Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 46

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 46
SacMiv /Ar i«A swAror Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur 8IMJÓFIÐRILDIN Labbi varð hræddur, þegar hjúkrunarkonan bannaði pabba að koma inn með honum. Hún sagði, að pabbarnir bæru sig æv- inlega verr en börnin, svo lokaði hún dyrunum. Það var nú samt ekki það versta, sem hún gerði, því hún tók skæri og klippti upp í ermina á fínu, röndóttu peys- unni frá ömmu. Þá orgaði Labbi svo hátt, að hann varð blár í framan. Læknir í hvítum slopp með hvíta húfu kom brosandi til hans og sagði: „Láttu mig sjá hönd- ina, karlinn minn. Þetta get ég læknað.“ Nú kom hjúkrunarkonan með sprautu, og Labbi fór aftur að hljóða, en svo steinsofnaði hann. Þegar hann vaknaði, hélt pabbi á honum og var að tala við lækn- inn. Höndin var reyfuð og bund- in í fatla, Labbi fann ekkert til og var ekki lengur hræddur. Læknirinn sagði pabba að passa drenginn vel og koma svo eftir vi ku til að láta taka sauminn úr. Mamma tók vel á móti þeim og varð glöð að heyra, hve góður læknirinn hafði verið. Labbi sagði henni líka frá hjúkrunarkonunni og sýndi peysuermina. „£g geri við hana, góði minn,“ sagði mamma. ★ Labbi varð að vera heima á meðan höndm var að gróa og þurfti að fara varlega. Hann mátti ekki klifra eða hoppa, og höndin varð að vera í fatla. Honum leiddist, og hann sakn- aði félaga sinna á barnaheimilinu. Hann fékk ekki að fara út, því að ekki mátti koma kuldi að hend- inni. Hann kraup oft á stól við glugg- ann og horfði á bílana úti, alveg eins og hann gerði meðan hann var lítill og gat ekkert farið. „Mamma, það er að koma snjór!“ kallaði Labbi. Mamma kom til hans, og þau horfðu á snjókornm. Þau voru stór, og eins og óteljandi mörg, hvít fiðrildi svifu þau utan við gluggann. „Mig langar svo til að láta snjóa á mig,“ sagði Labbi. „Þú mátt fara rétt aðeins út á svalirnar,“ sagði mamma. Hún lét prjónahúfuna á Labba og batt trefil um hálsinn, svo fór hann út. Hann stóð á svölunum og snjó- fiðrildin flugu kringum hann. Þau settust á hann köld og mjúk, og hann blés þau í burtu. Það var mikið gaman. BANGSI OG LISTA- VERKIÐ Bangsi varð bæði hissa og hrifinn þeg- ar hann sá afmælisgjöfina sem Dódó færði honum. „Nei, þakka þór fyrir, elsku Dódó minn!“ sagði hann með tár- in í augunum. „En hvað þetta er yndis- legt málverk! Allar þessar fallegu rend- ur, og svo augað í miðjunni...“ „Nei, nei, Bangsi, málverkið er einskis virði,“ sagði Dódó. „Það er ramminn sem máli 46 FÁLKINN skiptir! Ágætt sýnishorn af... umm- humm ... forn-rómverskri skreytilist.“ „Ha? ... ja ... já, náttúrlega,“ flýtti Bangsi sér að svara. Hann vissi ekk'i meira tun forn-rómverska skreytilist en vinur hans Dódó. „Þessi rammi myndi hæfa prýðilega myndinni af honum afa þínum ef ég má vera svo djarfur að koma með uppástungu,“ sagði Dódó hátíðlega. „Við tökum bara þessa einsk- isverðu nýtízkumynd og ...“ En í sömu andrá var dyrabjöllunni hringt. Tveir skuggalegir náungar ruddust inn. „AUGA KÝKLÓPSINS!“ öskraði sá lág- vaxnari hástöfum. „Eg kaupi hana!“ Hann benti á myndina, sem Bangsi hélt á. „Ég kaupi hana strax í hvelli!“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.