Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 25.04.1966, Blaðsíða 20
BENEDIKT VIGGÓSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ ÞAÐ er erfitt að vera 17 ára í dag og ætla á ball á laugardagskvöldi, því þessi tápmikli aldursflokkur hefur ekki aðgang nema að einum dansstað í Reykja- vík á þessu kvöldi og honum mjög ófullkomnum, en hér á ég við Breiðfirðingabúð. Hvert fara þau þá, þessir útlagar skemmtanalífsins? Til að byrja með hittast þau ofan á „Hressó“ eða fsborg, síðan er eigrað um rúntinn, hring eftir hring í von um að einhverjir á „átta gata“ taki þau upp í, og oft er endirinn sukksamt partí, sem stendur fram eftir nóttu. Nú, ef piltana vanhagar um vín, þá eru engin vand- kvæði á að verða sér úti um flösku á hvaða tíma sólar- hringsins, sem er, því vissar leigubifreiðastöðvar leggja sig svo lágt að selja unglingunum Svarta dauða, og þá auðvitað á okurverði. Astandið í skemmtanalífi þessa aldursflokks var þó þolanlegt á meðan hann hafði aðgang að LÍDÓ, en nú hafa forráðamenn þess neyðzt til að opna staðinn aftur sem vínveitingahús, vegna skilningsleysis þess opinbera. Þetta er uggvænleg þróun, svo ekki sé meira sagt. Hvað með Æskulýðsráð? Kemur það ekki á móts við óskir unga fólksins? Nei, því miður, ekki í þessum efn- um. Þeir hafa að vísu opið hús að Fríkirkjuvegi 11 frá klukkan 8—11,30 fyrir 15 ára og eldri, en þar er ekki um neinn dans að ræða, því engin er hljómsveitin. Hins vegar er dansað þar á sunnudögum frá klukkan 4—7. Danssalurinn, sem er sennilega fyrrverandi dómssalur, rúmar um 150 manns, en Lídó 500. Þess vegna var það mjög misráðið hjá Æskulýðsráði að hafna boði eigenda Lídó um að þeir fengju staðinn leigðan eitt kvöld í viku. „Það er lítil heilbrigði í því að koma saman einhvers staðar til að öskra og arga og láta öllum illum látum.“ Svo spaklega mæltist einum æskulýðsleiðtoganum okk- ar, er hann var spurður álits á þessum málum. Þessi til- vitnun er dæmigerð fyrir það skilnings- og framkvæmda- Icysi, sem er ríkjandi á æðstu stöðum í málum æsku- fólksins. Þau, sem eru orðin 18 og 19 ára, fara yfirleitt ekki í „Búðina“ á laugardögum, heldur reyna þau að komast inn á vínveitingastaðina, og undantekningalítið komast þáu inn á einhvern þeirra. „Þetta er opinbert leyndar- mál,“ eins og einn dyravörðurinn komst að orði. En heldur er þetta óskemmtileg staðreynd. En hvað segir unga fólkið sjálft um þessi mál. Við skulum gefa tveim stúlkum orðið: „Eg fer stundum í Þórscafé á föstudögum,“ sagði María Sigurðardóttir, 17 ára. „Hins vegar fer ég ekki á ball á laugardögum. því þá er um svo fáa dansstaði að velja, nema þá að fara í Stapann, en það er fjári hart að þurfa að leita lit fyrir Reykjavík til að skemmta sér. Ég fór í Lidó, þegar HoIIies voru þar. Það var alveg stórkostlegt. Það er illt til þess að vita, að þessi dans- staður skuli ekki lengur vera opinn fyrir okkur unga fólkið.“ Framh. á bls. 36. EINN... Samkomugestur hefur ruðzt upp á senu í Þórskaffi (meS fleyg í bakvasanum). Hann angrar hljómsveit- ina og biður hana a3 spila Jail-House-Rock . . . 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.