Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 29
VERÐUR VELGENGNIJOHN le CARRE DAVID CORNWELL AÐ FALLI? veraldargengis. Hann er fæddur 19. október 1931, sonur efnaðs kaupsýslu- manns; en efnin voru upp- urin um það bil sem David lauk skyldunámi. Hann hélt til Bern í Sviss til þess að nema þýzku og vann sér fyrir uppihaldi með því að þvo fílana í umferðarsirkus nokkrum á kvöldin. Þegar hann kom aftur til Eng- lands, innritaðist hann í Ox- ford háskóla. Eitt sinn hafði hann atvinnu af að selja handklæði í stórri kjörverzl- un. „Það var sumarútsala, og þegar dyrnar voru opnaðar klukkan níu, þyrptust kon- urnar inn eins og fótbolta- lið. Út úr þyrpingunni vatt sér ungversk kona og hróp- aði til min: „Ég vil fá hand- klæði fyrir gest!“ f fátinu hrópaði ég á móti: „Hvað stóran gest?“ Hún kvartaði við framkvæmdastjórann, sem kom til mín og sagði um leið og hann deplaði öðru auganu: „Þú ert rek- inn.“ Þá varð mikill úlfa- þytur. Konan hrópaði: „Sjá- ið þér ekki, að hann er há- skólapiltur? Þér getið ekki rekið háskólapilt!“ Allir hrópuðu hver í kapp við annan. Eftir hádegið var ég sendur með skömm niður í teppadeildina. Við áttum nokkrar birgðir af notuðum teppum úr farþegaskipinu Queen Elizabeth. Lítill mað- ur, sem virtist tyggja eitt- hvað í sífellu, keypti af þeim fýrir hundrað og sjötíu pund. Hann greiddi og fór. Seinna varð mér litið aftan á eitt teppið og sá þar lítinn miða sem á stóð SELT. Þau höfðu öll verið seld áður en ég seldi þau litla manninum gegn staðgreiðslu. Ég veit ekki hvað gerðist eftir það — ég sagði upp.“ Meðan Cornwell var í hernum, starfaði hann við leyniþjónustuna. Ekki sem njósnari heldur við að yfir- heyra flóttafólk í Graz í Austurríki. Síðan fór hann aftur til Oxford og náði þar prófi. Árið 1954 kvæntist hann dökkhærðri, grannvax- inni enskri stúlku, Ann Sharp að nafni, fæddri í Pakistan, þar sem faðir hennar starfaði hjá flug- hernum. Þau höfðu kynnzt fimm árum áður dag einn í St. Moritz, þar sem bæði voru á skíðum. Hún var seytján ára, David ári eldri. Þau áttu ekki eyri, þegar þau giftu sig, bjuggu í litlu húsi með aðeins einum vatnskrana, engu salerni. Leigan var 15 shillingar á viku. Ann hafði haft stöðu sem einkaritari við brezka sendiráðið í Washington og við brezku upplýsingaþjón- ustuna. Seinna vann hún við Sunday Companion, sem er trúarlegt tímarit í London. David gerðist kennari í Eton, og útvegaði skólinn þeim húsnæði. Árslaun hans voru £ 650, og af því varð hann að greiða £ 90 í húsaleigu auk skattanna. „Við lifðum á tíu pund- um á viku, en Ann tók því eins og hetja, ávallt glöð í bragði, enda þótt kvöldverð- urinn væri aðeins súpa. Svo fæddist Simon, og ég reyndi að vinna mér inn aukapen- inga með þvi að teikna bóka- kápur og auglýsingar. Ég skrifaði ekkert. Við höfðum aðeins til hnífs og skeiðar. Einn daginn sá ég auglýst í blaði, að fólk vantaði í utan- rikisþjónustuna, og afréð að reyna.