möppu fulla af skjölum og tók að leita. Því miður var ekkert nýtt í fréttum. Enn var verið að yfirheyra Vilhelmsson. Stokk- hólmslögreglan hafði ekkert til- kynnt um hvort hann hefði með- gengið eða ekki, en líkurnar... — Er búið að taka Vilhelms- son fastan? spurði Marianne með andköfum. — Svo sannarlega. Fenguð þér ekki skilaboðin frá mér? Ég hringdi til þess að gera yður viðvart, en þér voruð nýfarin út, sagði frú Reiner eða hvað hún hét og lofaði að koma boðum til yðar. Hefur hún ekki gert það? — Nei. Marianne hristi höfuð- ið. Hún hefur ekkert sagt. — Jæja, ekki það? Hann skrif- aði athugasemd um þetta á eitt skjalið í möppunni. Var það nokkuð annað, sem ungfrúnni lá á hjarta? Marianne hneig niður á stól. Já, það væri enn eitt atriði, sem hún óskaði að koma á framfæri. Hún ætlaði að tilkynna peninga- þjófnað, sem hún myndi senni- lega einnig verða sökuð um. Hún vissi ekki alveg hvernig hún ætti að hef ja máls á því... en þegar hún var byrjuð, gekk frá- sögnin snurðulaust Það var dá- samlegt að mega tala út um það allt saman! Hún horfði ekki á lögreglufulltrúann, heldur beint fram fyrir sig og endurlifði dvöl sína á Malingsfors. Úr þessari fjarlægð sá hún atburðina í merkilega skýru ljósi: opna gluggann og flóðið, launalistana, brunann og nú siðast peninga- þjófnaðinn. Samtalið fyrr um daginn uppi í forsalnum... — Frú Reiner hefur sennilega ekki skilið yður, lögreglufulltrúi, sagði Marianne að lokum. Hún virtist sannfærð um, að ég hefði orðið drengnum að bana. Og satt að segja skil ég ekki, hvernig nokkur gat komizt inn í skrif- stofuna og tekið peningana, því ég lét hundinn liggja þar inni, þegar ég fór. Og lykillinn var í peningaskáp hjá Tolvmans Olof Erson um nóttina. Karlson lögreglufulltrúi tók fram eyðublað og skrifaði niður kæruna í samræmi við frásögn Marianne. Hann lét hana lesa yfir það, sem hann hafði skrif- að, og ritaði síðan nafn sitt undir, þegar hún lýsti sig sam- þykka. Svo rétti hann henni skjalið yfir borðið. — Gjörið svo vel að undirrita hérna á linuna, þar sem stendur „það vottast hér með að kæran er rétt í öllum atriðum", sagði hann. Marianne var bæði glöð og fegin. Það var eins og hún hefði endurheimt sjálfsvirðingu sína, vegna þess að það var hún sjálf, sem bar fram kæruna í stað þess að verða kærð. Hún skrifaði niður heimilisfang og símanúmer foreldra sinna og kvaddi Karl- son lögreglufulltrúa með handa- bandi. Hún brosti, þegar húri kom út. Asgatan er prýðisgata, hugsaði hún. Henni fylgdi áreið- anlega gæfa. Hún fann allt í einu hjá sér löngun til að hringja til Ulfs og segja honum, að lög- reglan hefði fundið herra Vil- helmsson; en ef honum mislík- aði nú, að hún hafði tilkynnt þjófnaðinn? Ef til vill myndi honum finnast, að hún hefði tekið sér of mikið bessaleyfi í máli, sem kæmi honum einum við? Klukkan tíu fór lestin. Hún sat úti í horni á annars farrýmis vagni og reyndi að halda hug- anum við marklausa hluti, meðan hún horfði á landslagið með hvítum birkistofnum renna fram hjá glugganum. Kvöldin voru svo björt hérna í Dölunum. Það myndu vissulega verða mikil viðbrigði að koma aftur til Vestur-Gautalands. Ulf — nei, ekki hugsa um hann! Hvað myndu samferða- menn hennar halda, ef hún færi að gráta? Hugsaðu heldur um, að lögreglan skuli hafa fundið Vilhelmsson. Ef til vill er verið að yfirheyra hann einmitt núna. Hann gæti hafa meðgengið í dag... Hvernig getur hvít stein- náma verið í laginu eins og stjarna?" Það hefur sennilega verið farið að líða að jólum, þegar skaparinn vann að þessu bjargi.