Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 43

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 43
ekki? Nú verðið þér að lofa mér þvi, að þreyta hann ekki um of. Eins og er má hann sitja uppi fyrir hádegi, en við verð- um að fara varlega. Kransæða- stifla." Hún gekk á undan gegn- um húsið út á gleryfirbyggða verönd að baki þess. Herra Moreton lá studdur af svæflum, vafinn i teppi og ias í bók, sem stóð í lesgrind. Hann heilsaði George hjartanlega, ýtti lesgrindinni frá og settist upp með erfiðismunum. Hann talaði með mjúkum, þægilegum mál- rómi, og af honum lagði daufan lavendel-iim. 1 nokkrar minútur spurði hann George um kunningja sína hjá Lavaters og annars staðar í Philadelphia. Að lokum hallaði hann sér aftur og sagði bros- andi: „Kathy, nú ætlum við herra Carey að ræða ofurlítið saman um viðskiptamál!" „Þá það, en reyndu nú ekki of mikið á þig!“ Hann svaraði ekki, en þegar hún var farin, sagði hann: „Viljið þér eitthvað að drekka, ungi maður?“ „Nei, þakka yður kærlega fyr- Framh. á bls. 47. Kæri Astró! Mig langar mjög mikið til að vita eitthvað um framtíðina og þá einna helzt um ástamálin og hvort ég verð hamingju- söm í hjónabandi. Hvernig fjármálin verða. Einnig langar mig til að vita hvort ég og strákur sem er fæddur 1946 eig- um saman og einnig langar mig til að vita hvernig þú heldur að þessi strákur sé. Við erum búin að vera saman lengi og ég er mjög hrifin af honum og ég held að það sé eins með hann. Það versta er að hann drekkur dálítið mikið og er þá vondur. Heldur þú að það muni lagast. Með fyrirfram þökk. Dúa. Svar til Dúu: Þessi piltur er mjög veikur fyrir víni. Hann er með mán- ann í fiskamerkinu, og um þá afstöðu er það að segja að þetta fólk er mjög næmt, hlédrægt og óstöðugt tilfinningalega. Þessi afstaða er mjög hættu- leg vegna þess að löngun í vín og önnur eiturlyf sækir mjög að því. Leiðindi sækja oft að því og þess vegna sækist það oft eftir að stytta sér stundir á miður æskilegan hátt. Samt sem áður er fólk með þessa af- stöðu oft miklum hæfileikum búið. Það er skapandi hug- rænt og hefur mikla listræna tjáningarhæfileika. Það elskar og skilur fegurð og ef áhuga þess er beint inn á þessar brautir nær það oft miklum árangri. Þannig held ég að þetta sé með þennan pilt þinn. Hann er ýmsum hæfileikum búinn en er kannski of hlé- drægur til að láta þá uppi. Þú ert mjög jákvæð og sterk stúlka þó þú sért ung ennþá og átt eftir að þroskast mikið. Á þennan pilt getur þú haft mikil og góð áhrif þó ég sé ekki viss um að það eigi fyrir ykkur að liggja að giftast hvort öðru, að minnsta kosti ekki á næstu ár- um. Þetta ár er að mörgu leyti erfitt fyrir vin þinn en árið 1967 mun verða breyting á til batnaðar og á þessu tímabili mun vakna hjá honum löngun til listrænnar tjáningar. Þú skalt gera þitt til að svo verði. Því þótt þið giftist ekki þá mun ávallt verða mjög hlýtt á milli ykkar. Þú munt að öllum líkindum giftast fremur seint en hjónabandið mun verða far- sælt. Ekki verða börnin mörg varla meira en eitt til tvö. Fyrri hluta lífsins muntu þurfa að fara sparlega með peninga og ég held að þú getir það og munir gera. Aftur á móti virðist svo sem þú hafir nóg af öllu og vel það og þurf- ir ekki að kvíða peningaleysi í ellinni. Þú munt ferðast mikið um ævina og þá einna helzt vegna starfs þíns. Þú munt hafa með höndum mikilvægt starf og það mun verða tekið mikið tillit til þess sem þú hef- ur að segja. Þú ættir að halda námi áfram og yfirleitt að reyna að læra sem mest. það mun verða þér nauðsynlegt upp á seinni tímann. DALA-GARN Hekliö og prjóniö úr Dala-garm, gæðin alltaf þau sömu. Ný mynstur og uppskriftir - Nýir litir. Dala-garniö fæst um allt land. DALA-UMIIO«I« SVEFASÓFASETT Ný gerð af settuni. Sófanum niá breyta í svefn- sófa með einu handtaki. Þægileg húsgögn í ein- staklingsherbergi og litlar ibúðir. Póstsenduni. SEDRIIS s.L lirM.ALWVLIt/JIA Hverfisgötu 50 — Sími 18830. FALKINN 43

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.