“ Hann var ráðinn sem að- stoðarritari árið 1960, vann eitt ár í Whitehall og var þá sendur til brezka sendiráðs- ins í Bonn en síðar til aðal- ræðismannsins í Hamborg. Hann vann við þýzk innan- landsmál. Engar njósnir. Meðan Cornwell starfaði í Whitehall, byrjaði hann að skrifa bók, á morgnana og kvöldin, aðallega 1 járn- brautarlestinni, og hann hélt því áfram í Bonn. Brezka utanríkisþjónustan er góður rithöfundaskóli „Ambassa- dorinn þurfti að senda skýrslu, og þá kom það venjulega í hlu.t yngsta skrifarans að semja fyrsta uppkastið. Maður reyndi þá að setja sig inn í hugsana- gang ambassadorsins. Síðan gerðu eldri sendiráðsmenn- irnir athugasemdir sinar á uppkastið, og það var sent aftur til mín. Sumt af því bezta, sem til er í enskum bókmenntum, er að finna í skjalasafni utanríkisþjónust- unnar.“ Cornwell er ekki sérlega hreykinn núna af tveim fyrstu bókunum sínum Call for the Dead og A Murder of Quality. „Frumsmíðar eru líkastar illa uppöldum börn- um,“ segir hann. „Maður hrífst af sjálfstæðiskennd þeirra en ekki eins af aðför- unum. Samt fékk fyrrtalda bókin verðlaun í London og hefur verið þýdd á átta tungumál. Að sjálfsögðu varð hann að láta utanríkis- ráðuneytið sjá handrit sín, en þó vissu aðeins hæstráð- endur þar og nánir vinir, hver John le Carré var í raun og veru. Allir voru ánægðir með velgengni að- stoðarritarans. Skömmu eftir að Ulbricht lét byggja múrinn í Berlín árið 1961, var Cornwell send- ur þangað. Hann hafði feng- ið nýja hugmynd að bók — sviðsett föðurlandssvik brezks njósnara i Austur- Þýzkalandi. Berlín virtist til- valið svið fyrir bókina: ný styrjöld var að rísa upp af ösku þeirrar síðustu. Njósn- arar, áróður og andróður báðum megin við múrinn. Hann fann sögupersónur sínar hvarvetna — á flug- stöðvum, í strætisvögnum, gangandi á götunni. „Njósn- arinn, sem kom inn úr kuld- anum“, var skrifuð á fjórum mánuðum og kom út í Eng- landi í sentember 1963. Dag nokkurn hringdi síminn á skrifborði Cornwells í sendi- ráðsskrifstofunni í Bonn. Það var Paramount kvik- myndafélagið í Hollywood. Þeir vildu kaupa kvik- myndaréttinn. „Ég ræddi um það við Ann. Fjármálalega séð var það heimskuleg ráðstöfun; ég hefði fengið miklu meira fyrir hann í dag. En fyrir ári fannst okkur þetta of fjár, og svo var sagan kvik- mynduð undir stjórn Martin Ritt með Richard Burton í aðalhlutverkinu . . . það var stór dagur. Við Ann fórum í bæinn og keyptum hvítan postulínshund, sem hana hafði ávallt langað í, og nokkrar myndir." Sumt fólk verður ringlað af velgengninni, annað læt- ur hana spilla sér. Cornwell er enn töluvert dasaður, en þó er honum mestmegnis skemmt. Stundum fær hann samvizkubit vegna vel- gengni sinnar. „Rithöfund- ur, sem ekki slær i gegn, er aldrei yfirborgaður, en met- söluhöfundur er hræðilega yfirborgaður. Stundum, þeg- ar ég hitti rithöfunda, sem ég dái í raun og sannleika, þá óska ég, að ég gæti skipt á ofurlitlu af velgengni minni á ofurlitlu af hæfi- leikum þeirra." Cornwell hjónin hafa fengið nasasjón af skelfingu skyndiauðsins í V-Þýzka- landi. í henni vilja þau enga hlutdeild. Þau ferðast enn á öðru farrými. Þau eiga hvorki Bentley, Cartier eða skemmtisnekkju. í Lech dvöldu þau á látlausu fjalla- hóteli ásamt drengjunum sinum þrem, barnfóstru þeirra og einkaritara Corn- wells. Drengirnir eru ljós- hærðir, háværir og ham- ingjusamir. Símon, þeim elzta, sem er átta ára, þykir gaman að vera sonur frægs manns og fettir sig og brett- ir fyrir ljósmyndarana, en foreldrum hans er illa við Framh. á bls. 36. 29 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.