Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 17

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 17
VíSINDAMADUR I VIN SMITAÐIST ER HANN GERÐI VIRUSTILRAUNIR A DYRUM DAIiÐIIMN BATT ENDA Á TILRAUINIIINIA Dr. Moritsch stundaði vírusrannsóknir og var kominn á spor banvæns vírnsafbrigðis. Hann dó áSur en hann hafSi lokiS rannsóknum sínum — úr vírussiúkdómi. VIÐARÞILJUÐ skrifstofa í Vínar- háskólanum stendur auð. Skrif- stofa yfirmanns heilbrigðismálastofnun- ar skólans. Gólfklukkan í horninu stendur. Hún hefur ekki verið dregin upp í fimm vikur. Jafnlengi hefur um- ráðandi þessarar skrifstofu legið með- vitundarlaus í sjúkrahúsi háskólans. Hann er nú látinn og var banamein hans heilabólga sem lamaði stóran hluta œðakerfisins. Hans Moritsch, doktor og prófessor, varð fórnarlamb rannsókna þeirra sem hann vann að, lífsstarfs síns. Hann smitaðist af Vírussjúkdómi. Enn einn hefur bætzt í hóp þeirra, sem látið hafa lífið við að kanna ókunna hættulega stigu í heimi sjúkdómafræð- innar. Dr. Moritsch var 41 árs og fjögurra barna faðir. Hann hafði þegar á unga aldri getið sér mikinn orðstír og var aðeins 36 ára, þegar hann var skipað- ur yfirmaður heilbrigðismálastofnunar- innar við háskólann í Vín. Hann hafði lengi unnið að rannsókn- um á vírussjúkdómum. sem gátu borizt frá dýrum til manna. Hann varð skyndi- lega frægur 1957, er hann sýndi fram á að ákveðin tegund blóðmaura sem mikið var um í héruðunum umhverfis Vín, gat borið með sér vírus, sem olli heilabólgu i mönnum. Orsakavaldur sjúkdómsins, sem kallaður var „vor- veikin“, var fundinn. Dr. Moritsch öðlaðist mikla frægð fyrir árangur þessara rannsókna sinna en hann varð líka að gjalda þeirra, því að hann fékk heilahimnubólgu og lá milli heims og helju í fjórar vikur. Hann hafði verið svo óheppinn að stinga sig, þegar hann var að störfum á rann- sóknarstofu sinni. En ekki var hann fyrr kominn á fætur en hann hélt til- raunum sínum áfram. Síðustu mánuðina logaði oft Ijós í rannsóknarstofunni langt fram á nótt. Dr. Moritsch lagði nótt með degi við tilraunir sínar til að leysa gátu herp- vírusanna. Vísindaleg þekking á þess- um vírusum er mjög takmörkuð. Vitað er, að þeir orsaka hinar tiltölulega mein- lausu hitabólur á vörum og slímhúðum sem oft fylgja hitasótt og allir þekkja. En það kemur líka fyrir að herp- vírusar valda heilabólgu eða heila- himnubólgu, sem getur dregið fólk til dauða. Álitið er, að þessi mikli munur á sjúkdómseinkennum stafi af því, að til sé afbrigði af vírusnum, sem sé miklu hættulegra. Þó hefur til þessa ekki tekizt að greina neinn mun á vírusn- um jafnvel ekki í rafeindasmásjá. Dr. Moritsch var — að því er sam- starfsmenn hans ætla — kominn á spor aðferðar til greiningar þessa hættulega vírusafbrigðis. Honum hafði þegar tek- izt að einangra þennan dularfulla sjúk- dómsvald í heilahlutum tveggja fórnar- dýra herp-vírussins. Síðan flutti hann vírusinn yfir í heila hvítra músa og fylgdist með viðbrögðum þeirra. Mánudagsmorgun einn kenndi Mori- tsch sér lasleika. Hann var heitur og sveittur og hafði þrautir í höfði. ..Ætli ég sé bara ekki að fá flensu,“ sagði hann við Eddu konu sína. En hann var ekki einu sinni búinn að kveðja börnin sín fjögur þegar það leið yfir hann. Starfsbræður hans fluttu hann á há- skólasjúkrahúsið Dr. Moritsch lá í dái í meira en mánuð. Hann fékk hjálparöndun og næringu sem sprautað var í æð Hæf- ustu sérfræðingar önnuðust hann Hann dó án þess að komast aftur til með- vitundar Það er ekki til neitt lyf gegn herp-vírusnum. Dr. Moritsch hætti lífi sínu f leit að bví — og fanaði. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.