“ Rödd Ulfs ... augu hans, þegar hann laut niður yfir hana... „þú færð aldrei að fara frá Malingsfors, ég elska þig Marianne...“ Hún var farin frá Malingsfors. TÍUNDI KAFLI Louise sat í bílnum á leið til Falun. Hún var harðánægð með gang málanna. Hún hafði komið Marianne burt og svert hana í augum Ulfs. Að vísu var Ulf eins og svefngengill þessa dagana, en hún myndi gefa honum tima til að komast yfir smánina af að hafa — nú jæja, hvers vegna ekki að viðurkenna það? — orð- ið ástfanginn af konu eins og Marianne. Louise hafði nægan tíma til að bíða. Þegar rétta stundin rynni upp, myndi Ulf opna hjarta sitt fyrir henni, og hún ætlaði að vera svo veglynd að fyrirgefa honum að hann skyldi hafa látið hana þjást vegna Marianne. Fyrst um sinn þyrfti hún aðeins að sýna still- ingu og rósemi, vera ætíð til taks og stjórna heimilinu óað- finnanlega. Hún lét Jannis Per leggja bílnum við hliðina á Engelbrekt- styttunni og gekk inn í skó- verzlunina við torgið. Skór höfðu ávallt verið hennar ástríða. Hún átti tugi para af skóm. En nú ætlaði hún samt að kaupa sér nokkra nýja; ítalska, með veru- lega mjóum hælum. Hún keypti þrjú pör af skóm, kjól og hatt. Húsfreyjan á Malingsfors varð að vera vel klædd. Það var dýrð- legt að eiga gnægð af peningum. Meðal allra seðlanna, sem hún hafði á sér voru einnig fimmtíu króna seðlarnir þrír, sem hún hafði reytt af Marianne fyrir matinn. Hún gat ekki gert að sér að hlæja. í fyrstu hafði hún satt að segja verið hálf hrædd um, að Marianne myndi minnast á þetta við Ulf, en hún hafði reiknað rétt: Marianne var of hlédræg — eða of stærilát — til að aðhafast nokkuð í þá átt, ekki sízt þar sem hún var ástfangin af Ulf. En nú hafði henni verið rutt úr vegi. Fari hún til Ame- ríku sem íyrst! Marianne hjálpaði föður sinum við garðyrkjuna, meðan hún beið eftir svari við einhverri af atvinnuumsóknum sínum. Hún gekk klædd í gamlar nankins- buxur og utanyfirskyrtu, sem yngri bróðir hennar var búinn að fleygja. Hún hirti ekki um, hvernig hún leit út. Ekkert skipti hana lengur neinu máli, hvorki hvað hún gerði né hvað yrði um hana, hvort hún væri garðyrkju- drengur eða „skrifstofudama", hvort hún væri i Vestur-Gauta- landi eða Ameríku. Ulf væri ef- laust að trúlofast Louise um þessar mundir. Gróðurhúsið með gúrkunum var heitt og rakt eins og frum- skógur. Marianne hafði tekið ..ð sér að hirða um það, þar eð hún vonaðist eftir að geta sofið, ef hún ynni sig nógu þrevtta. HON HAFÐI VERIÐ DÆMD SAKLAUS FYRIR AÐ HAFA ORÐIÐ MANNSBANI — MUNDI HON NOKK- URN TIMA FINNA HINN ÓÞEKKTA MANN SEM RAUNVERULEGA VAR VALDUR AÐ SLYSINU? EÐA ÁTTU SKUGGAR HINS LIÐNA AÐ VALDA ÞVI AÐ HON FENGI ALDREI MANNINN SEM HON ELSKAÐI? FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.